Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.10.1995, Page 11

Stúdentablaðið - 01.10.1995, Page 11
HASKOLINN 11 Valgeir Valdimarsson skrifar Eins og flestum er eflaust kunnugt, hefiir háskólanemum staðið til boða frá 1992 að fá styrk til að stunda hluta af námi sínu í háskólum annarra ríkja innan EES og fá það mctið að fullu við Háskólann. Þctta er í sam- ræmi við yfirlýst markmið Erasmus-áætlun- arinnar um að styrkja evrópskt samstarf á há- skólasviðinu og auðvitað líka hið óyfirlýsta markmið ESB að leyfa Þjóðverjum að kynnast vinum sínum í Evrópu í þeirri von að þeir hætti að koma í óvæntar „heimsóknir” óboðnir. Styrkurinn er í ár um 16.000 kr. á mánuði en auk þess er greiddur ferðakostnaður allt að um 50.000 kr. og allt að um 37.000 kr. vegna tungumálanáms. Styrkþegar eru og aðstoðaðir sérstaklega ef þeir eru fatlaðir eða eiga börn. Erasmus-áæduninni var formlega lokið síðasta vor en var von bráðar endurreist scm ein af þremur stoðum Sókrates-áætlunarinnar sem tekur gildi á skólaárinu 1997-98. Sú er mun víðtækari og mctnaðarfyllri og mun auk Erasmusar beinast að grunn- og framhalds- skólum (Comcnius), tungumálakennslu (Ling- ua), fjarkennslu, o.fl. Stjórnsýslulegar breytingar Brcytingarnar á Erasniusi mcð tilkomu Sókra- tesar verða fýrst og fremst stjórnsýslulcgar, og munu líklega ekki hafa rnikil áhrif á stúdcnta- skipti háskólanema. Veigamesta breytingin er að ESB hættir að styrkja alþjóðlcg samskiptanet einstakra skora og deilda eins og hingað til en mun þess í stað semja við einstaka háskóla í hcild. Þóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Alþjóðaskrifstofú: „Breytingar snúa aðallega að deildunum og yfirstjórn. Það verða áfram sömu tækifæri fyrir nemendur. Nú munum við sækja um styrki á grundvclli heildstæðrar stefnu fyrir Háskólann allan en ekki aðcins fyrir einstök samstarfsnet innan deilda og skora. Þetta kallar á að Háskólinn og deildir hans taki á sig meiri ábyrgð en áður og nauðsynlegt cr að móta ákveðna stefnu í Evrópusamstarfsmálum. Starf- ið verður eftir sem áður að byggjast á kcnnur- um, persónulegum tengslum þeirra og áhuga einstaklinga til þcssa samstarfs.” Helsta breytingin fyrir stúdenta mun eflaust verða tilkoma evrópskra námsbrauta á meistara- stigi. Hugmyndin með þcim er að deildir sem taka þátt í slíku samstarfi þrói með sér náms- brautir sem svara einhverri ákveðinni “cvrópskri” þörf. Viðskipta- og hagfræðideild er nú að undirbúa meistaranám í viðskiptafræði innan ramma Erasmusar. Ingjaldur Hannibals- son, dósent í viðskipta- og hagfræöideild: „Við gerum ráð fyrir að geta hafið kennslu til meistaragráðu haustið 1997. Þetta veröur tveggja ára nám, 40-60 einingar, þar sem fyrsta árið vcrður kennt hér heima en hið scinna erlendis. Svo yrði ritgerðin skrifuð hér.” Viðskipta- og hagfræðideild er ekki aðili að ncinu samstarfsneti ennþá en hefiir átt samstarf við háskólann í Sicnna á Italíu. Nokkrir nemendur þaðan hafa þó farið crlendis sem Erasmus-fríhlaupar (fríhlaupi - beygt eins og liðhlaupi). Enginn erlcndur skiptincmi er í deildinni nú en þeir voru hér tveir fyrir tveimur árum og einn í fyrra. „Við eigum í viðræöum við Verzlunarháskólann í Arósum um að gerast aðilar að þeirra samskiptaneti en í því neti eru ýmsir áhugaverðir skólar, t.d. í Barcelona, Brist- ol, Southampton, Göttingen og Poitiers.” Um kosti samstarfsins segir Ingjaldur: „Eg tel að hin nýja Erasmus-áætlun eigi eftir að hafa mjög mikil áhrif í deildinni. Það væri t.d. algerlega óhugsandi að bjóða upp á meistaragráðuna án hcnnar. Mikilvægt er einnig að nemcndur fái reynslu af því að búa crlendis, sérstaklega á tím- um aukinna viðskipta og samskipta milli landa.” Samkvæmt tölum frá Alþjóðaskrifstofu fengu 137.599 evrópskir stúdentar Erasmus-styrk á skólaárinu 1994-95. Síðan Háskólinn varð þátttakandi í Erasmus-áætluninni hafa íslenskir Háskólinn á tímum Sókratesar Svo virðist sem Háskóli íslands stefni hraðbyri inn í Evrópusambandið (ESB). Meb jyildistöku EES- samningsins árið 1992 varð Háskólinn þátttakandi í Erasmus-áœtlun ESB ojj síðan þá hafa tæplejja þrjú hundruð íslenskir stúdentar farið utan á vejjum hennar. stúdentar vcrið duglegir við að nýta sér þennan valkost. A þessu skólaári verða a.m.k. 103 íslenskir háskólancmar erlendis og þar af koma rúmlega 4 af hverjum 5 úr Háskólanum. Fjöldinn er þó mjög mismunandi cftir deildum. Langflestir styrkþegar korna úr heimspekideild og munar þar mest um þýsku og frönsku en nú munu vera fleiri þriðja árs frönskunemar í Montpellicr en hér heima. Að tungumála- skorunum frátöldum er heimspckiskor virkust en þaðan koma sjö til átta af alls 45 styrkþegum úr heimspekidcild. Nemendur dreifast á ellefú Evrópulönd en vinsælust eru Þýskaland, Ítalía, Frakkland, Spánn og Brctland. Þóttfaka háð frumkvæði kennara Að sögn Þóru er misræmið milli deilda ekki endilega vegna þess að erfitt sé að samhæfa námsgreinar milli landa: „Þátttaka deilda hefur aðallega fariö eftir frumkvæði einstakra kennara. Auövitaö liggja sumar greinar betur við stúdentaskiptum en aðrar, s.s. tungumálin. I öðrum greinum, t.d. heimspeki, cr beinlínis hægt að benda á einn kennara þar, Mikael Karlsson, scm heftir verið „primus motor”. Það er ekkert nauðsynlega mismunandi námsfyrirkomulag milli landa sem hindrar, heldur miklu frekar skortur á frumkvæði. Stúdentar geta leikið stórt hlutverk með því að þrýsta á og finna lciðir til samstarfs við erlenda háskóla. Þannig hafa í nokkrum dcildum kennarar fengið nemendur til að aðstoða við undirbúning þess.” Kristín Marta Hákonardóttir er utanríkisfúlltrúi félags umhverfis- og byggingarverkfræöinema: „Erasmus-áætlunin er ekki mjög vcl kynnt innan vcrkfræðinnar og ég veit ekki til að við séum þátttakendur í ncinu samstarfsneti. Það h a f a samt nokkrir getað komist út sem fríhlaupar. Verkfræðinemar hafa aftur á móti mikið nýtt sér Nordplus en ég held ef við förum ekki að koma okkur inn í Erasmus þá verði sífellt erfiðara að komast til annarra landa en Norðurlandanna. Það má eflaust að nokkru kenna um framtaksleysi hjá okkur en það sem háir þessu örugglcga líka er að netin þurfa umsjónarmenn og kennarar þurfa að hafa tíma og áhuga til að standa í þessu.” Ætla má að þróun samevrópsks ciningakcrfis (Europcan Credit Transfcr System — ECTS) sem þegar er komið í notkun sums staðar muni auðvelda námsmat milli landa og þannig minnka hræðslu kennara við að leyfa nemendum sínum að læra erlendis. Sagnfræði- skor hcfur í nokkur ár tekið þátt í tilraunaverkefni með ECTS og mun hafa tekist vel til. Háskólaráð heftir nýlega samþykkt að stefna beri að því að taka upp ECTS í þeim deildum sem taka þátt í Erasmus-samstarfinu. Ekki veröur hjá því litið að það er talsverður viðskiptahalli á Erasmus-áætluninni hér á landi en mun fleiri íslendingar hafa farið út en útlendingar komið hingað. Erlendum Veröld Sókratesar Sókrates: Samstarfsáætlun ESB í rnennta- málum, frá fyrsta skólastigi upp á háskóla- stigið. Markmiðin eru m.a. að efla tungu- málakunnáttu, samstarf menntastofnana og fjölþjóðasamskipti á öllum skólastigum. Erasmus: Sókrates á háskólastigi. Evrópskt stúdenta- og kcnnaraskiptakerfi. Gerir stúd- cntum kleift að stunda nám við crlcnda háskóla og fá það mctið að ftillu við eigin skóla. Háskólinn þátttakandi síðan 1992. Nordpius: Norræn samstarfsáætlun í menntamálum. Háskóli Islands þátttakandi ffá upphafi árið 1988. ECTS: Samevrt>pska einingakerfið. Tilgangur þess er að auðvelda námsmat milli háskóla.Stefnt er að því að taka upp kerfið í Háskóla íslands á næstu árum. Frihlaupi: Ncmandi sem fær styrk til að fara utan til náms á cigin vegum, án skipulagðs samstarfs í neti. skiptinemum hefúr þó farið fjölgandi og fjölgaði þeim um rúman helming frá síðasta skólaári. Þeir eru nú urn 25 og von er á fleirum á næstu önn. Flestir eru í lögfræði, heimspeki og íslensku fy'rir erlenda stúdenta. Að sögn Þóru er það þó ekki vegna áhugaleysis sem svo fáir koma. „Það er ekki erfitt að fá nemendur hingað og raunar er mikil ásókn í það. Vandamálið er að við þurfúm að hafa eitthvað í höndunum til aö bjóða erlendum nemendum svo að þeir geti komið hingað án þess að læra íslensku fyrst. Til i læmis er lagadeild nýfarin að bjóða upp á eins misseris nám sem fer fram á ensku og það streyma hingað laganemar. Það vantar herslumuninn í mjög mörgum deildum. En það er engin spurning að innan einhverra ára verður þetta komið í fúllan gang. Eg held að þetta sé ekki spurning um að nemendur vilji ekki koma. Um leið og við bjóðum upp á eitthvað þá kemur fólkið.“ Jónas Þór Guðmundsson er kennslu- stjóri í lagadeild. „I haust vorum við að byrja með námskeið ætlað erlendum nemendum. Boðið er upp á fyórar sjálfstæðar kennslugreinar - hafrétt, alþjóðlegan refsirétt, réttarsögu og Evrópurétt - og öll kennsla fer ffam á ensku. Þetta er ein önn og er metin til 15 eininga, eða 30 ECTS eininga. Við höfum fengið góð viðbrögð og nemendur virðast vera jákvæðir. Við munum líklega halda áfram með námskeiðin en tíminn leiðir í ljós hvort aukið veröur við þau.“ Fyrstu skrefin í gestrisninni Stúdentaráö er að stíga sín fy'rstu skref í gestrisni við erlenda nerna. Kamilla Rún Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Stúdenta- ráðs. „Við byrjuðum á því í haust að senda bréf þeirn sem farið hafa út á vegum Erasmusar og biðja þá um að aðstoða þá útiendinga sem hingað koma. Við fengurn ekki rnikil viðbrögð við því en það þarf svo sem ekki endilega að vera vegna áhuga- leysis.“ Kamilla segir að margir erlendir stúd- entar, ekki aðeins Erasmus-nemar, komi á skrifstofu Stúdentaráðs í leit að aðstoð. Meðal þess sem þeir k\-arta ytir er að eiga erfitt með að komast að félagslífinu í deild- unum. „Við höfúm áhuga á því að koma upp tengiliðakerfi til að koma údendingunum í betra samband við háskólalífið og vonum við að það verði kornið í gagnið eftir áramót.“ En það eru ekki aðeins nemendur sem koma og fara á vegum Erasmusar. Þóra telur líka mikilvægt að hingað komi kennarar. „Stúdentaskiptin eru mikilvæg en það er líka nauðsynlegt að þeir sem heima sitja njóti góðs af Erasmus. Það gerum viö með því að fa hingað kennara." Ekki eru til tölur \'fir fjölda gistikennara hér nú en Þóra segir heimspekiskor t.d. hafa verið mjög virka, fengið um 10 gistikennara hingaö á síðustu tveimur árurn og líka sent út kennara. Þóra segir að umsóknarferlið muni ekki breytast með tilkomu Sókratesar. „Mögu- leikar stúdenta á þátttöku í Erasmusi munu standa og falla með því að skorir og deildir Háskólans standi sig vel í því að skipuleggja sitt Evrópusamstarf. Það mun einnig skipta nemendur rnáli að það stendur til að bjóða upp á að þeir fari oftar utan án þess að vera á styrk en fá samt með alla fyrirgreiðslu: vera skráöur heima, borga skólagjöld heima, fá aðstoö með húsnæði og námsmat milli landa. Við höfúm takmarkað fé og miðað við úthlutunarreglur okkar núna getum við styrkt 100 nemendur á ári. En það eru rniklu fleiri sem vilja fara.“ Svartsýnn á breytingarnar Mikael M. Karlsson, lcktor í beimspcki, hcfur aajjnrýnt brcytinjjar á Erasmus-á&tluninni með tilkomu Sókrates-áxtlnnar ESB. Hann telur bana illa til þess fallna að lajja jjallana á Erasmus-áœtluninni. Nokkur gagnrýni hefúr komið fram hjá kennurum Háskólans á hið nýja skipulag með tilkomu Sókrates- áætlunarinnar. A kynningarráðstefnu Sókratesar tók m.a. til máis Mikael M. Karlsson, lektor í heimspeki. Hann segist vera svartsýnn á breytingarnar: “Garnla Erasmus-áætlunin var byggö á persónulegum samskiptum fræðimanna og hugsjónamanna og ef hún verður sett í hendur annarra er mikil hætta að hún detti upp fyrir. Hér er mjög gott fólk á Alþjóðaskrifstofunni en ef möppudýrin í samstarfsskólum okkar eru ekki hjálpsöm, þá er það samstarf úr sögunni,” sagöi hann. “Sókrates-áætiunin er tilraun til að laga gallana á Erasmus, sem eru, í fyrsta lagi, að háskólar veita kennurum sem sjá um áætl- unina engan stuðning, og í öðru lagi, að innan háskólanna hefúr ekki veriö mótuð nein stefna í alþjóðasamstarfi. Það hefði hins vegar aö mínu mati verið hægt að laga þessa galla án þess að breyta kerfinu eins mikið eins og verið er að gera. Það verður fljótt að koma á daginn efSókiates virkar ekki og við erum núna að leita að einhverju í staðinn ef það klikkar. Það eru t.d. miklir möguleikar í Nordplus-áætluninni. Annars hefur heimspekiskor alltaf tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi, og þótt Erasmus gufi upp veröum við ekki strand. Eg er þess vegna ekki með sérstakar áhyggjur fyrir hönd heimspek- innar. Það er leiöinlegt að breyta kerfi sem virkar í aðalatriðum. Eg efast unr að það takist að drepa Erasmus en ég er rnjög efins um gildi breytinganna,” sagði Mikael M. Karlsson á kynningarráðstefnunni.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.