Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 18

Stúdentablaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 18
Fjölmiðlar Fjórða valdið Starfsaðferðir ffölmiðla er eitthvað sem flestir hafa skoðurt á. Ef minnsti grunur leikur á slagsiðu eða neikvceðum áhrifnm eigenda þá er almenningsálitið fljótt að láta í sér heyra. Umrœðan um rannsóknarblaðamennsku hefur farið hátt að undanförnu og i hvert sinn sem upp koma umdeild mál í þjóðfélaginu skýtur gagnrýni á fjölmiðla upp kollinum. Sjónvarpsþátturinn Kompás er oftar en ekki í hringiðu umrteðunnar og þá sérstaklega fyrir þcer nýstárlegu aðferðir sem notaðar eru íþættinum til að afhjúpa fréttir. Rannsóknarblaðamennska hljómar mjög spennandi. Hugtakinu fylgir ákveðin virðing og jafnvel frœgðarljómi. Er merkilegra að vera rannsóknarblaðamaður heldur en bara venjulegur blaðamaður? Stúdentablaðið ræddi við nokkra valinkunna blaða- og fréttamenn sem voru þó misviljugir að tala um starfsaðferðir kollega sinna og misuppteknir við fletta ofan af næsta stórmálL Flottaðflettaofanaf Eitt megin viðfangsefni rannsóknarblaðamennsku er að afhjúpa og draga fram mikilvæg atriði mála sem annars hefðu ekki litið dagsins ljós. Samkvæmt þessu getur margt flokkast sem rannsóknarblaðamennska. Olafur Teitur Guðnason, blaðamaður á Viðskiptablaðinu, segir að það virðist vera tilhneyging að tala um rannsóknarblaðamennsku ef eitthvað er dregið fram þvert á það sem verið er að fjalla um. Það skiptir þjóðfélagið afar miklu að flett sé ofan af mikilvægum málum. Gildir einu hvort um er að ræða afhjúpun á ósannsögli einstaklings eða varpa nýju ljósi á umfangsmikið mál. Að sögn Ólafs Teits er þetta sú rannsóknarblaðamennska sem fær mesta athygli og menn tengja oftast við hugtakið. Ennfremur segir hann að tilgangur blaðamennsku sé að segja hvernig hlutimir eru. Gagnrýnin blaðamennska sé jafnvel enn mikilvægara hugtak; að efast um hvemig fréttir em settar fram. Ekki megi taka hluti trúanlega í blindni án þess að kanna hvort þeir standist. Mannekla og tímaskortur Rannsóknarblaðamennska stendur ekki mjög traustum fótum að mati Agnesar Bragadóttur, blaðamanns á Morgunblaðinu. Slík blaðamennska eigi sér ekki djúpa hefð á Islandi. Agnes telur einkum tvö atriði hindra raurrverulega rannsóknarblaðamennsku hérlendis: „Það sem kemur einkum og sér í lagi í veg fyrir að hér sé ástunduð rannsóknarblaðamennska í einhverju mæli er fyrst og fremst mannfæð og tímaskortur. Þetta er óskaplega tímafrek grein blaðamennskunnar að stunda rannsóknir." Tímaskortur er einnig vandamál í blaðamennsku almennt og Ólafur tekur undir með Agnesi hvað varðar þetta atriði: „Þetta er ekki bara klisja. Ekki bara nöldur og kvabb í fréttamönnum sem segjast ekki hafa tíma til að sinna málum. Tímaskortur er vandamál og það segir sig sjálft að það kemur niður á vinnubrögðunum." Hins vegar telur Ólafur að staða rannsóknarblaðamennsku sé nokkuð góð og nefnir sem dæmi sjónvarpsþáttinn Kompás. „Þátturinn hefur haldið ótrúlega góðum dampi og eiginlega meiri en ég bjóst við að hægt væri og fengið verðskuldaða viðurkenningu fyrir.“ Agnes telur einnig að Kompás sé að gera mjög góða hluti sem hafa vakið þjóðarathygli og komið fram með mál sem ella væru kannski ekki mikið í umræðunni. Einkum og sér í lagi umfjöllun þáttarins um málefni Byrgisins og barnaníðinga. En Agnes bendir jafnframt á að þátturinn sé ekki einn um það. Thelma og Gerður Kristný rufu þann múr með útgáfu bókarinnar Myndin af pabba - saga Thelmu. Það má því segja að Kompás sé að sigla í kjölfar þeirra. Þetta samvinnuverkefni Thelmu og Gerðar Kristnýjarerrannsóknarblaðamennska þótt að Gerður hafi haft þessa geysilega dýrmætu upplýsingasprettu sem er Thelma. ÞsQttirnirsemvöktu moðarathygli Mjög fáir fjölmiðlar hafa tækifæri til að vera daga, vikur eða jafnvel mánuði að skoða einstök mál. Blaða- og fréttamenn eru jafnvel að leita frétta og skoða samhliða öðrum störfum. Allir fjölmiðlar reyna að stunda rannsóknarblaðamennsku og samkvæmt Jóhannesi Kr. ritstjóra Kompás, er þátturinn í óskastöðu með að rannsaka mál. Kompás fylgir vinnureglum Stöðvar 2 en hefur rýmri reglur til að bregðast við mismunandi aðstæðum. Farið er yfir hvert einasta mál og ákveðið fyrirfram hvaða aðferðir verði notaðar eins og t.d. földu myndavélar í bamaníðingsmálinu. Jóhannes segir að frelsi blaðamannsins eigi að vera mikið svo hann geti sinnt starfi sínu en jafnframt em reglurnar skýrar hjá Kompás. Ólafi finnst Kompás hafa hlotið verðskuldaða viðurkenningu í þjóðfélaginu en telur þó vinnubrögðin ekki hafa verið fullkomin eins og flest annað í heiminum. „Þátturinn sém slíkur um málefni Byrgisins náðu ekki að sannfæra mig um sekt Guðmundar. Mér fannst vanta umfjöllun um af hverju var þetta væri óeðlilegt sem hann var sakaður um að gera. Það vantaði að vitna í lagaákvæðin sem eiga við um samband sjúklinga og meðferðaraðila, misnotkun á trausti og hvort þetta geti varðað við lög og þess háttar. Það var ekkert minnst á slíkt. Það hefði þurft að upplýsa áhorfendur aðeins meira um hvað þau höfðu í höndunum. Farið var í kringum rós að þau hefðu ömggar heimildir í stað þess að segja að þau voru með myndir og af hve mörgun. Það vom alls konar spumingar sem vöknuðu sem sem ég hefði viljað fá svör við til að geta neglt þetta betur. Mér fannst nánast vera möguleiki eftir þáttinn að þetta væri ekki eins slæmt og það leit út fyrir að vera. Það vantaði einnig að hafa vamagla á að um hefndaraðgerðir gæti væri að ræða án þess að verið væri að afsaka gjörðir hans. Ástæðan er sú að ein fyrsta reglan í rannsóknarblaðamennsku sem og annarri blaðamennsku er að passa sig á heimildarmönnum. Hvaða hagsmuni hafa þeir? Af hverju eru þeir að tala við þig? Það er ekki alltaf að eintómri réttlætiskennd. Það geta verið önnur sjónarmið sem fréttamenn þurfa að passa sig á.“ Bamaníðingsmálið bar keim af æsifréttamennsku. Hvað átti að leiða í ljós? Þar var ekki neitt nýtt dregið fram og þeir duttu í lukkupottinn með dæmda kynferðisafbrotamanninn. En Ólafur tekur fram að báðar umljallanir hafi átt rétt á sér. Viltuvpra rannsoknarblaöamaður? Það er rétt að vekja athygli á því sem Agnes hefur að segja þeim sem hyggja á frama í Qölmiðlum: „Sumir sem ætla að leggja fyrir sig blaðamennsku hafa svolitlar stjömur í augunum í sambandi við rannsóknarblaðamennsku og horfa þá gjaman til guðfeðra rannsóknarb laðamennskunnar, þeirra Woodward og Bernstein í Washington. En starf eins og þeirra og árangurinn af starfinu byggir ekki á tveggja, þriggja ára reynslu. Hann byggir á áratuga reynslu í blaðamennsku, fréttaöfiun og greinaskrifum. Þannig að þeir sem hugsa sér að leggja fyrir sig blaðamennsku ættu ekki að hugsa of stórt í sambandi við rannsóknarblaðamennsku til að byrja með. En vona að með starfinu vaxi þeir upp í það.“ Agnes fór yfir vinnuaðferðir sínar við rannsóknarblaðamennskuskrif. „Þegar maður fær verkefni eða finnur sér verkefni sem krefst mikillar vinnu og skoðunar áður en skriftir eru hafnar þá eru það hefðbundnar aðferðir við gagnaöflun sem að maður notar. Maður reynir að búa sér til tenglanet og hafa samband og fiska sem víðast til þess að reyna að ná í einhverja heildarmynd. Það er fyrsta yfirferð. Sagan, atburðurinn eða hvað sem maður var að leita að er oft og einatt allt annað en það sem maður leggur 181 StúdentaMaðið

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.