Dýraverndarinn - 01.02.1973, Blaðsíða 16

Dýraverndarinn - 01.02.1973, Blaðsíða 16
í beitu og selt undir vöruheitinu Raticare. Opinberir aðilar vestra hrósa því á hvert reipi. í Banda- ríkjunum er áætlað, að ein rotta sé á hvern íbúa. Rottum fjölgar hratt: kvendýr getut átt afkvæmi með tuttugu og tveggja daga fresti. Hún getur átt eitt þúsund og fimm hundruð afkomendur eftir árið, ef allt kemst á legg. Vestra er áætl- að, að hver rotta éti og eyðileggi matvöru fyrir tuttugu og fimm dollara á ári. Það er samanlagt meðalframleiðsla hundrað þúsund bóndabýla. Rottan nagar sig gegn- um timbur, málm og steinsteypu. Hún ræðst á íbúa fátækrahverf- anna, einkuin börn. Hún kostar Bandaríkjamenn yfir billjón doll- ara á ári. Paul Friggens segir svo frá í neytendaskýrslu Reader’s Digest: „Nýlega fylgdist ég með tilraunum á nýju rottueitri. Það var í rann- sóknarstöð McNeil Laboratories Inc. Hún er rétt fyrir utan Phila- delphia. Þar er efnið Raticate fram- leitt. Fyrst lét ungur vísindamaður sex rottur og sex mýs éta fimm milligramma skammt. „Taktu eftir eyrunum á þeim", sagði hann. Efdr sjö mínútur sá ég bleik eyr- un náfölna. Þremur mínútum síð- ar tók fyrsta rottan skyndilega dauðakippi og valt um. „Þessi rotta varð fyrir miklum samdrætti á æðum og hjarta" út- skýrði vísindamaðurinn: „Hún varð fyrir losti. Líffærin fengu ekki nægilegt blóð og útlimirnir föln- uðu." Nú voru tvær aðrar rottur farnar ar að fölna. Lyfið verkaði á hjarta og æðakerfið í þeim. Onnur rottan lá í valnum innan fjórtán mínútna. Þegar tuttugu og þrjár mínútur voru liðnar voru allar sex dauðar. Mýsnar voru enn á stjái. Það voru þær enn nokkrum klukkutímum seinna. Oruggasta og fljótvirkasta eitrið. Kansas City var fyrsta borgin, sem gerði tilraun með Raticate í stórum stíl. Tuttugu og þrjár til- raunir voru gerðar. Niðurstöðurnar sýndu árangurinn í iðnaðarhverf- um, verzlunarbyggingum í mið- borginni og ræsakerfi frá mið- stéttaheimilum. (Með tilkomu rusl- kvarna í eldhúsvöskum hafa mörg bandarísk heimili breytt aðferðum sínum við sorplosun. Kjöt- og grænmetisafgöngum er í miklum mæli skolað niður um vaskinn. Þess vegna hefur rottugangur stóraukizt í ræsum úthverfanna.) í Kansas City reyndist meindýraeyðum Rati- cate öruggasta og fljótvirkasta eit- ur, sem þeir höfðu séð. Meindýraeyðarnir beittu Raticate með þrennu móti: í hamborgara- bitum, plastmassa á stærð við syk- urmola og grænni froðu úr sprautu- brúsa. Froðan var ekki óáþekk rak- kremi og með hnetusmjörsbragði. Flestar tilraunir sýndu allt að 100% beitunýtingu eftir því sem mælingum var komið við. Minni beitunýting virtist helzt stafa af ofbeitingu eða slælegum vinnu- brögðum. í íbúðarhverfunum voru ræsin næstum iðandi af rottum. Eftir að Raticate hafði verið notað, mátti skófla upp dauðum skrokk- unum. Aðeins fimm milligrömm. Velflestar tegundir rottueiturs verka hægt. Einn skammtur dugar oft ekki til. Og finni gömlu rott- urnar til eiturverkana, aðvara þær allt samfélagið. Þess vegna verður beitunýtingin oftast ekki nema 20%. Af Raticate þarf ekki nema fimm milligramma skammt. Ekki lítur út fyrir, að rotturnar vari hver aðra við. Tilraunir annarra borga - New York, Boston, Los Angeles, Phila- delphia, St. Louis, Dallas, Milwau- kee og margra annarra — staðfesta reynslu Kansas City. Eitt af stærstu kornskemmufyrirtækjum Banda- ríkjanna varð fyrir alvarlegum skemmdum af rottugangi í mið- vesturríkjunum. (Rotta spillir ná- lega tíföldu því, sem hún étur). Eftir að allar tiltækar tegundir eitr- unar höfðu verið reyndar, settu meindýraeyðar upp 375 tilrauna- beitur af Raticate. Þrátt fyrir að rotturnar væru þegar farnar að taka beitu með nokkurri varúð, varð nýtingin allt að 100%. Til- arunin tókst mjög vel. Sennilega verður Raticate bezt 16 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.