Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1966, Side 14

Dýraverndarinn - 01.12.1966, Side 14
Þarna er Tómas Tómasson framkvœrndastjóri, varaformaður S.D.Í. að gefa gœsum, sem hafast við á Reyhjavikur- tjörn. Þœr koma daglega að heimsækjaa hann og vitja gjafarinnar. ógurlega heitt — og svo varð hún þá líka óskaplega þreytt, lá við, að aftur rynni á hana ómegin. Hringjarahjónin viltlu endilega, að hún væri kyrr hjá þeim, en faðir hennar tók af um það. Móðir hennar mundi verða örvita af ótta, sagði hann. Já, ef til vill væri hún þegar orðin yfir sig komin af hræðslu. . . . Líka gæti verið, að eitthvað illt hefði komið fyrir heima, úr Jjví að barnið tók það til bragðs að flýja alla leið hingað. „Er nokkuð að henni mömmu Jnnni, Kata mín? spurði hann. En Kata svaraði ekki spurningu hans. Hún aðeins brosti, opnaði augun hálfsofandi og greip upp í andlit honum sóttheitri hendi. „Þetta ert þú, pabbi minn,“ hvíslaði hún ánægð. Hringjara-Imba fór úr pilsinu sínu. Það var sítt og vítt, því að hún var bæði há og gild. Hún gekk með það að arninum og vermdi það vandlega. Svo tók hún það og vafði því í flýti um nakinn líkama barnsins. Síðan kom Engilbert með hreindýrsfekl og sveipaði honum líka utan um Katrínu litlu. Hann var ekkert smáræði, böggullinn loðni, sem hann Níels tók í faðm sér. Hann sá hvergi neitt af Kötu litlu, faðirinn . . . Hann flýtti sér mjög að komast af stað, og hann Engilbert hringjari þreif byssuna sína af snaganum og fór út á hæla Níelsar. Ingibjörg stóð í dyrunum og horfði á eftir Jreim. Ennþá var hún æst og utan við sig og full af með- aumkun með Kötu litlu og foreldrum hennar. Það var svo sem ekki vísara en víst, að barnið lifði Jtetta af. Og Jjetta var eina barnið Víkurhjónanna. Vesa- lingarnir — ef Joað ætti nú fyrir að koma, að Jjau misstu hana! í fyrsta skipti á ævinni lá við, að hún Ingibjörg væri forsjóninni þakklát fyrir, að þau Engilbert voru barnlaus. En liún Katrín litla lifði Jjetta af og margt annað, sem á hana var lagt á hennar löngu lífsleið. Hún stóðst það allt með slíkri prýði, að hún varð meira en tíræð! 90 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.