Listviðir - 07.04.1932, Blaðsíða 12
£istviðír
6infeamynd
Hr Sex verur leíta hófundar.
u
Mannlegu eðli er svo farið, að fiestum þykir sitt hlutskipti heldur óglæsi-
legt, miðað við hlutskipti annarra. Menn vorkenna sjálfum sér og öfunda
aðra, og fáir verða fyrir meiri öfuund af þessu tæi, en listamenn. Því
veldur frægð sú og frami, er listamennskunni fylgir, ef heppnin er með.
En engir listamenn eru þó eins öfundaðir eins og söngvarar og leikarar.
Því veldur margt. Engir listamenn eiga eins beinan aðgang að almenn-
ingi, því að þeir sýna honum ekki eingöngu afrek sín, heldur ganga
þeir beint fyrir hann og mæla persónulega til hans, og að leikslokum er
þakkað með lófataki og lárviðarsveigum. Þetta er fljótglæsilegt, en með
fáum listaafrekum er listamanni jafn lítil fullnægja gerð eins og með
leiklistinni. Myndhöggvarinn skapar sitt verk og það stendur löngu eftir
að geta hans og líf er þrotið, málverkið hangir uppi þegar málarinn er
orðinn duft og aska, og skáldritið stendur áfram á hillunni, enda þótt
höfundurinn sé kominn milli fjögurra fjala. En leikarinn skapar fyrir
líðandi stund. Þegar tjaldið fellur er ekkert eftir af því listaverki, sem
hann hefir skapað, nema bergmál þess í iófatakinu. Þegar geta leikarans
er orðin ellinni að bráð, er hann gleymdur, og það lifa hann, el' vel er,
nokkrar ljósmyndir eins og ötnurlegur skuggi þess, sem var. Hlutskipti
leikara er því, rétt á litið,
ekki ýkja glæsilegt, og því
furðulegra er það, hve
margir menn iðka þessa
list, ekki sízt hér á landi,
þar sem hún ekki einu-
sinni gefur neitt í aðra
hönd. Það er að vísu ekki
mjög fjölmennur hópur ís-
lendinga nú, sem eitthvað
getur á því sviði; þar meg-
um vér Islendingar muna
tímana tvenna, því fyrir
svo sem 20—30 árum áttí
leikhúsið láð á fjölmenn-
um hóp ágætra manna.
Því skildara er að veita
þeim eftirtekt, sem uppi
eru.
Ungfrú Arndís Björnsdótt-
ir er ein með merkilegustu
leikkonum, sem vér höf-
um átt, og alveg sérstæð.
Það eru nú liðin 10 ár síð-
an hún fór að leika, og á
því tímabili heflr hún innt
í