Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1966, Síða 20

Dýraverndarinn - 01.12.1966, Síða 20
KINDURNAR HINAR Tvær stuttar frásagnir eftir Jóhann A. Pétursson bónda á Ásunnarstöðum í Breiðdal í Suður-Múlasýslu. Glæsa-Gibba Glæsa-Gibba er heimalningur. Hún er nú þriggja vetra gömul. Foreldrar hennar eru forustukindurn- ar Flekka frá Skriðuklaustri í Fljótsdal og Flekkur frá Selnesi hér í sveit. Þegar Flekka var tvævetla, átti hún tvö lömb, bæði glæsótt, hrút og gimbur. Gimbrin var svo smá, að segja mátti, að hún gæti staðið í lófa manns. Gibba litla var samt hraust og fjörug, en ekki þorðum við nú samt að treysta því, að hún gæti fylgt móður sinni yfir sumarið, og þess vegna ákvað kon- an mín að taka hana heim. Hún gaf hana svo Hilm- ari, syni okkar. Það sýndi sig brátt, að gimbrin hafði ekki skaða af skiptunum. Hún dafnaði mætavel, og kom það nú í ljós sem oftar, hve móðurhöndin hefur gott lag á því að líkna þeim smáu. Flestir heimaalningar ganga heima við meðan ævin endist, en svo er það þó ekki um Glæsu-Gibbu. Hún leitar til fjalla á sumrin, en samt skreppur hún heim, minnug góðs atlætis, og þá fær hún auðvitað mjólkursopa og brauðbita, og að sjálfsögðu vekja komur hennar fögnuð allra: „Hún Glæsa-Gibba er komin í heimsókn, — hún er hérna með lambið sitl við túnhliðiðl" En hún fer fljótt aftur. Hún unir sér bezt í faðmi fjalla og heiða, meðan þar er vært fyrir Vetri kóngi. Mér dettur í hug, að þar komi til innst í eðli lienn- ar hvöt forustukindarinnar til að lifa frjáls við brjóst náttúrunnar, meðan þess er kostur. Ég sendi hér með Dýraverndaranum til birtingar myndir af Glæsu-Gibbu og eiganda hennar. Mynd nr. ] sýnir hana nýborna í fyrsta skipti, — en eigand- inn, Hilmar litli, situr undir svörtum hrút. Mynd 2 sýnir nýfætt ærefni, sem vekur ánægju og aðdáun, og á mynd 3 sést Glæsa-Gibba leggja af stað til fjalls, þykir ærefnið litla vera orðið til þess liæft að skoppa á hnjótum og grjóti hlíðar og lieiða, enda varð sú raunin. Píla Vorið 1965 mun flestum í fersku minni, að minnsta kosti öllum okkur, sem stundum sauðfjár- 96 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.