Listviðir - 07.04.1932, Side 16

Listviðir - 07.04.1932, Side 16
£ i s t v í ð í r 7. apríl 1952 laut niður til að ná í blómin. Einnig maðurinn laut áfram. Barbro hrökk við. Hún sá nú andlit hans. Það nálgaðist hana þarna hinum megin við rúðuna. Hann horfði ekki á blómin. Hann hafði séð hana við gluggann. Þykk efrivör drógst upp og sýndi hvassa tannbúta í glottandi snjáldri. Stórt bogið nef lor í fellingar, eins og það væri að þefa. Aug- un voru hvöss og stingandi. Þau reyndu að draga hana til sín, — vildu henni eitthvað. Svo sem hvað? Og þegar hann tók við þessum undarlegu jurtum, þá krepptust þær eins og klær, sem vildu rífa og tæta. Barbro beið ekki boðanna. Ilún hljóp lafmóð niður strætið. Hún þorði hvorki að hægja á sér, eða líta aftur. Hún rak sig á fólk, og fann hvassa olnboga verða fyrir sér. Bifreið öskraði aðvarandi og hún slapp með naumindum yfir á hina gangstéttina. Æfintýrið. Brönugrösin. Hverskonar vitrun var það er þau höfðu opinberað henni? Var nú ekkert sem framar væri hægt að þrá, að kveljast af þrá eftir. — Uppbrett efrivör, þef- Soffía Guðlaugsdóttir leikkona í næsta blaðí birtist grein um hana ásamt myndum. Uppáhaldsleikari Reykvíkinga. Friðfinnur Guðjónsson andi nasir, eins og á stórum hundi, sem finnur iykt af feitum bita. Ó, þá væri lífið lítilsvirði. Og nú fann hún kuldann í kring um sig — og myrkrið. Nú var rökkrið fagra flúið. Myrkur. — Nótt. „Þú kemur seint heim“. Það var áminningarrödd móður hennar. Barbro fór inn í herbergið sitt. Þar lágu skólabæluirnar í hlaða á skrifborðinu. Hún fletti upp í einni þeirra og fór að tauta hálfhátt, til þess að læra kaflann utanbókar. Og herbergið byrgði hana aftur innan fjög- urra vegg'ja sinna. Húsgögnin virtust dauflit- uð í ljósbirtunni. Barbro taútaði í hálfum hljóðum og hélt báðum höndum fyrir eyrun. Hún vildi ekki hlusta eftir rándýrunum, sem læddust í kring um húsið. 19

x

Listviðir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listviðir
https://timarit.is/publication/599

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.