Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 2

Stúdentablaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 2
Ritstjórapistill Alþingiskosningamar eru loksins afstaðnar. Ríkisstjómin hélt velli með töluverðum minnihluta atkvæða og hefði þurft að bæta lítillega við sig til að falla. Gera má að því skóna að hefðu ítök Framsóknarmanna í alsherjarnefnd verið örlítið sterkari hefði þeim, sökum mikillar reynslu í spillingu, tekist að framleiða nægilega marga ríkisborgara til að fella stjómina. Það tókst hins vegar ekki. Kosningaskipulagið var þeim þó hliðhollt enn eina feróina. Með slíku skipulagi var lýðræðinu fómað fýrir skipulag. Nú veit ég ekki hvaða genabreyttu snillingar komu fram með þetta kerfi, hvort þriðja ríki H itlers hafi verið notað sem fyrirmynd en það er alveg ljóst að þeir höfðu sjálfa sig og þjóðina að fíflum. Helst mætti halda að enn ein auðnuleysinginn úr hópi stjómmálafræðinga væri að verki. Kerfið er svo brenglað og vitlaust að það nær engri átt. Hér þykjumst við búa við lýðræði, sem þýðir að meirihlutinn eigi að ráða. Lýðræðinu fylgja líka aðrir kostir eins og kosninga- og framboðsréttur, skoðanir minnihlutans heyrast, umræður og rök skipta máli og kjósendur tjá skoðanir sínar. Þetta eru þó einungis fylgifiskar lýðræðisins sjálfs eins og vió þekkjum á Vesturlöndum. Kosningakerfið braut aftur á móti gmnnregiu lýðræðisins í mél meðþví að tryggja minnihlutanum völd meirihlutans. Hér mætti að vísu benda á að allir spila eftir sömu reglunum og lúta niðurstöðunni. En hér em reglumar rangar. Þeim mætti líkja við Lúdospil þar sem spilaramir slepptu teningunum. Allir heilvita menn sjá hvemig það myndi enda. Því þarf að breyta kerfinu ekki síðar en fyrir kosningar og leiðrétta úrslitin. Ekki þýðir að hengja sig í meingallað reglur sem em til þess eins fallnar að brjóta grundvallarmannréttindi borgaranna. í ströngustu merkingunni þ.e.a.s. ef við þykjumst styðjast við lýðræði, þá er hreinlega um valdarán að ræða. Minnihlutanum tókst að stela völdunum sem þjóðin ætlaði öðmm. Það hefur verið bent á þaó áður á síðum blaðsins hve úrkynjuð og hættuleg kosningakerfi geta verið. Eins og allir skynsamirt og heilbrigðir stúdentar vita tókst minnihluta að ná völdum í Stúdentaráði Háskólans og borgarbúar þekkja vel að minnihluti er við völd í borginni. Sjálfsagt er málum víða svo komið að lýðræðið sé fótum troðið en meðan ástandið er jafh ískyggilegt og hættulegt verður að bregðast við. Réttast væri að Alþingi setti fordæmi og breytti kosningakerfinu með tilliti til lýðræðisins og aðrir myndu fylgja í kjölfarið. Það er þó harla ólíklegt þar sem sitjandi valdaræningjaremað öllu jöfnu tregir í þjónustu réttlætisins. ♦ Helsta umræðuefni kosninganna var hvort stjómarandstaða sem kenndi sig við s-amerískan baunadrykk tækist að kollvarpa sitjandi stjórn. Það tókst ekki og þegar það lá fyrir var eina hugsjónamanninum í framboði kennt um. Sagt var að hann hefði stolið atkvæðum verðandi kaffistjómar, atkvæðin nýttust illa. Slíkt viðhorf er viðbjóðslegt. Með því er verið að smána rétt hvers kjósanda til að kjósa hæfustu fulltrúana að hans mati. Kjósendur sem þorðu að kjósa íslandshreyfinguna vom einfaldlega að segja við kaffifólkið og ríkisstjómina að þeir vildu hreyfinguna við völd. Ekkert annað. Og að gera lítið úr rétti þeirra er sama og vilja annað stjómarfýrirkomulag en lýðræði. Vissulega detta atkvæði dauð í kosningum og vart hægt að komast hjá því. En þegar stjómmálaforingjar tárast yfir að aðrir fengu atkvæðin sem hugsanlega mögulega kannski hefðu farið yfir til þeirra hefur valdasýkin hlaupið með þá í gönur. Sjálfsagt hefúr stjómarandstöðusetan verið of löng og Iöngunin að smjúga rassinum í ráðherrastól verið orðin yfirþyrmandi. Gremjan er þá látin bitna á skemmtikrafti á eftirlaunum. Þarna birist samt eðli stjórnmálamanna í hnotskum, persónulegur metnaður er í fýrirrúmi. Hægt er að fórna hugsjónum og þjóðarhagsmunum fýrir ráðherrastóla og völd. Besta leiðin fýrir vinstri menn til að fækka dauðum atkvæðum er að sameinast. Þeir þykjast hafa reynt það, það virkaði ekki. Af hverju? Var valdasýki einstakra manna ástæðan? ♦ Kosningabaráttan var einfold, þurr og Ieiðinleg. Kraft, þor og áræðni skorti á öllum vígstöðvum. Flokkamir minntu um margt á kosningar í Stúdentaráð, þar sem nammi og barmmerki em öflugustu vopnin. Hvergi var að finna hugsjón né frambærilega stjómmálamenn, menn eða konur sem eru tilbúin að leiða þjóðina á rétta braut, menn og konur sem trúa á göfúgan málstað. Eini voturinn af slíku fannst hjá fýrrverandi ráðherra á kosninganótt en þar var á ferðinni maður sem á sér blautan draum um að einhvem tímann verði skrifúð íslendingasaga um ráðherratíð sína. Þjóðin þarf á þannig mönnum að halda á þing, mönnum sem tala tæpitungulaustum hlutina. Framboðin gáfú hins vegar sterklega til kynna að langt er í kynslóð sem þorir og hefúr kjark. Aftur á móti var umtalaðasti glæpamaður Islandssögunnar og mikill hommahatari settur í efstu sætin, á eftir ráðherra sem gefur orðinu fúllyndi dýpri og skýrari merkingu. Einnig mátti finna nasista sem skorti ekkert nema gamla skyrtu af Hitler og hakakrossfána við opinberar athafnir. Honum var sem betur fer hafnað en alræmdur og vel tanaður skoðanabróðir hans komst inn. Segja sumir að þar hafi djöflinum verið skipt út fyrir skrattann. Hver frambjóðandinn af öðrum kepptist við að vera sem snjallastur í að svara ekki spurningum fréttamanna og komust iðulega upp með það. Umhverfisráðherrann fýrrverandi bar höfuð og herðar yfir aðra í þeirri list. Hún sýndi og sannaði að hægt sé að komast í gegnum kosningabaráttu án þess að svara fýrir eitt eða neitt. Er það vissulega áhyggjuefni fýrir lýðræðissinna að svona geti gerst en í Ijósi þess hve geldir og úrræðaiausir aðrir frambjóðendur voru var árangur hennar ekki ýkja merkilegur. ♦ Aðaláherslan virðist snúast um slagorð og ekki síður málefnaskrár sem eru svo innantómar þegar í þær er rýnt að sæmilega mjúkur skeinipappír leysir þær vel af hólmi. Jafnvel notaður. Heilu málaflokkarnir voru afgreiddir í tveimur til þremur línum I þeirri von að einfaldar sálir gleyptu við þeim. Að kosningum afstöðnum kepptust síðan forustumenn flokkanna um að borið málefnanlegan sigur úr býtum. Þeir voru með bestu málefnin. Svona eins og fótboltaliðið sem tapar og réttlætir tapið með því að vera samt með bestu stuðningsmennina. Málflutningur eins og þessi gefúr tvennt til kynna: 1) Ef flokkur var með bestu málefnin og fékk ekki meiri kosningu en raun bar vitni þá kjósa kjósendur ekki eftir málefnum og 2) kjósendur eru flfl að hafa ekki kosið bestu málefnin. ♦ Slagorð flokkanna voru vægast sagt aumkunarverð og móðgandi. Hvaða moðhaus datt í hug að búa til slagorðið Árangur áfram - ekkert stopp? Og búa svo til lag í kjölfarið? Hér er verið að halda því fram að gríðarlegur árangur hafi náðst á nýliðnu kjörtímabili. Þessi árangur felur m.a. í sér ofúrvexti, óðaverðbólgu, gríðarhátt íbúðarverð og aukið bil milli ríkra og fátækra. Slagorð sem þetta endurspeglar valdadýrkun, misnotkun og spillingu. Hér reyndu áróðursmeistarar að nota hressleikann í vanskapaðri lagasmíð í þeirri veiku vona að kjósendur myndu merkja við valdasjúklinga á kjördag. Það misheppnaðist hins vegar all hressilega. Annað dæmi um vægast sagt dapurt slagorð er Unga Island, bamabók í tveimur bindum ætluð ólæsum kjósendum. Samhliða var svo Fagra ísland, rómantísk ættjarðaljóð frá upphafi 20. aldar stolin úr fýrstu stefnuskrá Framsóknarflokksins. Sennilega eru þetta ein ljótustu og ómerkustu slagorð sem íslenskir stjómmálaflokkar hafa notað. ♦ Hver flokkurinn af öðmm þóttist státa sig af jafnrétti kynjanna nema þá helst útlendingahataramir sem kenna sig við frjálslyndi. Búnir voru til listar þar sem kvenlægir karlar vom umvafðir konum. Þetta sást vel á plakötum og myndum sem dreift var eins og fluguritum um landið. Á þeim voru iðulega karl og kona saman til að sýna að karlinn hefði nú trausta og ábyrgðafúlla frú á bakvið sig. Stundum vom frambjóðendur þó einir á myndunum og í allri þessari jafnréttisumræðu fann maður til með þeim. Þeir vom einir. Svona eins og þeir sem fara alltaf einir heim af djamminu, vitandi að þeir em ekki sætastir en vonast til að gera sama gagn. Undir lokin fatta þeir hins vegar að þeir séu gagnslausir og halda einir heim. Kjósendur vorkenndu frambjóðendunum sem voru einir. Svona bjuggu áróðursmeistararnir til samúðaratkvæði. ♦ En jafnréttismálin tóku óvænta stefnu eittkvöldiðímiðrikosningabaráttunni. Á umræðufundi í sjónvarpinu um heilbrigðis- og skattamál kristallaðist raunvemleikinn fýrir framan áhorfendur. Konumar byrjuðu að ræða um heilbrigðismálin og að sjálfsögðu var þáttastjórnandinn kona en að þeim loknum komu karlamir í settið og ræddu um skattinn. Og að sjálfsögðu var stjómandanum skipt út fýrir annan sem var karl. Var þetta tilviljun? Tilviljun að öll framboðin sex hafi ákveðið að senda karl til að ræða skattamál og konu til að ræða heilbrigðismál? Nei svo sannarlega ekki. Áróðursmeistarar flokkanna sem meira segja ákveða hvernig bindi frambjóðendur eigi að bera, vita nákvæmlega að það lítur betur út í sjónvarpi að karlinn tali um peninga og konan um heilsuna og aðhlynningu. Lengra eru flokkamir ekki komnir í þróuninni, þeir em enn á fomstigi í jafnréttismálum. Á meðan flokkamir þykjast vera framfarasinnaðir og hliðhollir konum, þá styrkja þeir karlaveldið enn frekar í sessi bakvið tjöldin. I umræddum þætti blasti kvenfýrirlitningin við í öllu sínu veldi. Stjórnmálaflokkunum tókst að niðurlægja konur á opinberum vettvangi. ♦ Stúdentablaðið kemur næst út í haust. Sumarfrí er framundan og nýr ritstjóri mun taka við útgáfúnni. Því vil ég nota tækifæarið og þakka öllum þeim sem komu að blaðinu í vetur. Takk fýrir mig. Ritstjóri Stúdentablaðið Útgefandi: Stúdentaráð Háskóla íslands. Fylkingarfulltrúar: Prentun: ísafoldarprentsmiðja Stúdentaheimilinu v/Hringbraut. 101 Reykjavík. Háskólalistinn: Silja Rut Jónsdóttir srj@hi.is Ritstjóri: Kristbjöm Helgi Bjömsson khb@hi.is Röskva: Rakel Adolphsdóttir raa4@hi.is Vaka: Einar Öm Gíslason einargi@hi.is Upplag: 80.000 eintök Ritstjórn: Augiýsingar: khb@hi.is Andri Steinn Snæbjömsson andrisn@hi.is Ljósmyndir: Berglind Eir Magnúsdóttir Birgir Freyr Birgisson bfbl@hi.is Bryndís Ema Jóhannsdóttir Sigurður Gunnarsson zigurt@hotmail.com Dagný Ingadóttir Díana Dögg Víglundsdóttir Einar Bragi Jónsson Hönnun og umbrot: Andri Steinn Snæbjömsson Harpa Lind Hrafhsdóttir andrisn@hi.is Nina Margrét Jónsdóttir Oddur Bjöm Tryggvason Sigríður Ómarsdóttir Prófarkarlestur: Jón Skafti Gestsson jonge@hi.is 21 Stúdentablaðið

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.