Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1966, Blaðsíða 10

Dýraverndarinn - 01.12.1966, Blaðsíða 10
HALLDIS MOREN VESÁS: Þegar langamma vai* lítil Höfundur þessarar sögu er eitthvert snjallasta ljóðskáld frænda okkar Norðmanna á síðasta ald- arfjórðungi. Hún yrkir á nýnorsku. Hún hefur rit- að ágætar barnabækur í óbundnu máli. Þessa sögu, sem liér birtist í þýðingu ritstjóra Dýraverndar- ans, skrifaði Halldís Moren Vesaas handa Norsku barnablaði, sem er eitt skemmtilegasta barnablað á Norðurlöndum. Faðir Halldísar Moren Vesaas er gamalkunnur hér á landi af sögum þeim, sem Helgi Valtýsson hefur þýtt. Af þeim er Stórviði kunnust. Þá er og bóndi hennar frægur maður, því að hún er gift stórskáldinu Tarje Vesaas, höfundi Klakahallarinnar, sem Almenna bókafélagið gaf út í fyrra í þýðingu Hannesar skálds Péturssonar. Allt í einu skein tunglið inn í dimma stofuna í Vík. Þar var allt hljótt, og eldurinn hafði verið falinn á arninum. Á arinhellunni lá kisi og steinsvaf. Nú vaknaði hann skyndilega. Það hlaut að liafa verið skyndi- birtan, sem vakti hann. Hann stóð á fætur, teygði sig og geispaði. Hann var dökkgulur á lit. Það var sem gneistaði af hverju hans hári í tunglsljósinu. Arinhellan hafði verið heit og notaleg, þegar kisi lagðist til svefns, en nú var hún orðin köld, og kald- ur steinn var ekki eftirsóknarverð hvíla. Átti hann nú ekki að læðast út í brenniskýlið og atliuga, hvort mýsnar hefðu ekki hert upp httgann og farið á kreik, þegar allt var orðið hljótt? Æi nei. Hann var í rauninni mjög vel saddur. Hann ætlaði þá heldur að skreiðast upp í rúmið hjá henni Kötu. Þar var þó alltaf hlýtt og hugnanlegt. „Mja-ál“ sagði kisi og steig út á bláa lunglskins- 86 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.