Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 28

Stúdentablaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 28
Námlð Farðu bara og gráttu! Þetta var ítrekad sagt við mig þegar ég fékk ekki stúdentaíbúó í haust. Satt að segja bjóst ég við að fá íbúð, einstœða móðirin utan af landi. Ég treysti reyndar á að fá íbúðina enda löngu búin að sœkja um leikskóla fyrir barnið mitt, fá þar inn og segja gamla leikskólaplássinu upp. Það þarf nefnilega að huga að slíku með miklum fyrirvara sökum biðlista sem hrannast upp eftir leikskólaplássi í Reykjavíkurborg. Svo leið og beið og ekkert gerðist, -aldrei fékk ég úthlutunina. Það var ýmislegt sem ég var ekki með á hreinu þegar ég sótti um íbúð á Stúdentagörðunum. Þetta voru atriði eins og að einstætt foreldri með eitt bam mætti aðeins sækja um tveggja herbergja íbúð í Hjónagarði eða Vetrargarði. Böm stúdenta sem eiga rétt á að fá sérherbergi verða að vera orðin fjögurra ára og ekki er nóg að þau verði það á árinu. íbúðimar sem em hugsaðar fyrir pör á Stúdentagörðunum eru stærri en íbúðimar sem ætlaðar em ijölskyldufóiki, munurinn er hátt í 1 Om2. Hver skyldi hugsunin á bak við slíkt sjónarmið vera? Kannski þurfa tveir fúllorðnir meira pláss en foreldri og bam? Þeir eru jú stærri sé talið í sentimetrum.Nýjuúthlutunarreglumar sem tóku gildi í júní 2006 gilda bara um einstaklings- og paraíbúðir. Það hefúr nefnilega aldrei verið forgangur fyrir fjölskyldufólk af landsbyggðinni í fjölskylduíbúðimar, það er sem sagt bara víðtekinn misskilningur og leiðréttist hann hér með. í ágústlok, rétt áður en skólinn byrjaði fékk ég svo staðfest að engin yrði íbúðin í þetta skiptið. Konan sem lét mig vita af þessu sannfærði mig hins vegar um að halda biðlistaúthlutuninni enda yrði ömgglega stutt í að ég fengi inni, jafnvel á næstu önn. Flott! Frábært! Hvað geri ég nú? Einstæð móðir, íbúðarlaus með leikskólapláss í Reykjavík - en ekki í mínu sveitarfélagi. Keyra á milli? Fara á almennan leigumarkað? Leikskólastýran var hin almennilegasta og ráðlagði mér að halda leikskólaplássinu. Þótt ég myndi örugglega fá íbúð eftir áramótin þá væri alls ekkert víst að ég fengi leikskólaplássið aftur. Nú vom góð ráð dýr og fólk lá ekkert á þeim. „Farðu bara og gráttu uppi á skrifstofunni" var ráðið sem ég fékk oftast að heyra. Fólk hélt því fram að þetta hefði virkað í gegnum tíðina. En ég hef mitt stolt og það var ekki til í dæminu að fara á skrifstofúna og kreista fram tár í þeirri von að ég yrði tekin fram fyrir einhverja, sem eflaust þyrftu alveg jafn mikið á íbúðinni að halda og ég. Jæja, þá var bara eitt í stöðunni og það var að fara á hinn almenna leigumarkað. Sem er klikkun. Ekki var fræðilegur möguleiki að finna lausa íbúð í nágrenni við Háskóla íslands. Leiguíbúð á því svæði kostar minnst 95 þúsund krónur á mánuði! Olíkt einstaklingum og pörum er ekki í boði fyrir einstæða foreldra að fara bara að leigja með „einhverjum" til að deila kostnaðinum og ólíkt fólki í sambúð ber einstætt foreldri allan kostnaðinn eitt. Niðurstaðan varð sú að til að halda leikskólaplássinu ákvað ég að keyra á milli í heilan mánuð. Eg var svo heppin að búa í Grindavík og átti því þennan möguleika í bakhöndina. Hvað ef ég hefði átt heima á Vopnafirði eða Bolungavík? Líklegast hefði ég þurft að fresta háskólagöngunni. Eg fann svo leiguíbúð á ásættanlegu verði í bílskúr í Sundunum. Að sjálfsögðu fékk ég svo stúdentaíbúðina langþráðu í janúar og þar búum við mæðgumar í dag alveg alsælar. Á Stúdentagörðunum er best að búa! Sigríður Omarsdóttir siol 5@hi.is Hvað er málið með venjulegt vs. lífrænt? Ég er rosa mikið fyrir að kaupa lífrænt ræktaðar vörur , á meðan vinur minn einfaldlega skilur ekki lífrænt ræktað hitt og þetta, hann nær bara ekki konseptinu og segir: afhverju geturu ekki bara keypt venjulegt grænmeti og vengjulega ávexti, þeir em miklu stærri og ódýrari. Ég fór þá aðeins að hugsa út í þetta venjulega ávexti sem em miklu stærri en þeir lífrænt ræktuðu!! hvað er svona venjulegt við það? Af hverju emm við farin að kalla stera ræktaða ávexti og grænmeti, svo ég tali nú ekki um öll skordýraeitrin sem er sprautað á þetta, venjulegt? Eiga það ekki að kallast óvenjulegir ávextir sem eru tröllvaxnir og skemmast ekki fyrr en eftir 4 vikur í kæli, hverslags rotvarnarefna sprautur þurfti þessi ávöxtur að fara í gegnum. Tala nú ekki um allar aðrar meðferðir sem hann þurfti að fá áður en hann getur lenti í innkaupakenunni hjá mér. Flestallirþessir“venjulegu”ávextirog grænmeti líta út eins og í teiknimynd, ekki einn einasti útlitsgalli. Allir steyptir í sama mótið. Þið hafið eflaust öll keypt ykkur rautt epli út í búð. Pmfiði næst áður en þið þvoið eplið að skrapa húðina á því með nöglinni og sjáið hvítuflögurnar sem renna af, þessar hvítu flögur em vax. VAX af hverju er verið að vaxhúða eplið mitt? Jú til þess að það líti gimilegra út, til þess að það virki aðlagandi sitjandi í ávaxtakörfunni bíðand eftir að verða étið. Ok þvoið þá eplið þegar þið komið heim, og prufið að skafa aftur með nöglinn. Haldiði að þetta vax sé eitthvað farið.. nei því það fer ekkert!! Þetta gimilega epli þarf því að skrælla til þess að losna við að borað allt þetta vax, en um leið og það er skrællað hverfur þessi rauði aðlaðandi partur af eplinu, emm við þá ekki kominn aftur á byrjunarreit? En ég spyr bara síðan hvenær urðu efnablandaðar vömr álitnar VENJULEGAR og hinar hreinu og tæru vömr eitthvað óvenjulegar og fást aðeins í sérverslunum? Er óekta ekki farið að vera aðeins of vemjulegt fyrir okkur? Díana Dögg Víglundsdóttir ddv@hi. is Heilagt vatn í hálfslíters flöskum Hetga Einarsdóttir, þjóðfrœðingur frá H.í. 2003, útskrifáðist með Mastersgráðu í þjóðfrœði frá University College Cork á Irlandi 2006. Hún Jiutti nýlega fyrirlestur í Háskóla Islands á vegum Félags þjóðfræðinga á Islandi undir yfirskriftinni Valkyrjur, hórur og heilagar meyjar: Imyndir og hlutverk írskra yfirnáttúrulegra kvenna. Hvað eiga valkyrjur, hómr og heilagar meyjar sameiginlegt? Jú, þær em allar vel þekktar og rótgrónar kvenímyndir í ýmsum heiðnum og kristnum samfélögum. Þær em ennfremur Mastersritgeróarefni Helgu Einarsdóttur þjóðfræðings. Helga rannsakaði ímyndir þessara kvenna i írsku samfélagi meðal annars með viðtölum við fólk sem telur sig hafa orðið vitni að birtingu Maríu meyjar og hlotið lækningu við jafn alvarlegum sjúkdómum sem krabbameini. Hún tók sjálf þátt í pílagrímsferð til eins helgasta pílagrímastaðar írlands, smábæjarins Knock þar sem María ku hafa birst bæjarbúum á 19. öld. Helga segir andrúmsloftið í Knock vera mjög sérstætt því þar kraumi eins konar samsuða af kristni og alþýðumenningu, allt í einum hrærigraut. Henni hafi þóttmjögskrítið að upplifa náin tengsl helgidómsins við túrismann þar sem allt úi þarna og grúi af börum, minjasölum, krönum þar sem hægt sé að tappa vígðu vatni á plastflöskur og fleira í þeim dúr. En fúrðulegast af öllu fannst henni þó alþjóðaflugvöllurinn sem þama er staðsettur svo pílagrímarnir geti flogið með beinu flugi á svæðið. Hún segist hins vegar hafa farið á staðinn með rútu og á leiðinni voru þrisvar sinnum þuldar bænir en líka stoppað til þess að farþegamir gætu fengið sér bjórkollu. Þetta hafi því ekki verið eins heilagt og hún hafði ímyndaó sér fyrirfram. Aðspurð segist hún alls ekki hafa viljað fara á mis við þessa upplifun enda hafi hún fengið allt aðra sýn á viðfangsefni sitt sem ekki sé hægt að öðlast eingöngu úr bókum. Fólkið sem Helga ræddi við kvaðst hafa séð allt frá Mærinni helgu til sjálfs djöfulsins og hún átti meira að segja samtal við hjón sem sáu þau sitt í hvom lagi á heimili sínu og í nánasta umhverfi þess. Sjálf segist hún þó ekki geta dregið neitt í efa enda eðli þjóðfræðingsins að skoða slíka trúarreynsluogpersónulegarupplifanir á menningarlegum forsendum. Hún viðurkennir að hún trúi frekar á mátt sannfæringarkraftsins í þessum tilfellum sem fleirum enda hafi það sýnt sig og sannað að sannfæringin ein og sér geti flutt fjöll. Helga segir áhugann á viðfangsefninuhafakviknaðþegarhún kom fyrst til írlands og tók eftir allri Maríudýrkuninni og hversu áberandi hún var. Mikið hafi borið á grottóum (manhgerðum steinhellum með Maríustyttum) sem voru staðsett við vegi og í miðjum íbúðahverfum. Hún hafi viljað bera þessa Maríudýrkun saman við eðli og náttúru heiðinna gyðja og kanna hvort ímyndir þeirra hefðu breyst og þá hvemig fram til dagsins í dag. Helga segir einmitt að nútímaþjóðfræðin heilli sig mest og birtingarmyndir hennar í menningu okkar og þjóðháttum. Þjóðfræðin fjalli í rauninni um það hvernig við tökumst á við raunveruleikann og því sé rangt að tengja hana bara við gamla tímann. Hún snúist ekki bara um gamlar rímur og fornar hefðir heldur líka nútímafyrirbæri eins og veggjakrot og rapp. Nína M. Jónsdóttir nmjl@hi.is 281 Stúdentahlaðið

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.