Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 6

Stúdentablaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 6
Háskólinn Einn af þeim bestu 2011? Háskólasamfélag I stöðugri endurnýjun Guðrún Jóhanna Guömundsdóttir, starfsmannastióri Hí. Háskóli íslands er einn stærsti vinnustaður landsins. Þar starfa, auk tiu þúsund nemenda, um eitt þúsund fastráðnir starfsmenn og tvö þúsund stundakennar og lausráðnir starfsmenn. Megin hlutverk Háskólans er að vera vísindaleg rannsókna- og frœðslustofnun. Til þess að svo megi vera þarf fjölmarga ólíka starfsmenn. Starfsmannastefna skólans frá 2004 miðar að þvi að hann gegni lögmætu hlutverki sínu og uppfylli „réttmætar væntingar sem gerðar eru til skólans og starfsmanna hans.“ Til að ná þessu marki þarf hæfa starfsmenn sem sinna starfi sínu af áhuga og þekkingu. Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir starfsmannastjóri Háskólans talar um vinnustað sinn sem samfélag og starfið sem lífsstíl. Starfsmenn sem ganga til liðs við háskólasamfélagið þurfa að bregðast við síbreytiiegum þörfum nemenda sem og þjóðfélagsins. En hvernig gengur að ráða hæfa OG ÁHUGASAMA STARFSMENN TIL SKÓLANS? Það gengur oftast vel en þó misjafnlega eítir deildum. Það er erfitt að manna ákveðnar greinar en við stefnum í auknu mæli að sækja fólk erlendis frá. Eftir að bankamir fóru að ráða mikið af doktorsmenntuðum starfsmönnum þá hafa þeir laðað til sín afar hæfa einstaklinga sem við hefðum viljað fá til okkar. Þarf þá jafnvel að draga úr KRÖFUM? Nei, það gilda sérstakar reglur og lög um ráðningar akademískra starfsmanna. Þeir eru ráðnir samkvæmt hæfnisdómi. Nýjar reglur þar að lútandi taka gildi núna 1. maí n.k. Að jafnaði þurfa allir að vera með doktorsgráðu og það er sérstök dómnefnd sem fjallar um hæfni þeirra sem vísindamanna og kennara. Allir akademískir starfsmenn eru síðan ráðnir tímabundið meðan þeir sanna sig í starfi. Eftir fjögur ár er farið yfir hvort viðkomandi er búinn að ná þeim tökum á starfinu sem ætlast er til svo hægt sé að fastráða hann. Þá er einnig lögð mikil áhersla á virkni rannsókna. Starfsmenn þurfa því bæði að miðla þekkingu og skapa hana. Er mikil samkeppni milli Háskóla Á ÍSLANDI UM FAGFÓLK? Vissulega, það er sérstaklega samkeppni á þremur sviðum; viðskipta- og hagfræðideild, lagadeild og síðan verkfræðideild. Hún er minni í öðrum deildum en þó til staðar. Það er t.a.m. eitthvað um að fyrrum starfsmenn Háskólans hafi farið yfir til annarra skóla. Við búum við launaumhverfi ríkisstarfsmanna og starfsmannalög sem setja okkur ákveðnar skorður. En hins vegar er líka jákvætt fyrir Háskólann að háskólastigið í heild sé að eflast í landinu. Endurmenntun er mikilvæg Nú ER Háskólinn stór vinnustaður, HVERNIG ER STAÐIÐ AÐ STARFSÞRÓUN OG ENDURMENNTUN STARFSMANNA? Akademískir starfsmenn þurfa að ganga í gegnum hæfinisdóm og starfa mjög sjálfstætt. Starf þeira skiptist í kennslu, rannsóknir og stjómun. Þegar þeir hafa uppfyllt lágmarks kennslu- og rannsóknaskyldur fá þeir tækifæri til að fara í rannsóknamisseri. Þá eru þeir undanþegnir kennslu og geta helgað sig rannsóknum. Þetta tækifæri er hugsað sem eins konar endurmenntun. Háskólinn býður uppá mjög öflugt tengslanet út um allan heim, það er þvi algengt að kennarar fari utan og stundi þar rannsóknir í samstarfi við erlenda kollega sína. Við erum svo heppin að mikið af okkar starfsfólki er í samstarfi við öflugustu háskóla í heiminum. Hér fer fram gríðarlega mikið alþjóðlegt samstarf. Kennarar fá á þennan hátt tækifæri á að „endumýja" sig í eina önn og geta helgað sig algjörlega rannsóknum og þekkingarsköpun. Starfsmannasvið heldur síðan utan um endurmenntun annars starfsfólk. Við erum með fræðsluáætlun sem við gefúm út á hverju ári. Háskólinn rekur einnig Endurmenntunarstofnun þar sem mörgogmargvíslegnámskeiðeru í boði. Fyrir utan þetta þá er hér fjöldi opinna fyriflestra á hverjum degi. Þessir fyrirlestrar em oft í hádeginu til hagræðingar fýrir starfsfólk og ekki síður fólkið í landinu. Við viljum líka efla starfsþróun betur til að auðvelda fólki að færast til í starfi. Það eflir samvinnu og samskipti í stjómsýsiu að hægt sé að færa sig milli deilda. Hér er mjög vel tekið í alla endurmenntun. Hvernig mundirðu lýsa Háskólanum sem vinnustað? Þetta er mjög íjölbreyttur vinnustaður. Ég vil nú oft segja að Háskóli íslands sé samfélag, sérstaklega hvað varðar akademísku starfsmennina. í stjómsýslu er starfið venjubundnara, hefðbundinn vinnutími og okkar starfsskyldur em svipaðar þeirra sem vinna á almennum vinnumarkaði, ríkisstarfsmönnum sérstaklega. En kennararbúaviðsvokallaóakademískt frelsi sem er mjög mikilvægt til að gera fólki kleift að þróa og skapa þekkingu. Þeir verða að hafa frelsi til að velja hvað þeir rannsaka innan Uósmyndari: Birgir Freyr Birgisson sinna fræða. Þeir stýra tíma sínum sjálfir utan kennsluskyldunnar. En fræðimenn em líka í samstarfi sem verður æ mikilvægara eftir því sem skólinn stækkar. mrnarrneð atorgt Hverjir eru kostirnir við að STARFA HJÁ SKÓLANUM? Ég er mjög stolt af því að vinna hjá Háskóla íslands. Þetta er sú stofnun sem nýtur einna mestrar virðingar í samfélaginu. Mikill meirihluti rannsókna í landinu fara fram í hans nafhi. Þá er ég lika að tala um Háskólasjúkrahúsið. Að mennta framtíðar þegna er mjög göfugt starf.. Það fyllir mann stolti í starfi - þetta er ákveðinn lífstílf Þeirsem vilja vinnaaðrannsóknum og vísindum komast í ákveðið tengslanet í Háskólasamfélagi. Háskólinn er í samstarfi við fjöldann allan af erlendum háskólum sem auðveldar akademískum starfsmönnum allt aþjóðasamstarf. Þetta er mjög stór vinnustaður og skiptist í margar byggingar, því er nýtt Háskólatorg mjög mikilvægt. Þetta er bygging sem auðveldar fólki að koma saman. Auðvitað er starfsandinn og hvemig fólk upplifir vinnustaðinn örugglega mjög misjafnt bæði eftir deildum og nánasta umhverfi. Hverjir eru gallar skólans SEM vinnustaðar? Helst má neffta hvað skólinn er í raun dreifður. Ég held að Háskólatorg bæti þó mjög úr því. Ég held að við getum náð öflugri samstöðu og samkennd með stað þar sem allir koma saman. Fyrrverandi rektor, Páll Skúlason, barðist mikið fyrir þessari hugmynd um Háskólatorg. Hans draumur var að torgið yrði eins konar kjarni háskólasamfelagsins þar sem stúdentar, kennarar og gestir kæmu saman til að stunda nám og störf, sinna erindum, næra sig og 'eiga samskipti, eins og hann orðaði það. Háskólatorg kemur vonandi til að bæta starfsandann, það verði eins konar „lím“. Það má segja að íþróttahúsið sé eina húsið þar sem allir koma saman. Væri þó gott ef fleiri myndu koma þangað því aðstaðan' er frábær. Þangað koma bæði nemendur, kennarar og starfsfólk í stjómsýslu saman til að stunda líkamsrækt. Dugar ný aðstaða í Háskólatorgi TIL? Þetta verður vissulega mikil bót. I reisugildinu í apríl sást vel hvers konar bylting það verður að fá þessa byggingu, bæði fyrir nemendur og starfsfólk. Háskólatorg á að uppfylla húsnæðisþörf viðskipta- og hagfræðideildar og félagsvísindadeildar. Lagadeild og Hugvísindadeild verða einnig með einhverjar skrifstofur í húsinu. Skólinn hefur stækkað gríðarlega undanfarin ár og við höfúm þurft að leigja húsnæði hér allt í kring. Aðstaðan, þegar Háskólatorg verður tekið í notkun, dugar eins og staðan er í dag. En ef skólinn heldur áfram að vaxa svona hratt, þá getur það breyst. Undanfarin ár hefur verið gríðarleg aukning í bæði meistara- og doktorsnámi. Það gæti þó verið uppsöfnuð þörf sem mun jafnast út. En síðan er menntunarstigið í landinu að hækka og í dag fer meirhluti fólks í framhaldsnám að loknu stúdentsprófi. Hvort Háskólatorg dugar til helst í hendur við hversu hratt þjóðin stækkar. Torgið bætir aðstöðuna vissulega heilmikið fyrir Háskólasamfélagið. Allar þjónustustofnanir sem sinna stúdentum verða þarna samankomnar sem ætti að bæta samskipti og samvinnu. ÖII ásýnd Háskólans verður léttari og þama gefst tækifæri á að huga betur að þjónustu við nemendur. Forsendurnar eru til staðar Nú hefur Rektor Háskóla ÍSLANDS, KrISTÍN INGÓLFSDÓTTIR, lýst yfir því markmiði skólans AÐ KOMA HONUM MEÐAL 100 BESTU HÁSKÓLA í HEIMI. HvERNIG KOMA STARFSMENN OG STÁRFSMANNASTEFNA INN í ÞAÐ FERLI? Það er á margan og mismunandi hátt. Það kemur mjög sterkt fram í stefnunni að við þurfum að fá til okkar öflugt starfsfólk, öfluga vísindamenn. Aðalmarkmiðin eru framúrskarandi rannsóknir, kennsla, stjómun og stoðþjónusta. Þetta kemur náttúrulega allt starfsmannamálum við, eins og svo margt. Til þess að auka rannsóknavirkni, gæði rannsókna og auka samstarf við erlenda háskóla þarf að efla stoðþjónustu töluvert, bæði miðlæga en sérstaklega í deildum. Við vitum dæmi þess að í framúrskarandi Háskólum erlendis eru allt að fimm í stoðþjónustu á móti einum akademískum starfsmanni. Hér er það einn á móti einum eða minna. Það er ekkert lágmarkshlutfall sem gerir okkur einn af hundrað bestu háskólunum en með öflugri stoðþjónustu í kringum rannsóknir og kennslu hljótum við að ná markmiðum okkar fyrr. Hver er tímaramminn? Við erum með áætlun til 2011, það er markmið okkar. Fyrir þann tíma ætlum við til að mynda að vera búin að fimmfalda fjölda brautskráðra doktora, auka rannsóknavirkni og gæði rannsókna. Það gerum við m.a. með aukimti stoðþjónustu eins og ég nefndi áðan. Við viljum líka að þetta verði Alþjóðlegur Háskóli og því hefúr verið ákveðið að auglýsa allar lausar kennarastöður bæði innanlands og erlendis. Þannig má búast við fleiri og fjölbreyttari umsækjendum. Við viljum hæfileikafólk, hvaðan sem það kemur. Mannauður, betri aðstaða og tæki þurfa að vera til staðar til að Háskóli Islands verði einn af hundrað bestu háskólum heims. Sumar rannsóknir kalla á mikinn tækjakost og við viljurn efla sókn skólans í tækjakaupasjóði til að vísindamenn okkar hafi sem besta aðstöðu sem og þau tæki og tól sem þurfa. Við stefnum líka á að bæta upplýsingatækni, virkja stjómkerfið og efla gæðamenningu með ýmsum hætti. Þetta allt ætti síðan að leiða af sér enn betri menntun. Öflugt gæðastarf felur svo margt í sér - Háskólastarfið Nýja Háskólatorgið i byggingu. en flestar aðrar forsendur þess að við náum markinu eru til staðar. Við emm með vísindamenn sem eru í fremstu röð í heiminum í sínu fagi og margir þeirra hafa fengið virtar alþjóðlegar viðurkenningar. Verðum við ein af hundrað bestu 2011? Hvort það verður akkúrat 2011 veit ég ekki en ég held við verðum komin vel á veg. Bryndis E. Jóhannsdóttir bej3@hi.is er í sífelldri endumýjun. Við höfum alla búrði til að ná markmiðum 61 Stúdentablaðið

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.