Dýraverndarinn - 01.02.1973, Blaðsíða 15

Dýraverndarinn - 01.02.1973, Blaðsíða 15
ræða finnur hún það oftast án þess að bíða bana af. Þá lítur hún ekki við því oftar. Oft varar hún aðrar við með því að ganga yfir það örna sinna. Ótrúlegar sögur eru til um gáf- ur rottunnar. Meira að segja virðist stundum sem rottan uppfylli skil- greiningu mannfræðinga á hugtak- inu maður: verkfærasmiður. C. A. W. Monckton dómari á Nýju Gín- eu segir svo frá, að nótt eina hafi hann eytt á kóralrifi í Trobriand eyjaklasanum. Honum varð ekki svefnsamt fyrir ægilegum rottu- gangi. Næsta morgun varð honum leitun að nokkru sem rottustóð gæti lifað á. Rifið var hrjóstrugt. Þar sást ekkert af ávöxtum, hnetupálm- um eða skordýrum einu sinni. „Þá sá ég" segir Monckton „nokkrar rottur við brún rifsins. Þær voru mjóslegnar og virtust hungraðar. Rófurnar á þeim voru bleikar og þrútnar. Á brúninni höfðust allmargar rottur við. Róf- urnar létu þær lafa í sjóinn. Skyndilega tók ein þeirra undir sig gríðarlegt stökk. Það hefur áreiðanlega verið metri. Þegar kom niður sá ég að krabbi hékk á róf- unni. Rottan sneri sér við í hend- ingskasti og reif krabbann í sig. Svo hvarf hún aftur til samastaðar síns á brúninni. Hinar rotturnar áttu í sama." En hafi mannkynið orðið að þola rottunni sitt af hverju fær hún líka að gjalda sambúðarinnar. Veiðiaðferðir hafa frá ómunatíð verið með ótrúlega grimmilegum hætti. Nýjasta tiltæki mannsins er þó einna viðbjóðslegast. Hann hef- ur ræktað hvítingsafbrigði villi- rottunnar - hvítu rottuna. Á henni eru prófuð ný lyf og læknisaðferð- ir. Hún verður að þola allt það sem á að hlífa sjúklingum við. Hún er brennd til þess að hægt sé að lækna brunasár mannsins. Hún er skorin til að kanna lost og blóðmissi. Hún tekur á sig þjáningu tiLraunanna sem efla óvin hennar og sambýling - manninn. Nýtt mannúðlegt rottueitur á markaðinn Drepur aðeins rottur Nú er nýtt rottueitur komið á markaðinn fyrir nokkru. Það virð- ist vera bezta aðferð gegn rottum, sem um getur síðan flautuleikarinn pípti rotturnar út úr Harlem. Það vinnur aðeins á rottum. Engum öðrum dýrum verður meint af því. Enginn veit ennþá hvers vegna. Ein rotta á íbúa Tveggja ára tilraunatími leið áð- ur en efnið var sett á markað í Bandaríkjunum. Þann tíma átu mýs, hundar, kettir, kanínur, hænsni, hestar, nautpeningur, svín, kindur og apar efnið án nokkurra óþæginda. Rottur stráféllu hins vegar. Efnið norbrómíð er blandað ÖÝRAVERNDAKINN 15

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.