Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 8

Stúdentablaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 8
Ferðalag 81 Stúdentablaðið „Hvar eru eymalokkarnir þínir?“ að búa næstu tvo mánuðina hjá John og flölskyldu hans. Heimilið er á lokuðu svæði með heilsugæslu og heimavistarskóla. Um er að ræða tvenn samtök sem Hjálparstarf kirkjunnar er í samstarfi við. John og kona hans tilheyra Sameinuðu indversku kirkjunni og hafa tileinkað líf sitt að hjálpa fátæku fólki, bæði í formi læknisaðstoðar og menntunar fyrir fátæk og munaðarlaus böm. Hin samtökin, SAM, reka tólf skóla með hjálp fjármagns frá íslandi. Hlutverk þeirra er að aðstoða stéttlaus böm og þar komst Auður í kynni við P.R. Martin sem vann fyrir samtökin og tileinkaði líf sitt hjálp handa stéttleysingjum og þrælabömum. „Yfirleitt er þetta þannig að foreldrar selja bömin í þrælkunarbúðir af illri nauðsyn, til að geta haft í sig og á. En stundum vegna þess að pabbinn er alkóhólisti eða í fjárhættuspilum og selur barnið fyrir kannski fimm ÞegarégsatítuktukágötumBombay, leið mér eins og ég væri stödd í biómynd um afleiðingar dómsdags. Grút drullugir fátœklingar með úfið hár ráfuðu um göturnar innan um efri stétt Indverja sem virtist ekkert skorta. Heilu fjölskyidurnar búnar að hreiðra um sig á umferðareyjum i pappakössum og stúlka sem virtist 10 ára gömul stóð kasólétt fyrir framan mig. Svona var mín upplifun af lifi stéttleysingja á /ndlandi árið 1996. Þegar ég frétti að Auður Birna Stefánsdóttir skólasystir mín í Háskóla Islands vœri á leið til lndlands sumarið 2005 að vinna sem sjálboðaliði, fór um mig hrollur, hrollur af spenningi og minningum. Svona á maður að gera þegar maður er námsmaður, þvílíkt ævintýri. Síðan þá hef ég lítið sem ekkert heyrt frá Auði en ávallt hugsað til ferðalagsins og hvernig allt hafi gengið. Loks gafst tilvalið tœkifœri þegar Stúdentablaðið vildi heyra sögu hennar um Indlandsferðina. Eg var þvi fljót að hringja i hana og plata hana i viðtal. Eftir nokkra leit eftir bílastæðum i vesturbæ Reykjavíkur var ég rnætt einn fóstudag í sófann hjá Auði með gos og piparmyntukex i boði, áköf í að heyra alla ferðasöguna. Hugmynd varð að veruleika Þetta byrjaði allt saman í janúar 2005 þegar læknaneminn Dagur Bjamason, kærasti Auðar og Brynjólfúr Mogensen (Billi) skólafélagi hans, vom að spjalla saman í skólanum. Hugmynd kviknaði hvort ekki væri sniðugt að fara eitthvert erlendis sem sjálfboðaliðar um sumarið á vegum hjálparstofnunnar og fá þannig reynslu og víkka sjóndeildarhringinn á læknissviðinu. Eftir að hafa rætt við nokkrar stofnanir, tók Hjálparstarf kirkjunnar vel í hugmyndina og bauðst til að aðstoða strákana við að fara til Indlands og starfa á heilsugæslustöð. í framhaldinu fór boltinn að rúlla, ákveðið var að Auður myndi koma með, hún gæti nýtt krafta sína við hjálparstörf í heimavistarskóla sem einnig var rekin af sömu samtökum. Að lokum bættist vinkona Billa við hópinn, Svana Símonardóttir sem einnig var nemi við Háskóla ísland í félagsráðgjöf. En hvemig er hægt að halda af stað í svona ferðalag peningalaus og eiga ekki von á neinum launum allt sumarið? „Strákamir dóu ekki ráðalausir. Þeir sóttu um styrki í ólíka sjóði og til fyrirtækja. Að lokum fengum við peningasfyrk frá Actavis, Orkuveitunni og Minningarsjóði Margrétar Björgúlfs sem gerði okkur kleift að borga flugfarið og eiga vasapening yfir sumarið.“ Hinfjögurfræknu í júní var haldið af stað til Madras í Indlandi þar sem við tók tveggja mánaða sjálfboðastarf hjá John Winston og fjölskyldu hans en þau reka heilsugæslu og sjö heimavistaskóla fyrir fátæk böm í Andhra Pradesh héraðinu. „Við vissum ekkert hvað við vorum að fara út í, maður hefúr náttúrlega bara alltaf farið í einhverjar sólarlandaferðir, búandi á flnum hótelum og við gerðum okkur enga grein fyrir því hvað beið okkar.“ Hvemig var svo upplifún ykkar þegar þið komuð? „Við vorum bara nýkomin til Madras og tókum svona tuk tuk niðrí bæ og um leið og við stigum út úr bílnum var strax kominn hópur af bömum til okkar, æpandi „mamma, mamma.“ Þau bám putta að munn sér til að gefa í skyn að þau væm svöng. Eg og Svana vomm bara með tárin í augunum og reyndum að flýja af og ti 1 í búðir því við vomm ekki að höndla þetta. Eg man sérstaklega eftir þegar tveir fjögurra ára strákar héldu á laki milli sín með kannski 4 mánaða bami sem þeir hossuðu upp og niður meðan þeir vældu „mamma, mamma“. Ég hugsaði bara, vá ég á aldrei eftir að geta þetta, hvemig get ég verið hérna þrjá mánuði í viðbót? Ég á bara eftir að vera vælandi allan tímann! Það var líka svo erfitt að horfa upp á þetta og geta ekki bara tekið öll bömin með sér heim. En þegar leið á fór maður að venjast þessu.“ Börnsendíánauð Ferðalangamir eyddu nokkmm dögum í Madras en síðan tók við sjö klukkutíma lestarferð til Andhra Pradesh héraðsins. Þar var ætlunin Fróðleiksfúsar skólastúlkur hlusta með athygll. Indversk kona vinnur hörðum höndum fyrir smánarlaunum. þúsund íslenskar krónur til að fjármagna fíknina. Síðan ná þau ekki að borga skuldina og Samtökin reyna því að borga upp skuldina, leysa bömin úr ánauð og senda í skóla. Til að koma í veg fyrir að foreldri sendi barn sitt aftur í ánauð þá er fylgst vel með bömunum í mörg ár eftir að þau em leyst úr ánauðinni.“ Hlnir stéttlausu Eitt af einkennum indverskrar menningar er stéttaskipting en lffsgæði ráðast iðulega af því hvaða stétt Indverjar fæðast í. Sumir standa síðan fyrir utan stéttaskiptinguna og tilheyra hinum „stéttlausu". Þeir hafa lítil sem engin réttindi eða tækifæri í samfélaginu. Samkvæmt karmalögmáli hindúa þá hafa stéttleysingjar áunnið sér stöðu sína vegna gjörða í fyrra lífi og eiga skilið að vera stéttleysingjar, það sé í raun þeim sjálfum að kenna. „Og það sem er svo undarlegt og erfitt við þetta allt saman er að sumir hinna stéttlausu trúa því sjálfir að þeir eigi ekki skilið að fá góða vinnu. Þeir trúa að ef þeir verði góðir stéttleysingi og sætti sig við stöðuna þá sé kannski möguleika á að endurfæðast í hærri stétt í næsta lífi. Oft þegar fólk fer í atvinnuviðtal þá er ein af fyrstu spurningunum: Hverrar stéttar ertu? Þetta skiptir ennþá miklu máli þó svo það eigi að vera ólöglegt að mismuna fólki eftir stétt.“ Auður hafði eftir Martin að erfitt væri að villa á sér heimildir þar sem innfæddir ættu auðvelt með að sjá hverjir væru stéttleysingjar gegnum líkamstjáningu, talsmáta, húðlit og sumir meina að bömin þeirra gráti öðruvísi. „Það er meira að segja enn til fólk sem vill ekki koma við stéttleysingja," sagði Auður, greinilega ósátt við hið mikla óréttlæti sem stéttleysingjar þurfa að þola á Indlandi. Barnahrælkunarbúðír Það var Auði ógleymanlega lífsreynsla að hafa farið með Martin í bamaþrælkunarbúðir skammt fyrir utan Tamil Nadu. Samstarfskona Martins sýndi þeim litlar vinnustofur og er inn var komið, sat stúlka ein við vefnað í kringum hóp af iðjulausum börnum í skólabúning „Þegar við komum út, spurði ég hana hvort skólabömin væru ekki að vinna. Hún sagði að þegar eigandinn hafi frétt af komu okkar, skikkaði hann þau í skólabúninga til að láta líta út að þau væru öll í skóla.“ Auði gafst tækifæri til þess að talað við bömin eftir að eigandinn var farinn. Þá kom margt í Ijós sem engin íslensk móðir myndi óska bami sínu. „Ein átta ára stelpa var búin að vinna þama í ár og sagðist oft vera hrædd því ef hún gerði einhver mistök þá væri slegið á puttana á henni og hún húðskömmuð. Hana langaði að verða læknir þegar hún yrði stór. Svo talaði ég við einn strák sem varkannski svona fjórtán ára og hann hafði verið þama í sjö ár. Hann sagðist ekki eiga sér neina drauma, þetta væri bara vonlaus staða og hann sæi ekki ffam á neina framtíð. Ég man líka eftir strák sem var nýkominn í heimavistarskólann og þegar við spurðum hver áhugamál hans væm, þá vissi hann ekki hvað áhugamál var. Þá var hann spurður hvað honum þætti gaman að gera og hann svaraði bara; bursta tennurnar og þvo þvottinn minn.“ Hárhuottur einu sinni í viku Dagurinn hjá Auði byrjaði jafnan snemma. Morgunmaturinn og mataræðið almennt var ansi ólíkt því sem hún hafði áður vanist. Segja má að hún hafi meira og minna nærst á hvítum hrísgrjónum og ananas þetta sumar.Vatniðvarjafnframtaðskornum skammti og þótti Auði ákjósanlegast að fara í fotubað því lítið sem ekkert vatn kom úr sturtunni og því einungis um hárþvott að ræða einu sinni í viku. „Við unnum alla daga vikunnar nema á sunnudögum. Strákarnir hjálpuðu til í læknabúðunum. Við stelpumar vorum ýmist í skólanum, hjálpa til við matarúthlutanir eða skrá niður upplýsingar um börn fyrir umsóknir styrktarforeldra á íslandi. Stundum vorum við einfaldlega að vísa fólki í beina röð þegar það beið eftir læknisaðstoð og fólk er stundum að bíða hálfan daginn í röðinni." En hvað gerðuð þið svona ykkur til dægrastyttingar? „A kvöldin spiluðum við oft yfir drykk á svölunum eða fórum í sund. Það var ekki vel séð að við værum ein að flakka og David sem sá um okkur var alltaf með í for ef við fórum frá heimavistinni. Við lékum líka oft við krakkana eftir

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.