Dýraverndarinn - 01.08.1932, Síða 7
DÝRAVERNDARINN
35
.... Ástmar að brjótast um í skaflinum ....
um dögum li'Snum var hirt úr hvamminum,
og íór eg þá út fyrir tún og sló nokkura
daga hjá svokölluðum Hamri.
Svo var þaö einn dag, aÖ eg var að slá
hjá Hamrinum, aÖ þoka var á, og sást lítiÖ
frá, enda sást ekki heim aÖ bænum þótt
bjart hefÖi veriÖ, því holt bar á milli. VörÖ-
ur hafði legiÖ hjá ntér, en fór nú aÖ smá-
gelta og leggur síÖan á staÖ heim. Eg veitti
þessu enga sérstaka athygli, en heyrði þó
aÖ hann var að smágelta, eins og sumir
hundar gera, ef þeir sjá mannaferð í
íjarska. Eftir nokkura stund kemur kona
mín til mín og spyr mig um, hvort Ástmar
litli hafi ekki komið þangað til mín. En eg
segi það ckki vera. Segir hún að drengur-
inn hafi gengið út fyrir skammri stundu,
en búist viÖ að eg væri nær bænum að
slá og hann hefði því séð mig og farið til mín,'
enda var ekki eins mikil þoka heima. Nú urðum
vð bæð hálfhrædd um drenginn og fórum að kalla.
En fáurn ekkert svar annað en að Vörður geltir
öðru hvoru syðst í túninu, en ekki sáum við hann.
Alt í einu kernur hann í kasti til okkar, flaðrar upp
unt okkur geltandi og lætur sem óður sé. Síðan
tekur hann stökk frá okkur og stefnir suður og of-
an í hvamm. Okkur dettur nú í hug, að hann sé
að segja okkur til drengsins og hlaupum á eftir
Verði. Þegar við komum á hvammsbarminn, sjá-
um við drenginn og Vörð á eyri rétt í flæðarntál-
inu. Stefnir drengurinn beint á ána, en Vörður flaðr-
ar upp urn hann, og hvernig sem drengurinn reynir
að sneiða ltjá honum, þá er Vörður jafnan í fang-
inu á honum, svo barnið kemst ekkcrt áfrant. Mik-
ið var Vörður kátur, þegar ég tók drenginn og bar
hann heim. Þegar við höfðurn jafnað okkur eftir
hræðsluna, fórum við fyrst að sinna Verði og þakka
honum fvrir hvað vel hann gætti drengsins, þvi það
tel ég engan vafa, að drengurinn mundi hafa verið
kominn í ána, ef Vörður hefði ekki tafið fyrir hon-
um og visað okkur á leið til að finna hann.
Eftir þetta var Vörður vanur að láta okkur vita,
á likan hátt, ef drengurinn íór eitthvað frá bænum.
Var þá venjulegast, að hann fylgdi drengnum eftir,
en þvældist jafnan fyrir honum, svo hann átti erfitt
um gang. Gelti hann þá svo hátt sem hann gat, til
að láta okkur vita um ferðalag drengsins.
f siðasta sinn, sem ég man, að Vörður héldi upp-
teknum hætti með að gæta drengsins, var þegar Ást-
mar var á sjötta ári. Þá hafði ég farið að smala
fé í hríðarveðri og ófærð. Vildi Ástmar litli fylgj-
ast með mér, en var synjað þess. Ég þurfti þó stutt
að fara, til þess að ná fénu. Vörður lagði á stað
með mér, en eítir litla stund heyri ég hann gelta
í andstæðri átt. Hleyp ég þá á hljóðið og fer að
athuga, hvað um sé að vera. Er þá Ástmar litli
þar að brjótast um í skafli, en kemst litið, því að
bæði var skaflinn djúpur og svo hitt, að Vörður var
jafnan fyrir framan hann.
Ekki skal getum að því leitt, hvað af hefði hlot-
izt i þetta sinn, ef Vörður hefði ekki gætt Ástmars
litla, en í flæðarmálinu við Blöndu tel ég hann ótví-
rætt hafa bjargað lífi drengsins.
Margar fleiri sögur gæti ég sagt af Verði og fleiri
dýrum, en læt þetta nægja að sinni. Er þó það sá
minsti þakklætisvottur sem hægt er að sýna Verði
frá okkar hálfu, að „þess sé getið, sem gert er“.
Balaskarði, 24. apríl 1932.
Ingvar Pálsson.
Frækinn hundur.
Frá því er skýrt í erlendu blaði, að hundur hafi
stokkið úr japanskri flugvél, er var á flugi yfir sjó
— og synti hundurinn i land. Flugvélin var í 100
metra hæð. (Alþýðubl.)