Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1966, Síða 3

Dýraverndarinn - 01.12.1966, Síða 3
Nauðnantarækt er talin arðluer ;iíviiniiiv«k^iir í afmælisblaði Dýraverndarans 1964 er löng grein, sem heitir Sauðnautin eru merkileg dýr. Þar er sagt frá einu tilrauninni, sem gerð hefur verið hér á landi til að koma upp sauðnautum. Þá er og all- rækilega fjallað um tilraun, sem gerð heftir verið í Alaska til að gera sauðnautin að húsdýrum, en hún var gerð að tilhlutun Vilhjálms heitins Ste- fánssonar. í vor kom hingað til íslands prófessor John J. Teal, sem gert hefur Jjessa tilraun. Lét hann vel af henni og taldi ekki ólíklegt, að ræktun sauðnauta gæti borið góðan árangur á íslandi, enda væri þá hagnýtt sú reynsla, seni þegar hefði fengizt í Alaska. Hvergi hefur verið skrifað á íslenzku eins ræki- lega um þessa tilraun og í Dýraverndarann, og vill ritstjórinn benda Jieim, sem áluiga hafa á sauðnaut- unum, gagnsemi Jaeirra og háttum, á greinina frá 1964. ;i fundinum, að nauðsynlegt mundi í framtíðinni, a® Samband dýraverndunarfélaga íslands yrði við- urkennt af Jnngi og ríkisstjórn sem svipaður aðili dýraverndarmálum — og Búnaðarfélag íslands og l'iskifélag íslands eru, livort á sínu sviði. Loks var samjjykkt að hækka verð Dýraverndar- ar>s í hundrað krónur árganginn. dýraverndarinn IHálihættír «8 dýr Út er komið nýtt málsháttasafn á kostnað Al- menna bókafélagsins. Það er mjög vöndtið bók, enda hafa þeir að henni unnið um alllangt skeið, Bjarni Vilhjálmsson skjalavörður og Óskar Hall- dórsson námsstjóri. í bókinni er fjöldi málshátta, Jjar sem fugla og ferlætlinga er við getið, og sýna málshættirnir greini- lega, hve dýrin hafa verið íslendingum hugstæð, bæði villt og tamin. Til gamans skulu hér nú birtir nokkrir af Jjeini málsháttum, sem í bókinni eru kenndir við dýrin. Enginn gerir dýrshorn úr hundshala. Af annars fjöðrum verður haninn feitastur. Allir hanar hafa kambinn. Svo er liestur, sem hann er hafður. Vinna fákar til fóðurs. Oft verður góður hestur úr göldum fola. Ekki deyr hestur, Jjegar hundur vill. Stolinn hestur hleypur bezt. Illt er að hafa hesta hug, en músar mátt. Hálft er lífið á hestbaki. Fleiri málshættir fjalla um Jjessi dýr, en nú kem- ur að hrafninum, og sá kernur víða við í máls- háttum: Seint flýgur krummi á kvöldin. Hart er lirafns brjóslið. Þyrpast hrafnar að hræjum. Það er krummanna að kroppa úr augun. Þá fer að harðna, Jjegar liver hrafninn kroppar augun úr öðrum. Hrafnar klekja út hröfnum. Krummar láta kólna mat, en konur eigi. Guð borgar fyrir hrafninn. Sjaldan kemur dúfa úr hrafnseggi. Krummi verður ei hvítur, Jjó hann baði sig. Sjaldséðir eru hvítir hrafnar. Það eru ekki allt hrafnar, sem krókinn hafa á nefinu. 79

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.