Dýraverndarinn - 01.02.1978, Side 11
arhverfum. Þar er að finna mikil-
vægasta kennslutækið, þ. e. gang-
stéttarbrúnina. Hundurinn þarf að
læra að stansa við allar brúnir og
ganga eftir skipun ýmist hægra-
eða vinstra megin.
Það er alltaf eftir skipun herrans
þegar hundur fer yfir á grænu ljósi
en er ekki ákvörðun hundsins.
Hundurinn er litblindur. Herrann
gefur skipun um að fara yfir þegar
hann heyrir engin bílahljóð. Samt
er það hlutverk hundsins að ansa
ekki ef hann samt sér bíl nálgast.
Þessar æfingar eru endurteknar á
umferðasvæði San Rafaels, í vers!-
unarhúsum, á skrifstofum, í lyftum
og triippum. Og að lokum í stór-
borgarumferð San Fransisco. Eftir
það fer þjálfarinn með bundið fyr-
ir augun í þessa þraut og standist
hundurinn hana er hann tilbúinn
fyrir blinda herrann. En blindi mað-
urinn þarf líka að vera tilbúinn að
taka blindrahund. Miðað er við 16
ára aldur og eðlilegan þroska. Þeir
fara líka í Campus til að læra eftir
að umsjónarmaður hefur athugað
bæði manninn og heimili hans.
Hinir blindu borga ekkert fyrir
hunda og ekkert fyrir þjálfun þeirra
DÝRAVERNDARINN
né sína eigin kennslu. Þeir eru
bara umsjónarmenn. Eigandi hund-
anna er áfram Campus.
Aldrei fara fleiri en 16 menn og
hundar á námskeið. í 28 daga búa
þeir í 2ja manna herbergjum með
girtu svæði fyrir hundana. Þessi
breyting er mun léttari fyrir hund-
ana. Nú fá þeir lokisns það sem
hundunum er kærast, einn mann
sem þeir geta gefið athygli sína og
ást.
Fyrst er hinum blindu mönnum
kennt að beisla hundana og það
hefst sama æfingin og fyrir hund-
ana áður. Blinda fólkið fer tvennt
og tvennt saman út í umferðina og
þjálfarinn gengur fyrir aftan þau.
Þessi þjálfun er eins og sú fyrri og
endar í stórumferð San Fransisco.
Eftir 4 vikur eru maður og hundur
orðnir færir um að fara einir en
hið endanlega samspil næst ekki
fyrr en að öðrum 4-6 vikum liðn-
um, heima hjá blinda manninum.
Við lokaathöfnina eru hundarnir
formlega afhentir.
Um 3000 pör manna og hunda
hafa verið útskrifuð síðan „Guide
Dogs for Blind" var stofnað árið
1942. Blindrahundur getur að jafn-
aði starfað í 8 ár, en sumir í allt að
12 ár. Ef sá blindi er vel stæður
getur hann haldið hundinum áfram
en fengið sér annan til að „vinna".
Þriðji nemendahópurinn í San
Rafael eru þjálfarar eða kennarar.
California er eina ríkið sem hefur
sérstaka löggjöf varðandi þjálfunar-
kennslu fyrir blindrahunda. Þriggja
ára verkleg vinna er skilyrði. Vinn-
an hefst með því að hinn væntan-
legi þjálfari lifir í 2 vikur með