Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1978, Qupperneq 41

Dýraverndarinn - 01.02.1978, Qupperneq 41
Félag áhugamanna um dúfur Stofnað hefur verið í Kópavogi félag áhugamanna um dúfnarækt. Ritnefnd hafði samband við gjald- kera félagsins, Ara Þórðarson, og spurði hann lítillega frétta af þess- ari félagsstofnun. Hann sagði að félagið hefði verið stofnað þann 10. desember 1977 og núna væru í því 26 félagar. Flestir þeirra ættu dúf- ur, en þó ekki allir. Tilgangur félagsins væri að sam- eina dúfnaáhugamenn í Kópavogi, gefa ráðleggingar um meðferð dúfnanna og fræða félagsmenn um „Hfijarinn", eða Stéldúfan, eins og hún er oftast kölluð á íslensku, er mjög glcesileg dúfa ef hún fœr rétta umhirðu. Þið, sem byggið dúfnahús og eigið dúf- ur, gerið miklar kröfur til góðs hús- næðis og rétts fóðurs, og gætið þess að hafa ekki of margt í húsinu. Þið fáið það margfaldlega launað t heilbrigðari og fallegri dúfum. DÝRAVERNDARINN þær. Einnig er það á stefnuskrá fé- lagsins að koma upp um dúfna- þjófa, en því miður er talsvert um slíkt. Félagið gefur út blað og hefur það komið út þrisvar sinnum síðan félagið var stofnað. Félagsmenn eru allir frekar ung- ir að árum eða frá tíu til sextán ára. Þó er einn fullorðinn maður með þeim í félaginu. Það er Valde- mar Sörensen, sem hefur stundað dúfnarækt í áratugi og ætíð verið ólatur að sína börnum og ungling- um dúfurnar sínar og gefa þeim góð ráð. í stjórn Félags áhugamanna um dúfur í Kópavogi eru: Stefán Bragi Sigurðsson formaður, Ari Þórðar- son gjaldkeri, Sigþór Þórarinsson ritari og meðstjórnendur eru Guð- brandur Garðarsson og Halldór Halldórsson. Dýraverndarinn óskar hinu nýja félagi til hamingju og vonar að það verði dúfum og dúfnaeigendum til góðs. ]. S.

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.