Dýraverndarinn - 01.02.1973, Blaðsíða 4

Dýraverndarinn - 01.02.1973, Blaðsíða 4
A dýradag 1973 (ÁVARP) I>að er ánægjulegc að eiga þess kost að koma á almennan fund ís- lendínga, karla og kvenna, og helg- aður er skyldustu sambýlíngum okkar, sem voru í fylgd okkar og föruneyti þegar við bárumst híngað fyrst, og hafa andað að sér sama lífslofti og við alla stund sem land- ið hefur verið bygt. Því er ekki að neita að Íslendíngar hafa laung- um verið nokkuð harðbrjósta gagn- vart skepnum, þó undantekníngar frá þeirri reglu séu margar, enda stundum hafðar í frásögum sér- staklega. Því má ekki gleyma að gömlu konurnar okkar höfðu svo næman skilning á því að kýrin væri fóstra mannkynsins, að margar þessar konur, þarámeðal þær sem ólu mig upp, nefndu aldrei kú án þess að blessa hana um leið; og það var áreiðanlega íslenzk kona sem fyrst gaf kúnni sinni nafnið Ljómalind. Leingst var reynt að halda lífinu í kúnni, þó aðrar skepnur horféllu fyrir augum okk- ar á íslandi; en um leið og kýrin var fallin þá var líka röðin komin að börnunum. Ný kynslóð í landi hefur tilhneigíngu til að finna ný- ar aðferðir í harðneskju við þessa vini okkar sem geta ekki skrifað í blöðin og kvartað undir nafninu „þriggjabarnamóðir". Nú beitum við horfé okkar á þjóðvegi lands- ins á vorin, jafnvel á steyptar hrað- brautir, til að sýna hvílíkir fyrir- myndar sauðfjárræktarmenn við er- um. Af hestinum okkar er það að segja, að hann bar laungum tignar- heitið „þarfasti þjónninn". Ef hann hefði fleiri fíngur en þennan eina hóf sinn, og gæti haldið um penna og skrifað undir nafninu „einstæð kona í vesturbænum", þá væri fróð- leg: að lesa eftir honum sögu úti- gangshestsins á íslandi. Ég heyrði tvo menn í fyrra segja glefsur úr veraldsrsögu þarfasta þjónsins á ís- landi í útvarpinu: annar sagði á- grip af veraldarsögu íslenzka úti- gángshestsins; hinn var gamall maður og sagði sem sjónarvottur af íslenzkri aðferð við aflífun hesta. Þetta voru með ófegurri textum sem ég hef heyrt á íslandi. Nú höf- um við hestamannafélög sem sum- ir kalla hrossakvalarafélög. Það er ömurleg sjón að sjá íslenzkan drykkjuaumíngja skæla undir sér hest, að minnstakosti sjón sem hvergi sést á jarðríki annarsstaðar en hér. Ég er nýkominn úr hálfs árs dvöl í Evrópu, við bjuggum mest- an part í Sviss. Landhelgisdeiluni heyrði ég varla nokkurn mann nefna í Evrópu. En þegar fólk vissi að ég var Íslendíngur, var ég oft spurður af bráðókunnugu fólki: Hversvegna vilja Íslendíngar endi- lega drepa besta vin mannsins? Ég sagði stundum að „Húsmóðir fyrir austan fjall" og „Þriggjabarnamóð- ir í Vesturbænum" skrifuðu í blöð- in að hundar skitu á göturnar. Þær hljóta að vera koprofílar, sagði einn maður. Hvað er að vera koprófíll? Koprófílí er geðbilun sem lýsir sér í því að sjá umfram alt saur í hverjum hlut og geta ekki hugsað, talað né skrifað um annað. í Sviss sást aldrei skrifað um hundaskít í blöðin, eru þó sviss- lendíngar ein þrifnasta þjóð heims; þar sjást yfirleitt aldrei óhreinindi DÝRAVERN DARI NN 4 J

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.