Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1978, Blaðsíða 5

Dýraverndarinn - 01.02.1978, Blaðsíða 5
að þakka hinum nýju trúnaðar- mönnum sambandsins um land allt. Trúnaðarviannakerfið í síðustu ársskýrslu var skýrt frá því að byrjað væri að koma á fót trúnaðarmannakerfi fyrir S.D.Í. um land allt. Var öllum oddvitum landsins ritað og þeir beðnir að tilnefna trúnaðarmann fyrir S.D.I. í sínum hreppi. Er svarbréf hafði borist frá viðkomandi oddvita var hinum nýja trúnaðarmanni ritað og honum send ýmis gögn, svo sem dýraverndunarlögin, búfjárræktar- lögin, lög um fuglaveiðar og fugla- friðun, lög S.D.Í. og árgangur 1976 af Dýraverndaranum. Fylgdi með þessu áskriftarlisti fyrir blaðið og trúnaðarmaðurinn beðinn að kynna blaðið í heimabyggð sinni og út- vega blaðinu áskrifendur. Margir trúnaðarmannanna brugðust skjótt við þessari bón og hafa áskrifenda- listarnir verið að berast allt árið. Ekki hefur heldur skort á hlýleg bréf og árnaðaróskir blaðinu til handa. En trúnaðarmannakerfið hefur sannað ágæti sitt á margan annan hátt. Strax á þessu fyrsta ári hefur það komið í ljós hve gott það er fyr- ir samtök um dýravernd að eiga slíka hauka í horni um land allt sem trúnaðarmennirnir eru. Nú eru þeir nokkuð á annað hundrað. Eng- in sýsla er án þess að þar séu nokkr- ir trúnaðarmenn starfandi. Þannig að ef hittist þannig á að leitað er til S.D.Í. vegna máls í hreppi sem enn er án trúnaðarmanns er ævin- lega hægt að leita til trúnaðarmanns í nálægum hreppi. Samskipti stjórnar S.D.Í. við trúnaðarmennina hafa öll verið mjög jákvæð og einnig leita þeir oft til stjórnarinnar að fyrra bragði. Það er mikil vinna að halda svona kerfi í horfinu, en gagnið sem er af því er ómetanlegt og svo mikils virði að það má ekki leggj- ast niður. Símsvarinn Símsvarinn hefur verið í notkun á sama hátt og áður. S.l. ár svöruðu Sólveig Theodórsdóttir og Sigfríð Þórisdóttir fyrir sambandið. Nú vísar símsvarinn á síma Dýraspítal- ans, dýrahjúkrunarkonurnar Sig- fríðar og Jórunnar Sörensen. Þetta er liður í þeirri samvinnu sem er á milli hjálparstöðvarinnar sem nú er rekin í Dýraspítalanum og dýra- verndunarfélaganna. R íkisstyrkurinn Að sjálfsögðu var knúið dyra hjá hinu háa Alþingi og beðið um hærri fjárveitingu til handa S.D.Í. An árangurs að þessu sinni. Miklar athugasemdir verða ekki gerðar við þessa neitun hér, en þetta er bara einn liðurinn í þeirri lítilsvirðingu sem dýrum og dýravernd er sýnd af ráðamönnum landsins. Skattfrjálsar gjafir Ríkisskattstjóra hefur verið ritað og beðið um að þeir er gefi S.D.Í. peningagjafir fái að draga þær frá tekjum sínum á skattframtali. Minningarsjóði tæmist arfur í vörslu S.D.Í. er minningarsjóð- ur sem ber heitið: Minningarsjóð- ur Guðrúnar Guðfinnu Þorláks- dóttur Schram. Sjóð þennan stofn- aði eiginmaður Guðrúnar er hún lést fyrir rúmum 25 árum. Þau hjónin höfðu gert með sér erfða- skrá og ákvað Gísli að hlutur Guð- rúnar skyldi renna i þennan minn- ingarsjóð er hann dæi. Hjón þessi voru barnlaus og voru ákaflega miklir dýravinir. Gísli Björnsson lést snemma áárinu 1977, þá orðinn mjög aldraður eða rúmlega 100 ára. í þennan minningarsjóð runnu þá allmiklar eignir. M. a. var húseign seld og var Reykjavíkurborg kaup- andi. Nokkuð af andvirði hennar var greitt með skuldabréfum. En þegar allt er upptalið og skuldabréf- DÝRAVERNDARINN 5

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.