Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.10.1995, Síða 6

Stúdentablaðið - 01.10.1995, Síða 6
6 F R E T T I R Nestisaðstöðu verður ekki komið upp í Bókhlöðunni Háskólastúdentar hafa 'tjajjnrýnt einknm tvennt í rekstri Þjóðarbókhlöðu, stuttan opnunartíma ojj aðstöðuleysi jýrir þá jjesti bókhlöðunnar sem kjósa að smyrja eijjið nesti í skólann. Stúdentablaðið innti landsbókavörð eftir því hvort ráðstafanir vejjna nestismála v&nt á döfmni. F O L K Ný stjórn Hreyfimyndafélagsins Nýlega var ný stjórn Hreyfi- myndafélagsins skipuð en hana skipa tveir gamlir refir úr kvikmyndabransanum, Ottó Geir Borg bókmenntafræðinemi og Þorsteinn Þorsteinsson hag- fræðinemi. Nýr í stjórn kemur Skarphéðinn Guðmundsson sagnfræðinemi. Framkvæmdahópur skipa&ur vegna stofnunar Hollvinasamtaka Hópur timm valinkunnra ein- staklinga hefur verið myndaður til að undirbúa stofnun Holl- vinasamtaka Háskóla Islands að frumkvæði Stúdentaráðs. Sam- tökin verða formlega stofnuð á hátíðisdegi stúdenta 1. des- ember n.k. I hópnum eru Guðrún Erlendsdóttir hæsta- réttardómari, Sigmundur Guð- bjarnason prófessor, Skúli Helgason útvarpsmaður og framkvæmdastóri I’jóöarátaks- ins, Lára Margrét Ragnarsdóttir alþingismaður og Friörik Páls- son forstjóri. Einar Sigurðsson landsbóka- vörður segir að það standi ekki til að koma upp aöstöðu fyrir gesti safnsins til að boröa nestí sitt. Hann telur aö stúdentar viö Háskólann geti ekki haft ríka ástæðu til að fara fram á slíkt. Starfsemin miðist við að fullnægja megi þörfum gesta fyrir mat og drykk í veitingastofu safnsins. Einar segir ennfremur að því miður gangi ekki upp að leyfa fólki að setjast með nesti sitt í veitingastofunni. Hann bendir aftur á mótí á að verð í veitingastofiinni sé með því lægsta sem gerist og þannig sé m.a. komið til móts við háskólastúdenta. I’eim sé auk þess veittur 20% afsláttur gegn framvísun stúdentaskírteinis. Þessi hagstæðu kjör telur hann hafa verið vel þegin enda séu þau miðuð við það að gestir sýni þá tillitssemi að virða reglur safnsins um að bera ekki með sér mat og drykk inn í húsið. Matur og drykkur flóandi um allan Hóskóla „Við höfum mikið velt fyrir okkur matar- og nestismálum í samhengi við önnur umgengnismál í hlýlegu og fallegu vinnuumhverfi hér í safninu ,” sagði Einar í spjalli viö Stúdentablaðið. „Málið er að mér skilst að matur og drykkur sé flóandi um allan Háskólann og valdi þar verulegum vandræðum. I'að væri hrikalegt að eitthvað slíkt gerðist í þessari byggingu.” Landsbókavörður segir ekki mikið um það fólk taki mat með sér inn í safnið. Það komi þó fyrir og liðfáir starfsmenn safnsins reyni að hafa eftirlit með ströngu banni við neyslu matar og drykkjar í safninu. Einar telur óraunhæft að stjórnendur og starfsmenn Landsbókasafns leysi þann vanda að sjá stúdentum fyrir aðstöðu þar sem þeir getí borðað nesti sitt. „Nestismálin verða ekki leyst í byggingu sem þessari,” sagði Einar. „Miklu fremur þyrfti að koma upp sameiginlegri aðstöðu fyrir Háskólann á góðum stað sem tæki á þessari knýjandi þörf.” Komið til móts við stúdenta Að mati Einars er reynt með ýmsu móti að koma til rnóts við þarfir háskólastúdenta. Safnið leggi mikió upp úr því að gestir geti varðveitt eigur sínar á tryggan hátt, rn.a. í læstum geymsluhólfiim. Þá segir Einar að safnió kosti því tíl að halda uppi vaktaðri fatageymslu notend- um að kostnaðarlausu. Þjónusta er veitt án endurgjalds og jafnvel þótt safnið sé knúið til að taka upp sölu á lánþegaskírteinunr um næstu áramót verði stúdentar með öllu undanþegnir þeirri gjaldtöku. Kappsmól að tryggja góða umgengni Landsbókavörður segir að líta verði á Bókhlöðuna sem þjóðarverð- mæti. „Okkur er kappsmál að vel sé um hana gengið og við viljum að stúdentar og aðrir hafi hugfast hvernig stofnun Landsbókasafn Islands - Háskólabókasafn er. Safnið er ekki fyrst og fremst lestraraðstaða eins og margar af lesstofunum í Háskólanum. Styrkur safnsins liggur öðru frernur í gögnum þess, tæknivæðingu og aðgengi að margvíslegum upp- lýsingum. Safnið setur sér hærri staðal um umgengni og yfirbragð en gerist um einfaldara og ódýrara lestrarhúsnæði.” Einar bendir á að mikið sé lagt upp úr góðu sambýli hins verðmæta þjóðbókakosts og bókakosts sem einkunr nýtist háskólamönnum. Hann segir að varðveisla ritakosts á hinum opna hluta safnsins sé tryggð eftir föngum með sérstöku öryggiskerfi. FRETTAVIÐTAL Hernaðarástandi aflétt og Námsráðgjöfm niður á Torg Stbl,:,yAfhverju er Námsráðjjjöfm farin af Háskólasvieðinti ojj niður á Lœkjartorjj?x Acta: „Það er buið að vera mjög þröngt um okkur um leið og þessi starfsemi hefur \veriö í mikilli þróun og eftirspurn hefur aukist gríðarlega frá ári til árs. Við höfurn verið með um fjögur þúsund viðtöl á ári í fjörtíu fermetra húsnæði í Aöalbyggingu. I j þessum fjörtíu fermetrum hafa verið sex starfsmenn og þegar nemar í nánisráðgjöf hafa verið hjá okkur höfum við tíðum verið níu. Það er búið aö gefa okkur grænt ljós á að við fáum bætta aöstöðu innan Aðalbyggingarinnar en það dregst fram á vor, sem er heilt kennsluár fyrir okkur. Við gátum ekki starfað við þessi skilyrði lengur. Þá var það að við reyndum að fikra okkur j áfram og leita lausna. Okkur datt í hug að ! hafa samband við Landsbankann, sem hefur að stórum hluta sama skjólstæðingahóp og við, námsfólk og ungt fólk. A þeim nótum tókst okkur að sýna fram á að þeir gætu lagt þessu fólki lið með því að leggja Námsráðgjöfinni lið. Þeir lána okkur þetta húsnæði endurgjaldslaust um sinn. Við vorum líka búin að taka ákvörðun um það á síðasta ári að þar sem við erum svona fámenn þá yrðum við annað hvort að breyta um vinnuaðferðir eða synja ákveðnum fjölda um þjónustu. I stað þess að gera það ákváðum við að taka við fleira fólki en veita þeim annars konar þjónustu. Þá eigum við við að við munum liðsinna fólki rneira á hópgrundvelli. Ef það kemur í Ijós að fólk vil! meira en þaö fær út úr hópráðgjöfinni getur það komið í einstaklingsviðtöl í kjölfar hennar. Nú er dagsáætlunin hjá okkur þannig að á morgnana erum við með einstaklingsviðtöl, sem fólk bókar fyrirfram en alla daga frá eitt til fjögur erum við með opinn fyrirspurnatíma, þar sem fólk getur ýmist hringt inn og þá er námsráðgjafi við símann, eða það getur komið og fengið ráðgjöf á staðnum. Með þessu erum við að vonast til að geta mætt stærri hópi stúdenta. I kjölfar þessa Sumir bíða ekki endalaust ojjjjera, þess vejjna eitthvað í málunum sjálfir. Námsráðjjjöfin við Háskóla Islands hefur frá árinu 1989 verið í 40 fm húsn&ði í Aðalbyjjjjinjjunni. Námsráðjjjöfin tekur við 4000 viðtolum á ári ojj við hana starfa sex manns að viðb&ttum 3 nemum í starfsþjálfun ár hvert. í tvö ár hefur staðið til að Námsráðjjjöf fenjji stœrra húsnÆ. Asta Kr. Ragnarsdóttir forstöðumaður ráðjjjafarinnar jjat ekki hujjsað sér enn einn vetur við sömu aðstœður. Hún hafði samband við Landsbankann í leit að húsnœði. Stjórnendur bankans tóku bóninni vel ojj létu henni leijjulaust í té bjart ojj rúmjjott húsnœði á annarri h&ð í stratóhúsinu á L&kjartorjji. opna tíma erum við með hópráðgjöf um vinnubrögð eða áhugakönnun á hverjum degi, ýmist frá fjögur til sex eða fimm til sjö. Svo erum við með námskeið í kvíðastjórnun og vinnum einnig með fötluðum en þeim hefur sem betur fer fjölgað innan skólanfs. Núna hafa 55 skráð óskir um sérstök úrræði og þar af komu fimmtán nýir inn í haust. Einnig störfiim viö með nemendaráðgjöfúm í hópum. Síðast en ekki síst sinnuin við einnig erlendum stúdentum. Stbl.: „Þetta hefhub þið ekki jjetab jjert í jjamla húsnsibinu'?“ Ásta:„Nei.“ Stbl.: JHvab hafib þib lenjji barist fyrir nýju húsnœði?a Ásta:„Við í raun og veru lýstum yfir hernaðarástandi fyrir tveimur árum. Þá voru viðtöl komin hátt í fjögur þúsund og sami starfsmannafjöldi og ég tíundaði áðan. Þetta er lenska við skólann þannig aö við erum ekki einu fórnarlömbin. Þetta er auðvitað, þar sem Háskólinn býr mjög þröngt. Eins og verkefni gefa tilefni til erum við oft í viðkæmum mannlegum samskiptum og það þarf að vera vel búið að ráðgjöfinni til þess að hún geti haft eitthvað fram að færa.“ Stbl.: ,fy sá þejjar éjj kom hinjjab að úti í jjlujjga hanjjir blab, sem á stendur „til sölu.“ Getið þið sem sajjt lent í því hven&r sem er ab lenda á jjötunni?“ Ásta: „Nei. Það yrði haft samráð viö okkur um það hvenær afhending húsnæðis ætti sér stað, kæmi til sölu. Þannig vitum viö að við verðum ekkert sett út á götu. Auðvitað er þetta samt millibilslausn'.“ Stbl.: „Hversu stórt er húsnabið, sem þib cijjib ab fá í Abalbyjjjjinjjunni? Er þab st&rra enþetta?“ Ásta: „Það er minna en þetta en það er þrefalt stærra en það, sem við vorum í. Það er stefnt að því að við förum í kjallara undir fyrrverandi Háskólabókasafni og við verðum með það rými allt sem rými Námsráðgjafarinnar. Það skiptir máli að rýmið okkar sé heild en ekki uppbrotið.“ Stbl.: „Heldurbu að þab hafi ekki áhrif á hversu marjjir koma til ykkar ab þib erub ekki á háskólasvÆnu?“ Ásta: „Við finnum fyrir því að fólk er ekkert endilega að koma til okkar beint úr tíma. Það gerir sér ferð til okkar og ég held að það skipti ekki máli hvort fólk geri sér ferð upp í Háskóla eöa hvort það kemur niður á Lækjartorg. Eg held það skipti aðallega máli að fólk viti að við erum flutt. Við gætum líka ekki verið nreira miðsvæðis í bænum. Það er skemmtilegt uppbrot fyrir okkur að vera hérna á Lækjartorgi. Oft fær maður betri sýn á það senr maður er að gera ef maður nær að búa til einhverja fjarlægð. Eg held að það sé holl reynsla að vera ekki alveg í skjóli Aðalbyggingar núna um sinn.“ Effir Sigurjón Pálsson

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.