Listviðir - 07.04.1932, Blaðsíða 13
7. apríl 1932
) r n s d ó t t i r
42 hlutverk af heudi. Þau hafa verið ærið margvísleg og ólík, og farið
henni misjafnlega vel. Er það að vonum, þar sem hún skapar hlutverk
sín með mjög sérstæðum hætti. Venja flestra góðra leikara er sú, að þeir
lifa hlutverkið, en leika það ekki, ef svo mætti segja. Þeir fara sjálfir í
ham persónunnar, og láta hana verða eins og þeir myndu verða, ef likt
stæði á fyrir þeim. Leikurinn er því lýsing á við horfi þeirra við atvikunum
(subjektiv leikur), og skapa næmir og fjölhæfir leikarar oft dýrindislista-
verk með þeim hætti. Slíkum aðferðum beitir ungfrú Arndís lítið eða
ekki. Henni er sama hvernig henni myndi fara, ef hlutverkið væri henn-
ar hlutskipti. Hún athugar aðra menn og tekur eftir því hvernig þeim
fer, ef líkt stendur á, og skapar síðan hlutverkið upp úr athugunum sín-
um á mönnunum (objektiv leikur). Þar sem aðrir beita tiifinningunum
beitir hún heilanum og eftirtektagáfu sinni, hún lifir ekki í hlutverkun-
um á þann hátt, að hún sýni viðhorf sitt til atburðanna, heldur almennt
mannlegt viðhorf til þeirra, einsog það kemur henni fyrir sjónir. Það
kennir fræðimennsku í leik Arndísar; það er eins og athugull náttúru-
fræðingur sé þar að verki, sem ályktar rökrétt af því, sem hann sér.
Fyrir bragðið verður leikur hennar svo eðlilegur og trúr, að hver mað-
ur finnur í honum að einhverju leyti sjálfan sig eða aðra, sem hann þekk-
ir. Þetta veldur því og að leikur Arndísar
er alltaf rólegur, því endaþótt stormur sé,
er hún ekki sjálf í storminum. Þetta er
kostur, að minnsta kosti hjá henni, því
við það verður allt ljósara og minna sem
glepur. Það er einmitt höfuðeinkenni á leik
hennar, hvað hún leikur rétt, skilmerkilega
og skiljanlega, og að hún forðast allt útflúr
og víravirki. Það er því ekki nema von-
legt, að Arndísi þyki hlutverk dótturinnar
í leikriti Pirandellos, „Sex verur leita höf-
undaru, vera skemmtilegasta hlutverkið,
sem henni hefir verið fengið, því að þar
reynir sérstaklega á skilning á öðrum og
athugun. Arndís hefir og leikið Hedvig í
„Villiöndinu eftir Ibsen, og er það af sömu
ástæðum eitt bezta hlutverk hennar. Arndís
er allfjölhæf, sem þó ekki þyrfti að vera,
eins og leikgáfu hennar er að öðru farið,
og hlutverk gjörólík þessum fara henni
ágætlega. Veldur því víðtæk gáfa og næm
smekkvísi. Það getur verið að Arndís eigi
eftir að þroskast og ná enn meiri tökum á
getu sinni, en hún er þó nú einn af listfeng-
ustu leikurum vorum. Gudbr. Jónsson.
iiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
13 1
‘Coínette í 'jmyndunarveikín