Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 21

Stúdentablaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 21
Hljómsveitin spá sem minnst í því núna. Frosti: Sá markaður sem tók okkur einna best var í Þýskalandi. Þar var hlutunum hins vegar ekki fylgt eftir sem skyldi. Þess vegna væri ég persónulega tilbúinn að leggja meiri áherslu á þann markað í framtíðinni. ÞaNNIG AÐ ÞIÐ VITIÐ A ÞESSARI STUNDU EKKI HVORT PLATAN MUNI KOMA ÚT ERLENDIS? Bjami: Nei, í raun og vem ekki. Við erum fyrst og fremst ánægðir að vera lausir undan þessum samning við Sony sem var ekkert sérstaklega góður. Þröstur: Við emm nokkum veginn í sömu spomm og við vomm þegar Halldór Laxness kom út hér heima. Umboðsmaðurinn okkar er að leita að útgefanda erlendis sem og plötufyrirtækið okkar Smekkleysa. Eini munurinn er kannski sá að við emm orðnir aðeins gáfaðri og þekkjum betur inn á þennan bransa. 'Frosti: Ég tel það hins vegar afar ólíklegt að platan verði ekki gefin út erlendis. Smekkleysa hefúr einfaldlega lagt of mikið fjármagn og fyrirhöfn í hana til þess að íslenskur markaður einn og sér geti staðið undir henni. Enda er platan alltof góð til þess að Islendingar fái einir að njóta hennar. Hvað STENDUR þá til hjá ykkur á NÆSTUNNI. VERÐUR PLÖTUNNI EKKI FYLGT VEL EFTIR? Frosti: Jú, það stendur ekkert annað til en að reyna fylgja henni eitthvað eftir hérna heima. En í raun og vem vitum við samt ekki hvemig það verður. Við höfúm allir í nógu að snúast á hinum ýmsu vígstöðvum og emm bara að taka eitt skref í einu. Satt best að segja höfum við ekki náð að einbeita okkur mikið að mínus undanfarið. Bjami: Við munum reyna að spila eins og við getum í sumar. Enda er platan fúll af sumarsmellum. Þröstur: Þetta er sumarplatan í ár, ekki spuming. NÚ HEFUR TITILL PLÖTUNNAR THE Great Northern Whalekill VAKIÐ MIKLA ATHYGLI. HVAÐA VIÐBRÖGÐ HAFIÐ ÞIÐ FENGIÐ VIÐ HONUM OG ER EINHVER SÉRSTÖK ÁSTÆÐA SEM LIGGUR AÐ BAKI NAFNGIFTINNI? Frosti: Nafnið er í raun tilvísun í tvennt. Annars vegar breiðskífu með einni allra bestu metalsveit sögunnar, Pantera. Þeir gáfú á sínum tíma út plötuna The Great Southem Trendkill. Við leyfúm okkur þessa skírskotun ekki síst vegna þess að hljómsveitin Pantera er komin á goðsagnakenndan stall í rokksögunni. Hún er hætt og verður aldrei meir. Hins vegar emm við að vísa í það ástand sem upp kemur þegar smáþjóð eins og ísland hefúr hvalveiðar að nýju. A tímum þar sem græn náttúmhyggja er fyrirferðameiri en nokkm sinni fyrr. Þarna á sér stað árekstur sem okkur þykir í besta falli athyglisverður. Enda þótt hljómsveitin sem slík taki enga afstöðu í þessu máli virðist titillinn hvarvetna vekja upp spumingar og forvitni. Þröstur: Sumir hafa kosið að túlka hann á þann hátt að við séum yfirlýstir hvalyeiðiandstæðingar. Það er ekki rétt enda skiptar skoðanir á hvalveiðum innan bandsins. Bjarni: Þetta er einfaldlega frábært nafn á plötu, titill sem tekið er eftir. Að þessu sögðu kveð ég þá félaga en það er greinilegt að mínus ætlar sér stóra hluti með nýju plötunni. Það er óhætt að mæla með The Great Northem Whalekill. Ég legg því til að fólk kynni sér plötuna á heimasíðu hljómsveitarinnar www.myspace. com/minus eða hreinlega láti það eftir sér að kaupa hana. Ef Steingrímur J. Sigfússon og Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, verða einhvern tímann sammála þá er það í þessu máli. Einar Bragi Jémsson einajo@hi.is Spurning? Berglind Ósk Filippíudóttir Heyrst hefur að Silvía Nótt SÉ AÐ LEITA AÐ ÞÉR VEGNA HÖFUNDARÉTTARMÁLA. Æji, hún er algjört Fuck Face og skunkesíusjúklingur. Þessi geðsjúklingur er búinn að elta mig á röndum alveg frá því ég skapaði Silvíu Nótt. HeLDURÐU AÐ BRÓÐIR ÞINN VERÐl NOKKUÐ OFBELDSIFULLUR EF ÉG KEM HEIM TIL HANS? Hann er vanur að beita gesti harðræði þessi örfáu skipti sem fólk kemur í heimsókn. Hvar á hann heima? Veistu hvar Kringlan er? JÁ Já það er ekki þar, en ég veit ekki hvort það sé sniðugt að þú heimsækir hann miðað við fyrri kynni. ÞÁ FINN ÉG BARA HEIMILISFANGIÐ SJÁLFUR. Birgir Freyr Birgisson Sæll Birgir, má ég spyrja þig út f KOSNINGARNAR? Þetta er svolítið þreytt en þú mátt spyrja ef þetta er síðasta skiptið sem þú spyrð mig! HVAÐA FRAMBJÓÐANDA AF SAMA KYNl HEFÐIR ÞÚ HELST VIUA SOFA HJÁ? HVERSKONAR HÁLVITA SPURNING ER ÞETTA?! DRULLAÐUR ÞÉR ÚT EÐA ÉG TEK ÞETTA OG TREÐ ÞVÍ UPPÍ ...!!! N2E TONASTOim ÓþARFI AÐ ÆSA SIG, ÞETTA ER BARA SAKLAUS SPURNING HEFURÐU KANNSKl EITTHVAÐ AÐ FELA? AAAAARRRRRRRGGGGG! Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími: 552 1185* www.tonastodin.is

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.