Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 12

Stúdentablaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 12
Kvikmyndanám Kvikmyndanám á háskólastigi Kvikmyndageró hefur heillað margan Islendinginn í gegnum tíðina. Sjálfsagt hafa mun fieiri haft áhuga á greininni en raun ber vitni og litillfjöldi áhugamanna lcert til verka í kvikmyndaskólum. Allt til ársins 1992 var engin leið að fá verklega kennslu hér á landi og því þurfti að leita út fyrir landsteinana. Kvikmyndaskólar hafa alla tíð verið dýr leið til að öðlast menntun í kvikmyndagerð og ekki hefur öllum gengið vel að fá fasta stöðu íþessum eifiða bransa. Árið 2008 standa íslendingum hugsanlega til boða tveir kvikmynda- skólar á höfuðborgarsvœðinu, Kvikmyndaskóli íslands sem starfað hefur síðan árið 2000sem samfelldur skóli og Listaháskóli Islands sem er að reyna að koma á laggirnar kvikmyndadeild á háskólastigi. Sú spurning hefur brunnið á mörgum hvernig hœgt sé að gera íslenska kvikmyndagerð að umsvifameiri atvinnugrein en hún er. Mikill áhugi virðist vera á að fjölga verkefnum og störfum eins og væntanlegt námsframboð gefur til kynna. Má telja það vœnlega leið til að efla innlendan kvikmyndaiðnað. Áttavillt í leitinni 23 ára gömul stúlka, sem á sér draum um að gerast kvikmyndaleikstjóri, skrifaði inn á Hugi.is árið 2005 að hún væri alveg áttavillt þegar hún leitaði að kvikmyndaskólum á netinu. Hún segist hafa heyrt að góðir skólar væru í Tékklandi og Danmörku en velti jafnframt fyrir sér hvort hún gæti ekki lært fagið upp á eigin spýtur. Hún lauk pistlinum með því að biðja lesendur um góð ráð. Meðal ráðlegginga sem hún fékk var að danski skólinn væri mjög góður og ekki svo kostnaðarsamur. Skólavistin kostaði 70 þúsund d. krónur fyrir þá átta mánuði sem námið stóð yfir. Innifalið voru tvær máltíðir á dag og heimavist. Einnig var henni bent á að margir sem öðlast hafa góðan frama í kvikmyndum hafi sótt þennan skóla, þar á meðal Lars Von Trier. Annað ráð sem hún fékk var að gerast „runner” hjá einhverju kvikmyndafyrirtæki. Það felst í því að vera hálfgerður sendill, viðkomandi fæst við öll litlu verkefnin sem upp koma. Þetta ku vera erfitt starf og mikið á áhugasömu ungmennin lagt en að sögn nokkurra sem hafa starfað sem slíkir er þetta vinna myrkranna á milli. í kjölfarið velti annar ráðgjafi því fyrir sér hvort kvikmyndafyrirtækin séu ekki bara að nýta sér áhuga fólksins enda virðist sem þetta sé að mestu leyti sjálfboðavinna. Enn annar fór ekki svo fínt í málin og orðaði þetta svo: „Þetta er mesta low-life starf í heimi og þú ert að fá lítinn sem engan pening fyrir að vera runner." Sumir sögðu henni bara að drífa sig að gera stuttmynd fyrir nánast engan pening og upp á eigin spýtur. Bentvar á að hægt sé að útvega sér klippibúnaði fyrir lítið fé og alltaf er hægt að verða sér út um kvikmyndatökuvél, hún þarf ekki einu sinni að vera mjög góð. Vinir eða vandamenn geta síðan verið leikarar og þá eru komnar allar forsendur til að framleiða mynd. Síðan þyrfti bara að vekja athygli á sér. (Ivað með Kvikmyndaskóla slandsP í einni athugasemdinni var stungið uppá að unga stúlkan skráði sig í nám í Kvikmyndaskóla íslands. Tekið var fram að þar þyrfti ekki að leggja út í kostnað fyrir kvikmyndatökuvél, klippigræjum eða öðru. Um lánshæft nám væri að ræða og það eina sem hún þurfti að gera væri að vera sannfærandi í viðtali vegna umsóknar. Ekki þurfti neina reynslu af kvikmyndagerð heldur væri öll lífsreynsla hennar metin. Að endingu var þó tekið fram að námið væri dýrt en með þessu móti kæmist hún inn í bransann. Kvikmyndaskóli íslands hefur verið starfandi síðan 1992. Skólinn starfar með viðurkenningu menntamálaráðuneytisins og með hliðsjón af lögum um framhaldsskóla og aðalnámskrá þeirra. Skólinn er einkaskóli en fram til ársins 2000 voru eingöngu haldin námskeið í nafhi skólans þó hann starfaði ekki sem slíkur. Árið 2002 flutti skólinn í gamla húsnæði Sjónvarpsins við Laugaveg þar sem aðstaða til kennslu var góð og einnig hafði skólinn yfir að ráða stóru myndveri. Núverandi heimilisfang skólans er hins vegar Lyngháls 5 og með flutningunum bættist aðstaðan enn frekar. Kvikmyndaskóli íslands er á framhaldsskólastigi og býður upp á Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Lístaháskóla íslands. Uósmyndari: Birgir Freyr Birgisson verklega kennslu. Nemendur ganga í öll möguleg störf meðan á náminu stendur og öðlast þannig góða þjálíún. Markmið kennslunnar er að tryggja að nemendur séu orðnir fúllfærir að sinna störfúm í bransanum að námi loknu. „Það hefur gengið mjög vel fyrir útskrifaða nemendur að fá vinnu. Um 40-60% nemenda hafa fengið störf í iðnaðinum eftir að hafa lokið námi,“ segir Böðvar Bjarki Pétursson, stjómarformaður skólans og bætir við að almennt séð hafi hann orðið var við mikla jákvæðni ffá fagmönnum í garð fyrrum nemenda skólans. Hámiippá2,4milljónir Námið hjá Kvikmyndaskóla íslands er 4 annir eða 2 ár. Kostnaðurinn er 600 þúsund krónur fyrir hverja önn eða 2,4 milljónir króna fyrir allt námið. Fyrir þessa upphæð fá nemendur aðgang að öllum tækjabúnaði skólans og er innanhús framleiðsla því mikil. Á fyrstu önn skila nemendur af sér stuttmynd sem þeir sjálfir standa að og leikstýra einnig tónlistarmyndbandi, þó ekki endilega ein og sér heldur er um hópsamstarf að ræða. Á annarri önn hefst frekari kennsla á tækjabúnað, handritagerð, leiklist og lokahnykkurinn er svo framleiðsla á „Sit-com” þætti eða hefðbundnum grínþætti á borð við Seinfeld eða Friends svo dæmi séu tekin. Það hlýtur að teljast nýstárlegt að hafa slíka framleiðslu á námskrá þar sem engir slíkir þættir eru í framleiðslu á íslandi og hafa tilraunir til þess orðið afar skammlífar og lítið bendir til breytinga að sinni. Á þriðju önn fer síðan í gang viðamikið verkefni hjá nemendum þar sem þeir undirbúa sjónvarpsþátt í „beinni” útsendingu og þurfa að sjá um allar tæknilegar hliðar verkefnisins. Það krefst mikillar hugmyndavinnu og undirbúnings og ræðst afraksturinn í einni atrennu þegar sjónvarpsþátturinn fer í loftið. Á lokaönninni skiptist hópurinn í tvennt þar sem unnið er að gerð einnar stuttmyndar sem fær ríflega úthlutun fyrir framleiðslukostnaði. Einnig gera nemendur einstaklingsverkefni sem verða frumsýnd á útskriftardegi. stórlækkað og útreikningar á kostnaði námsins taka mið af því. Með námi í kvikmyndalist á háskólastigi eflist kunnátta og þekking í íslenskri kvikmyndagerð á mikilvægustu þáttum greinarinnar. Samþætt menntun leikstjóra, handritshöfúnda og framleiðenda mun skila sér í öflugari og skilvirknari vinnubrögðum hjá þeim sem að kvikmyndalistinni koma. Með þessu mætti einnig stuðla að betri samvinnu til að búa til heilsteypt höfundarverk. Mikíðlagtíkennsluskrá Við undirbúning á kennsluskrá fyrir Listaskólann var leitað fyrirmynda hjá mörgum helstu og virtustu kvikmyndaskólum hins vestræna heims. Einnig var leitað ráðlegginga hjá bæði innlendum og erlendum listamönnum og sérfræðingum sem þekkja til uppbyggingar kvikmyndanáms á háskólastigi og hafa unnið við stór verkefni á sviði kvikmyndagerðar. Að sögn Hjálmars berast fjöldi fyrirspuma um af hverju kvikmyndanám sé ekki í boði við skólann, greinilegt sé að mikill áhugi er fyrir hendi. Listaháskólinn hefur góða aðstöðu til að koma námi sem þessu á laggimar og mjög auðvelt myndi reynast að fagfólki til kennslu þar sem eftirsótt sé að kenna við skólann. Fjárhagslega hliðin er alveg raunhæf og ljóst að 220 þúsund krónur fyrir eitt námsár í kvikmyndagerð á háskólastigi getur ekki talist há upphæð miðað við sambærilegt nám erlendis. Inntökuskilyrði yrði stúdentspróf eða sambærileg menntun og einnig þyrftu umsækjendur að sýna „möppu”, e.k. skýrslu sem sýnir hvað viðkomandi hefur gert til þessa. Inntökunefnd mundi síðan meta umsóknina sem og hvað þeir hefðu fram að færa. „Fólk getur verið með bakgrunn í bókmenntum, myndlistum eða skrifúm,“ segir Hjálmar. Talsmaður Menntamálaráðu- neytisins vildi ekki tjá sig um hvort líklegt væri að tillögur Listaháskólans um kvikmyndanám fengjust samþykktar fyrir árið 2008. Kvlkmyndpdelldliiá llstahaskolanumP U ndanfarin fj ögurár hefurListaháskól i íslands steftit að því að koma upp kvikmyndadeild en tillögur þess eftiis hafa enn ekki hlotið hljómgrunn í menntamálaráðuneytinu. Skólinn leggur áherslu á að vera heildstæður skóli allra listgreina. Þar fer nú fram menntun á sviði leik- og myndlistar, hönnunar, arkitektúrs, tónlistar og dans. Einkunnarorð skólans eru Sköpun og Miðlun og kvikmyndalist felur einmitt í sér báða þessa þætti. Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskólans, segir að kvikmyndadeild innan skólans myndi efla starfsemi skólans mjög og með námi í kvikmyndalist verði þeirri stoð komið undir skólann sem enn vantar. „Ég veit ekki af hverju ráðuneytið hefúr hafnað óskum okkar um samstarf við námið en ég er vongóður um að stjórnvöld geri sér grein fyrir mikilvægi námsins og átti sig á að þessi listgrein, eins og aðrar, eigi fúllt erindi í Listaháskóla íslands", sagði Hjálmar. Megináherslur í náminu myndu verða kennsla í handritsgerð, leikstjórn og framleiðslu/ffamkvæmdastjórn. Námið myndi verða til B.A. gráðu og yrði þetta þá fyrsta kvikmyndanámið á háskólastigi hérlendis. Skólagjöldin fyrir ársnám myndu vera þau sömu og í öðrum deildum skólans, eða 220 þúsund krónur. Þróun í stafrænni tækni hefúr gert það að verkum að kostnaður við kvikmyndagerð hefur Samkeppnieða stuðningurP Það er ekki að sjá að Listaháskólinn yrði í beinni samkeppni við Kvikmyndaskóla íslands um nemendur ef þar væri starfræk kvikmyndadeild. Þessir tveir skólar róa um margt á ólík mið hvað námsskrá og kennslu varðar. Böðvar Bjarki segir það stefnu skólans að styðja allt kvikmyndanám í íslensku samfélagi. „Að einhverju leyti yrði þetta stuðningur við skólann og að einhverju leyti samkeppni," sagði Böðvar og var sammála því að nám við Listaháskólann gæti í einhverjum tilvikum verið rökrétt framhald af því að útskrifast frá Kvikmyndaskóla íslands. Kvikmyndanám á háskólastigi væri óneitanlega vænleg viðbót í menntaflóru landsins þar sem íslendingar leitast sífellt við að vera í fremstu röð á öllum sviðum. Islensk kvikmyndagerð hlýtur að styrkjast sé menntunarstigið hærra og hlýtur einfaldlega að vera æskileg þróun. Oddur Björn Tryggvason obtl@hi.is 121 StúdentaMaðið

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.