Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1966, Qupperneq 2

Dýraverndarinn - 01.12.1966, Qupperneq 2
\<>a I fc' 1111 <1 iii* Sambands dýraverndnnarféla^a Islands Sambandið hélt aðalíund 27. nóvember s. 1. Var hann allfjölsóttur, og ríkti þar mikill og ánægjuleg- ur áhugi á starfsemi Sambandsins og hinna einstöku félaga. Stjórn þess var öll endurkosin í einu hljóði. Samþykktar voru eftirfarandi tillögur: Aðalfundur Sambands dýraverndunarfélaga ís- lands, haldinn í Reykjavík 27. nóvember 1966, sam- þykkir að beina þeim tilmælum til Alþingis, að sem fyrst verði bann við sinubrennum eftir 1. maí látið ná til alls landsins. Einnig felur fundurinn stjórn SDÍ að láta gera smárit til fræðslu um skaðsemi sinubrennslu og dreifa því fyrir n. k. vor í skóla og til þeirra, sem bezt gætu liðsinnt um að sinubrennslu verði hætt eftir 1. maí. Aðalfundur Sambands dýraverndunarfélaga ís- lands, haldinn í Reykjavík 27. nóvember 1966, sam- þykkir að beina þeim tilmælum til ríkisstjórnar ís- lands, að lög um hvalveiðar verði endurskoðuð með tilliti til þess að felld verði inn í lögin ákvæði, sem banni rekstur hvala á land og að deyðing hvala, skurður og nýting hvalfangs sé aðeins leyfilegt þeim, sem leyfi liafa til reksturs hvalstöðva og starfrækslu hvalveiða innan íslenzkrar lögsögu. Aðalfundur Sambands dýraverndunarfélaga ís- lands, haldinn í Reykjavík 27. nóvember 1966, felur stjórn SDÍ að láta semja og annast útgáfu og dreif- ingu smárita (fræðslurita) um fuglafriðun og veiði- tíma, flutninga búfjár og varnir við óhreinkun sjáv- ar af völdum olíu. Aðalfundur Sambands dýraverndunarfélaga ís- lands, haldinn í Reykjavík 27. nóvember 1966, sam- þykkir að skora á alla sláturleyfishafa að beita hljóð- lausum byssum við aflífun dýra. Aðalfundur S. D. í. beinir þeim tilmælum til stjórnar S. D. í., að hún sendi bréf til þeirra gangna- foringja og fjallskilastjóra, sem sjá um smölun á þeim afréttum, þar sem gangnakofar eru. Séu þeir í bréfi þessu hvattir til þess að sjá um, að þannig sé gengið frá dyrum og lnirðum þessara kofa, að ör- uggl sé, að sauðfé komist þar ekki inn. — Mætti benda á dyragorma og annan þann útbúnað, sem kippir hurðum að stöfum. — Geta mætti þess í bréfinu, að s. 1. haust fundust 17 kindur í svonefnd- um Hálskofa við Snæfell, sem allar höfðu orðið hungurmorða. Aðalfundur Sambands dýraverndunarfélaga ís- lands, haldinn 27. nóv. 1966, samþykkir að senda viðkomandi yfirvöldum í Kanada bréf, þar sem lýst sé yfir eindreginni andúð sambandsins á veiðum selkópa við strendur Kanada, svo sem þær hafa verið framkvæmdar. Aðalfundur SDÍ, haldinn 27. 11. 1966, skorar á væntanlega stjórn að beita sér af alefli fyrir þ\'í, að útflutningur hrossa verði einungis leyfður með flugvélum og gripaflutningaskipum. Aðalfundur SDÍ, haldinn 27. 11. 1966, beinir þeirri áskorun til væntanlegrar stjórnar, að hefja skipulega upplýsingastarfsemi um baráttumál sam- takanna, — bæði í blöðum, útvarpi og sjónvarpi. Svo og að skipuleggja fjársöfnun um land allt til stuðnings fyrirhugaðri hjúkrunar- og lækningastöð. Aðalfundur SDÍ, haldinn 27. 11. 1966, felur vænt- anlegri stjórn að afla sem víðtækastra upplýsinga um aðbúð og líðan íslenzkra hesta erlendis og gera þær ráðstafanir til úrbóta, sem mögulegar reynast. Allar þessar tillögur voru samþykktar með at- kvæðum allra fundarmanna. Annars voru á fundin- um mikiar umræður, en engar deilur. Stjórnin gerði rækilega grein fyrir viðleitni sinni til að fá aukið fé til slarfsemi samtakanna og þá ekki sízt til hjúkrunar- og geymslustöðvar handa dýrum, en frá því máli hefur verið sagt aftur og aftur hér í blaðinu og stjórnin nýlega hafið áróður fyrir því við ríkisstjórnina, þó að engin endanleg svör hafi þar fengizt. Mun enn hertur róðurinn og einstakir J^ingmenn úr öllum stjórnmálaflokkum fengnir til að flytja málið á Aljaingi, ef ríkisstjórnin lætur það vindir höfuð leggjast. Þá var látin í ljós sú skoðun 78 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.