Listviðir - 07.04.1932, Blaðsíða 20
£ í s t v í ð í r
Nýjasta kynslóðin
Fyrrum var litið á börnin og með þau farið
eins og fullorðið fólk. Nú er litið á fullorðna
fólkið eins og það væri börn meira eða minna
þroskuð. f raun og veru er enginn tekinn al-
varlega nú á tímum nema börnin og það er
vakað yfir hverju þeirra spori með angistar-
fullri nákvæmni.
Áður en barnið er í heiminn borið gerum við
allskonar ráðstafanir viðvíkjandi andlegu og
líkamlegu heilbrigði þess. Unga konan gengur
meira að segja svo langt, að hún hámar í sig
ákveðnar jurtategundir, með það fyrir augum,
að ef hún einhverntíma skyldi eignast barn, þá
yrði hún fær um að veita fóstrinu nægilegt
nauðsynlegra efna, og reiknar þá með öllum
þessum bætiefnum frá a—ö.
Þetta heitir nú að taka hlutina alvarlega. En
um meðgöngutímann höfum við allar stöðugt
samband við læknirinn og fáum frá honum ná-
kvæmar upplýsingar um ástand og háttu fóst-
ursins. Og ákveðnar og umhyggj usamar sækj-
7. apríl 1052
umst við eftir jurtafæðu og neitum okkur uro
sætindi ,til þess að fá kalk og salt í bein þess
og blóð. Kona 19. aldarinnar át um meðgöngu-
tímann það, sem hana langaði í og þegar hana
langaði í það. En við sveltum, þegar okk.ur
langar að fá fylli okkar, göngum langar leiðir,
þegar við helzt vildum liggja uppi á legubekk
og borða súkkulaði og étum spinak til mið-
dags, þegar við vildum allt annað heldur. Og
svo þegar barnið er í heiminn borið, þá skjót-
um við því í hendumar á lækni, sem eftir því
hefir beðið.
Þegar barnið svo hefir náð 6 mánaða aldri,
þá getur maður fundið köllun hjá sér til að
gera athuganir um gáfur þess og hæfileika.
Foreldrarnir hanga yfir vöggunni og hringja
lítilli bjöllu til hægri handar við barnið og at-
huga nú vandlega tiltektir þess. Barnið lítur
upp og virðir þennan hlut fyrir sér. Síðan er
biðið í eina eða tvær mínútur og þá er annarl
bjöllu ringt til vinstri handar við barnið og
hljóðlausri bjöllu er sveiflað, þar sem áður
var hringt til hægri. — Og móðirin er svo
hrifin af því, hve barnið er gáfað, — það er
alveg sama hvað það gerir. — Líti það til
hljómandi bjöllunnar, — hve miklum gáfum
lýsir það ekki, að það skuli athuga það, hvaða
bjalla það er, sem hringir. — En líti það til
hinnar þögulu, — hve framúrskarandi barn
að muna staðinn og setja þessa hringingu í
samband við hina fyrri. Miklar uppgötvanir
eru gerðar í sambandi við alla hluti, en oft
getur verið erfitt að ákveða hvort hann er
20