Stúdentablaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 15
Launamunur kynjanna
íslenskur vinnumarkaður
Atvinnuþátttaka fólks á vinnumarkaði
er einna mest á aldrinum 25-54
ára eða 88% meðal kvenna og 97%
meðal karla. Atvinnuþátttaka kvenna
á þessum aldri ræðst að nokkru leyti
af fjölda bama og aldri yngsta bams
á heimili. Atvinnuþátttaka karla
25-54 ára virðist hinsvegar aukast
eftir því sem fleiri og yngri börn em
á heimilinu. Venjulegur vinnutími
kvenna á aldrinum 25-54 ára var 36
stundir að meðaltali árið 2002 og
minnkaði eftir því sem fleiri og yngri
börn vom á heimilinu. Vinnutíminn
var heldur lengri, eða 38 stundir, þar
sem ekkert barn var á heimilinu. Þessu
er öfugt farið hjá körlum. Venjulegur
vinnutími hjá 25-54 ára körlum var
í heild 50 stundir, 52 stundir ef böm
voru á heimili en 48 stundir ef ekkert
bam var til staðar.
iðnað fellur m.a. fiskvinnsla þar sem
jafnstór hluti starfandi kvenna og
karla vann. Innan þjónustugreina
er heilbrigðis- og félagsþjónusta
þar sem yfir fjórðungur kvenna á
vinnumarkaði starfaði árið 2003
samanborið við 4% starfandi karla.
Þá unnu 11% kvenna og 5% karla við
fræðslustarfsemi.
Segja má að skrifstofufólk sé
kvennastétt (87%) en véla- og
vélgæslufólk (95%) og sérhæft
iðnaðarstarfsfólk (86%) karlastéttir.
Konur eru fjölmennari í störfum
þjónustu- og verslunarfólks (65%)
en karlar em hins vegar í meirihluta
meðal bænda og fiskimanna (80%)
og stjórnenda og embættismanna
(67%)'. Jafnári kynjaskipting er
meðal sérfræðinga, sérmenntaðra og
ósérhæfðs starfsfólks.
Valdastörfog konur
vom konur þriðjungur félagsmanna
í Blaðamannafélagi íslands og Félagi
fréttamanna árið 2003. Konum hefur
fjölgað umtalsvert undanfarin tuttugu
ár en karlar em nú sem fyrr í miklum
meirihluta.
Meirimenntun-meiri
launamunur
Dr. Lilja Mósesdóttir prófessor
í hagfræði við Háskólann á
Bifröst hefur rannsakað launamun
kynjanna en í slíkum rannsóknum
hefur margsinnis verið sýnt fram
á launamun sem skýrist eingöngu
af kynferði. Lilja segir ástæðumar
margar, ein sé mikil atvinnuþátttaka
ófaglærðra kvenna sem starfa við
grunnþjónustu. Sérhæfðar, menntaðar
konur eigi þó ekki von á góðu heldur
í stjómunarstöðum í einkageiranum,
þar sem launamunur kynjanna er
mikill.
Konur í láglaunastörfum
Islenskur vinnumarkaður er mjög
kynskiptur og líklegt að svo verði
áfram að sögn Lilju. Konur vinna
láglaunastörf í mun ríkara mæli en
karlar. Stór hópur kvenna vinnur brýn
störf, eins og kennslu barna, en þau
em illa launuð burt séð ffá ábyrgðinni
og aukinni kröfu um menntun. Hluti
kvenna vinnur líka hlutastörf til að
geta sinnt bömum sínum. Lilja spyr
hvers vegna ábyrgðarhluti þeirra
sé meiri en feðranna? Niðurstaðan
sem hún fær felst að miklu leýti í
launamuni kynjanna. Hluti kvenna
er heimavinnandi, af hverju ekki
feðumir? Svarið er það sama.
Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að
hér á landi er 7-15% kynbundinn
launamunur, sem verður einungis
skýrður með kynferði.
Launaniunur kynjanna
Fjöldi starfandi eftir starfsstéttum, kyni og landssvæðum
-árstölur 1991-2006
20.000
18.000
2.000
Stjórnendur og embæt
Þjónustu- og verslun
Ósérhæft starfsfólk
I Sérfræðingar I I Sérmenntað starfsfól m Skrifstofufólk
I Bændur og fiskimenn I I Iðnaðarmenn I I Véla- og vélgæslufól
Konur í fullt starf
Konum í fullustarfiávimiumarkaðnum
fer fjölgandi. Hlutfall kvenna í fullu
starfi af starfandi konum hækkaði
úr 52% tímabilið 1991-1995 í 63%
árið 2003. Um leið lækkaði hlutfall
þeirra sem voru í hlutastarfi úr 48%
í 37%. Þorri karla hefur jafnan verið
í fullu starfi eða 88-90% á ámnum
1991-2003. Vinnutími karla á
vinnumarkaði er lengri en kvenna.
Arið 2003 unnu karlar alls 47 stundir á
viku að meðaltali en konur 36 stundir.
Vinnustundum kvenna hefur fjölgað
um tvær en karla fækkað um þrjár frá
1991-1995. Konur í fullu starfi unnu
að meðaltali í 43 stundir árið 2003 og
karlar í 49 stundir.
Kynskiptur vinnumarkaður
Vinnumarkaðurinn er enn kynskiptur.
Þetta kemur fram þegar skipting kynja
eftir atvinnugreinum og starfsstéttum
er skoðuð. Störf eru flokkuð í níu
megin starfsstéttir (ISTARF95).
Karlar vinstri hluti og konur hægri
hluti:
Karla-og kvennastéttir
Árið 2003 unnu 3% starfandi kvenna
og 10% karla við landbúnað og
fiskveiðar, 11% kvenna og 32%
karla störfuðu í iðnaði en meginþorri
kvenna eða 87% störfuðu við þjónustu
samanborið við 58% karla. Undir
Þrátt fyrir að atvinnuhlutfall og
menntunarstig kvenna hafi aukist
til muna undanfarin ár hafa konur
ekki skilað sér í áhrifastöður í
þjóðfélaginu.
Árið 1986 var kona í fyrsta sinn
skipaður hæstaréttardómari hér á
landi. Árið 2001 fjölgaði konum í
hæstarétti í tvær. í árslok 2006 sátu
níu dómarar í hæstarétti, tvær konur
og sjö karlar. Á sama tíma vom
tíu konur og 28 karlar dómarar hjá
héraðsdómstólunum átta.
Ekki verður hlutur kvenna meiri
þegar litið er til stöndugustu fyrirtækja
landsins. í Úrvalsvísitölu Kauphallar
Islands eru fimmtán félög. í júní 2004
voru 87 manns í stjómum þessara
félaga, 85 karlar og tvær konur sem
svarar til 2,3% stjómarmanna.
Þrátt fyrir að konum við löggæslu
fari fjölgandi þá störfuðu einungis
75 konur í lögreglunni árið 2003 en
728 karlar. Hlutfall kvenna er hér rétt
rúm 9%. Árið 2001 var þetta hlutfall
7% og rúm 4% árið 1997, samkvæmt
upplýsingum á vef ríkislögreglustjóra
embættisins.
Nú sem fýrr gegna karlar störfum
biskupa. Hins vegar fer konum
fjölgandi I hópi þjónandi presta og
vom fjórðungur þeirra í júní 2004
en 18% presta árið 1997. í kirkjuráði
sitja tvær konur og þrír karlar en á
kirkjuþingi sjö konur og átján karlar.
Þegar litið er til fjórðavaldsins þá
Lilja segir „Launaleynd algeng[a]
meðal stjómenda og hún þýði að
atvinnurekendur og launafólk haf[i]
ekki sömu upplýsingar um þau
laun sem verið er að greiða fyrir
viðkomandi starf eða sambærileg
störf. Það eru því miklar líkur á því að
einstaklingur sem tilheyrir hópi sem
fær almennt greidd lægri laun í
samfélaginu eins og t.d. konur vanmeti
launin sem í boði em og krefjist of
lágra lauria. Atvinnurekandi þarf að
gæta aðhalds í rekstrinum og því er
mjög freistandi að samþykkja eða
bjóða of lág laun, sérstaklega þegar
launaleynd tryggir að ekki komist
upp um samningana.“
Skilaðl baránan einhverjuP
í kjölfar kvennaársins 1975 var gerð
könnun á launamun kynjanna sem
leiddi í ljós að konur í þéttbýli höfðu
að meðaltali 45% af launum karla.
Nú, rúmum 30 ámm síðar, hafa þær
að meðaltali uin 65% af launum karla
þótt þær hafi bætt við sig menntun
og lengt vinnudaginn. Með þessu
áframhaldi verður launabilinu útrýmt
um mitt ár 2057! Meðallaun segja
ekki allt en þau spegla þá staðreynd að
konur standa ekki jafnfætis körlum,
segir Lilja.
mesturáíslandi
Launamunur kynjanna er meiri
á íslandi en í aðildarríkjum
Evrópusambandsins, ESB, samkvæmt
rannsóknum Lilju. Árið 2004 var
launamunur karla og kvenna mælt
sem meðallaun á klukkustund 28%
á íslandi en 15% að meðaltali í ESB.
Staðan hefur lítið breyst undanfarin
ár. Launamunur kynjanna á íslandi
var á bilinu 28-31% á ámnum 1998-
2004 og var öll árin mestur hér á landi
samanborið við aðildarlönd ESB.
Ástæður launamunar
Lilja segir veika jafnréttislöggjöf
skýra þennan launamun að hluta.
Launamunur karla og kvenna sé
mestur meðal starfsstétta sem eru
mjög kynskiptar og í einkageiranum
þar sem einstaklingssamningar eru
algengir.
Atvinnuþátttaka kvenna á Islandi
er meiri en hjá Suður-Evrópskum
konum, en þar er launamunurinn mun
minni. „Á Islandi er hlutfall ófaglærðra
kvenna á vinnumarkaði hátt og
flestar þessar konur em í láglauna
umönnunar- og þjónustustörfúm
sem kynsystur þeirra 1 Suður-Evrópu
sinna utan vinnumarkaðarins eða inni
á heimilunum," segir Lilja.
Ennfremur sé launamunur kynjanna
yfirleitt meiri í starfsstéttum þar
sem ríkir launaleynd. Launaleynd
kemur í veg fyrir frjálsa samkeppni
á vinnumarkaði þar sem fyrirtæki og
launafólk hafa ekki sömu upplýsingar.
Launaleyndin í einkageiranum á
Islandi er sem dæmi bönnuð með
lögum í Danmörku, Finnlandi og
Svíþjóð.
Þriðju skýringuna segir Lilja
vera vanmat á hefðbundnum
„kvennastörfum," (endurtekning)
það sé meira vandamál hér á landi
en á hinum Norðurlöndunum, þar
er launamunurinn mestur meðal
stjórnenda og sérfræðinga, eða
í störfum sem krefjast mikillar
menntunar.
Framtíðarhorfur
Er ísland að feta í sömu spor? Margt
bendir til að vaxandi launamunur
innan og milli starfsstétta verði
konum í óhag, að mati Lilju. Aukin
menntun kvenna þýðir að fleiri konur
komast í stjórnunarstöður, þar sem
launadreifinginermikilogfervaxandi.
Launamunur kynjanna eykst þegar
konum fjölgar í stjómunarstörfúm því
störf kvenna eru yfirleitt neðarlega í
launadreifingu þessa hóps. Dæmi um
þessa þróun er að finna í Svíþjóð og
Finnlandi. Tölur frá meðal annars
Hagstofú íslands benda til þess
að ávinningur þeirra kvenna sem
hafa klifrað upp launastigann á
undanfömum ámm hafi að einhverju
leyti verið eytt af konum sem hafa
dottið niður launastigann.
Úrlausnir
Lilja telur brýnt að endurskoða
núverandi jafnréttislöggjöf og færa
laun i hefðbundnum kvennastörfúm
til samræmis við laun í hefðbundnum
karlastörfum. Samfélagslegur
kostnaður sé mikill vegna tíðra
verkfalla og flótta menntaðs vinnuafls
úr störfum sem tengjast umönnun og
kennslu. Setja þarf töluleg markmið
til að draga úr launamun kynjanna
næstu fimm árin.
Langhlaup í launaiafnrétti
Konur bíða enn eftir þeim
sólskinsdegi þegar launamisrétti
á íslenskum vinnumarkaði heyri
sögunni til. Hefðbundin kvennastörf
verða þá metin til jafns á við
heföbundin karlastörf. Dagurinn
þegar menntakonan fetar sín fyrstu
spor á ffamabrautinni þar sem framlag
hennar er metið að verðleikum.
Þangað til sá dagur rennur upp heldur
baráttan áfram.
Berglind Eir Magnúsdóttir
bem4@hi. is
Bryndís E. Jóhannsdóttir
bej3@hi.is
Sigríður Omarsdóttir
siol5@hi.is
Stúdentablaðið 115