Dýraverndarinn - 01.02.1973, Blaðsíða 22

Dýraverndarinn - 01.02.1973, Blaðsíða 22
kom þó tvisvar fyrir, að þú stanzaðir í ófærð með þungt hlass. Hafðir í bæði skiptin sprengt klafaólina og skildir, að nauðsyn var að stoppa. Værum við einir á ferð, kom það stundum fyrir, eftir að ég hafði kynnzt kostum þínum, að ég brá beizlistaum- unum undir aktygisólarnar og lét þig halda áfram, eins og þér hentaði, ef ég sá eitthvað í nánd, er vakti athygli mína og mig Iangaði að skoða. En það er margt, og ekki ávallt merkilegt, sem vekur athygli forvitinna stráka. Oft margt á margfarinni leið, óskoðað eða vanskoðað. En fyrir kom, að ég var að prófa þig, Bleikur minn, til að ganga úr skugga um, hvaða útúrdúra ég mætti leyfa mér, og fylgdist þá vel með þér. Og þó að girnilegur grastoppur væri við veginn, léztu aldrei freistast, nema jafnslétt væri út af veginum. Þú varst dásamlegur hestur, með óvenju- leg skapeigindi og vit. I mjúlkurflutningunum sammæltum við okkur oft, póstar Suður- og Norð- urness, til þess að geta masað saman á leiðinni, værum við jafnaldra. Annars ekki. Gengum við alltaf saman með hestinum, sem á undan var. Og þig hafði ég alltaf á eftir, því að ég vissi, af fenginni reynslu, að óhætt var að láta þig fara einan. Þú varst óhræddur við skellirokka bíla þess tíma og vékst allt- af rétt, hvort sem þeir komu á eftir þér eða móti. En annars varstu oftast á miðjum veginum. Oft kom það fyrir, að þú drollaðir nokkuð og dróst aftur úr, sérstaklega í góðu veðri. Þú varst sjálfsagt á þinn hátt að njóta tilverunnar. Nú, og stund- um þurftirðu auðvitað að stanza til að kúka og pissa, og gafst þér oftast góðan tíma til þess. En þætti mér bilið vera orðið fuillangt, og sneri til móts við þig, þá komstu alltaf brokkandi móti mér, og skipti engu þótt þú værir með fullan vagn móti brekku. Og þeg- ar þú komst þar, sem ég beið þín, ef ég þá beið þín, þá ýttirðu oft léttilega við mér og hnipptir svolítið í mig. Ekki veit ég, hvort þú varst að biðja mig afsökunar á slórinu. En stundum taldi ég mér trú um, að ég hefði séð glampa glettni í fallegum augum þín- um. Mjólkina losaði ég á Laugaveg 21. Þá spennti ég þig alltaf frá vagninum og gaf þér tuggu að una við, meðan ég var að losa brúsana. Síðan fórum við upp í portið við Vegamtóastíg, því að þar var vatnsþró. Og meðan ég rak er- indi ýmsra Pétra og Pála, eins og mjólkurpósta var venja, beiðst þú í portinu, við vel útilátinn heyskammt, og lagðist þá gjarna við heyhrúguna til að hafa það sem þægilegast. En ónotalega brá mér eitt sinn, er ég hafði Iosað brúsana, og kom út til að fara með þér upp í port, en bæði þú og heypokarnir voru horfnir. Það hafði aldrei komið fyrir, að þú færir til að skoða þig um í borginni. Og þú hafðir ekki einu sinni litið hornauga til girnilegustu útstillinga í búðargluggum. Ég hafði ekki orðið var við, að þú hefðir snefil af áhuga á öðru hér en hinu frískandi Gvendar- brunna vatni, og svo auðvitað brauðinu, sem er hverjum hesti girnilegt. Ég botnaði því ekkert í hvarfi þínu. Og hvarf heypokans var næstum enn dul- arfyllra. Auðvitað var ekkert óeðlilegt, þótt fagurfext hryssa hefði hrifið þig. En það var alveg fráleitt, að heypokinn hefði orðið ástfanginn og hlaupizt brott í ævintýraleit. Ég var því í öngum mínum, og komst helzt að þeirri gáfu- legu niðurstöðu, að fífldjarfur hesta- þjófur hefði stolið þér og pokanum. Ég ranglaði niður Laugaveg til að skyggn- ast eftir þér. Langt gat hann ekki verið kominn, þorparinn, því að enginn myndi teyma þig burtu á stökki. En auðvitað gat hann farið í öfuga átt við mig. En hamingjan góða. Hann hefur þó ekki farið með þig í sláturhúsið? Spurði ég sjálfan mig. Það myndi fást mikið fyrir svona stóran hest. Og svo tók ráðvilltur strákur sprettinn niður í Sláturhús með kreppta hnefa til að lumbra á fantinum. Já, sá skyldi nú fá rækilega á baukinn. En enginn hafði komið með bleikan hest í sláturhúsið. Og nú rann mér móðurinn og ákvað að fara til lögregl- unnar, og lagði þegar af stað. En þá var því eins og hvíslað að mér, að þú værir í portinu, svo að ég hljóp sem fætur toguðu þangað, fullur, bæði kvíða og vonar. Og í portinu Iástu hinn rólegasti og gæddir þér á góðu heyinu, sakleysið sjálft uppmálað. En hvernig lá í þessu? Ekkert þýddi að spyrja þig, þótt við værum góðir vinir. En mig fór að gruna margt. Þú hafðir oft opnað hliðið á túngarðinum á Skógtjörn, þegar þig langaði í ið- græna töðumáltíð innan hans. Þú opn- aðir einnig útihurðina heima og hneggjaðir inn eftir brauði eða öðru góðgæti til tilbreytingar. I rauninni varstu talsverður sælkeri og vissir vel, hvað þú máttir leyfa þér. Ég ákvað því að hafa gát á þér dag- inn eftir og hafði dyrnar opnar, með- an ég var að tæma brúsana og gaf þér hornauga í laumi. Þú fiýttir þér með tuggu, sem ég gaf þér, beizt síðan í pokann og labbaðir með hann upp í port, fékkst þér að drekka, tókst svo pokann og lézt hann detta, þar sem þú vildir njóta innihaldsins, hristir þig lít- illega, fretaðir kröftuglega, eins og þú gerðir iðulega, jafnvel þótt hefðarborg- arar gengju hjá. En siðir eru misjafn- ir. Og það sem er ókurteisi á einum stað, kann að vera kurteisi á öðrum. Og kannski voru drynjandi fret fáguð kurteisi á hestavísu? Og þar sem þú iðkaðir þetta, taldi ég það í rauninni alveg víst. En hvað, sem því líður, beiztu nú í botn pokans, og með snöggum rikkjum hristir þú úr hon- um heyið á svolítinn sólskinsblett. Og það var ekki hending, því að það gerð- irðu, þegar nokkur sólskinsbletmr var í portinu. 22 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.