Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.10.1995, Page 13

Stúdentablaðið - 01.10.1995, Page 13
STUDENTAR 13 Power Macintosh 5200 er fyrsta tölvan með hinum gríðarlega öfluga BawerPC - örgjörva sem ætluð er til hefðbundinnar skrifstofu- eða heimilisvinnslu. Hún býr yfir miklu afli sem nýtist vel við t.d. maigmiðlun. Hönnunin er mjög sérstök þar sem skjárinn er sambyggður sjálfrí tölvunni. Hún er með innbyggðu fjórhraða geisladrifi, tvíóma hátölurum, getur spilað lifandi myndir og hljóð í geislaspilaragæöum og hefúr einnig möguleika á því að vinna beint með DOS - eða Windows - skjöl. Auk þess er hægt að bæta við sjónvarpsmóttakara eða tengja tölvuna beint við net og ýmsan jaðarbúnað. PowerMacintosh" Power Macintosh 5200 8/500 cd Tilboðsverð aðeins: Power Macintosh 5200 Allt í einu! Það sem fylgir tölvunni: Örgjörvi: PowerPC 603 RISC Tiftíðni: 75 megarið Vinnsluminni: 8 Mb Skjáminni: lMbDRAM Harödiskur: 500 Mb Geisladrif: Apple CD600Í (fjórhraða) Hátalarar: Innbyggðir tvíóma hátalarar Skjár: Sambyggður Apple 15'' MultiScan Diskadrif: 3,5" les Mac og R' -diska Hnappaborð: Apple Design Keyboard Stýrikerfi: System 7.5.1 sem að sjálfsögðu er allt á íslensku Hugbúnaður: Hið fjölhæfa ClarisWorks 3.0 sem einnig er á íslensku. í forritinu er ritvinnsla, töflureiknir, tvö teikniforrit, gagnagrunnur og samskiptaforrit Fjórir leikir fylgja: Amazing Animation, Sammy's Science House, Thinkin'Things og Spectre Supreme Tölvunni fylgja 3 geisladiskar: Grolier: AlfraeÖisafn, sem er í 35 bindum þegar það er gefið út á prenti Leonardo: Maigvíslegar upplýsingar um leonardo daVinci Rosetta Stone: Tungumálakennsla, sem kennir ensku, frönsku, spænsku og þýsku Dæmi um stækkunarmöguleika: Sjónvarpsspjald: Mótald: Vinnsluminni: Jaðartæki: Nettenging: Ef það er tengt við loftnet þá er hægt að horfe á sjónvarp í tölvunni Til að tengjast á lntemet og nálgast þar óendanlegar upplýsingar, baeði til skemmtunar og fróðleiks Innra minni tölvunnar má auka í allt að 64 Mb Við SCSl-tengið er hægt að tengja 6 tæki samtímis, t.d. skanna og harðdiska Allar Macintosh-tölvur eru með innbyggt LocalTalk-tengi, en auk þess má bæta við Ethemet 159.900 kr. Afborguttarverð 168.316 kr. iiApple-umboðið Apple-umboðið • Skipbolli21 • Sími511 5111 Heimasíðan: htlpflwww. apple. is í Evrópu- keppnina! Stúdentablaðið ætlar að deila með lesendum sínum einni skemmtilegri og áhugaverðri til- lögu að fjáröflunarieið fyrir fjár- sveltan Háskóla Islands. Alþekkt er að í Bandaríkjunum græða þarlendir háskólar mikið á íþróttakappliðum sínum og svíf- ast raunar einskis í baráttunni um titla og metorö í körfúbolta, amerískum fótbolta og íshokkí, svo að nokkuð sé nefnt. Nái lið háskólanna langt eru rniklir fjár- munir í spilinu og því eftir miklu að slægjast. I samkeppninni berjast háskólar um hylli af- burðaíþróttamanna. I’eir gera að sjálfsögðu mismiklar kröfur og þegar kemur að knattspyrnunni virðist hver sem er ffá Islandi geta gengið inn í bandarískan liáskóla á þeim forsendum að hann hafi sótt æfingar í fimmta flokki í KR. Nú, aftur að hugmyndinni. Stúdentablaðið leggur til að Iþróttafélag stúd- enta stofni knattspyrnufélag, Háskólinn velji erlenda stúdenta eftir getu þeirri í íþróttinni, t.d. ffá stríðshrjáðum fyrrum ríkjum Júgóslavíu, og stefrían verði sett á Evrópukeppnina. IS í Evrópu- keppnina: I’etta hljómar ekki illa, er það? Skaginn og KR vaða í peningum effir sumarið, eða því halda fjölmiðlar ffam. Stúdenta- blaðið bendir þó á að ekki þurfi að leita langt yfir skammt að þjálfurum og leikmönnum. Guðjón I’órðarson hlýtur að vera sjálfkjörinn þjálfari knatt- spyrnuliðs íþróttafélags stúdenta enda ekki langt í það að tann- læknadeild skipi hann sérffæðing í bitffæði við deildina. í Háskól- anum eru síðan margir meistara- flokksleikmenn úr 1. deild kvenna og karla sem háskóla- yfirvöld hljóta að taka eignar- námi með sérstökum lögum Al- þingis. Ríkið getur eins og alþekkt er tekið eignir eignar- náini ef brýna nauðsyn ber til. Nú er sannarlega ekki einasta þörf heldur bfyn nauðsyn!

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.