Listviðir - 07.04.1932, Blaðsíða 7
7. apríl 1952
£ 1 s t v i ð i r
þótt það áður hefði verið ætlun
mín að gera það að atvinnu
minni að mála andlitsmyndir“.
Þegar hér var komið vorum
við komnar inn á vinnustofu
Miss Brahams og meðan ég;
var að hlusta á frásögn hennar
um skólaárin, renndi ég augun-
um eftir liillunum, sem voru í
stofunni og virti fyrir mér
fjöldamarga ■ uppdrætti, sem
hún hafði gert, suma með blý-
anti, en suma með bleki.
Iiún fór þá að taka þá niður
og sýna mér og þegar ég
spurði hana, skýrði hún ná-
kvæmlega fyrir mér, hvernig
vinnu hennar væri varið.
Þegar búið er að lesa kvik-
myndaleikritið og endanleg
ákvörðun hefir verið tekin um
hvert leiksvið, sem á að kvik-
mynda, tekur Miss Braham
eftirrit af handritinu og athug-
ar hvert leiksvið út af fyrir
sig.
Þegar hún er búin að athuga
nákvæmlega allt, er nokkru
máli skiptir á leiksviðinu, sem
hún ætlar að fara að vinna að,
svo sem alla innganga á leik-
sviðinu, þar sem leikendurnir
verða að koma eða fara, ofna,
glugga, húsgögn, yfirleitt allt
smátt og stórt, sem tilheyrir
leiksviði, sem á að kvikmynda,
gerir Miss Braham ofurlítinn
blýantsuppdrátt, þar sem allir
þessir hlutir eru sýndir ná-
kvæmlega þar, sem þeir eiga
að vera. Þegar hún hefir full-
vissað sig um, að allt það, sem
á að vera á leiksviðinu, er á
uppdrættinum og á algeHega
réttum stað, íhugar hún vand-
lega, hvort ekki beri að bæta
við einhverjum húsgögnum, út-
búnaði, skrauti eða einhverju
öðru, sem mundi gera leiksvið-
ið eðlilegra.
„Þeg'ar ég er búin ab því“,
segir Miss Braham, „leita ég
að smiðnum og við ráðgumst
um þær breytingar, sem hann
óskar eftir og þær uppástung-
ur, sem hann hefir að gera.
Þegar við erum orðin þess full-
viss, að leiksviðið sé eins og
við óskum eftir, bý ég til ofur-
lítið mót af leiksviðinu í rétt-
um hlutföllum“.
Á meðan hún var að skýra
þetta fyrir mér, stakk hún
hendinni inn í skáp nokkurn og
tók úr úr honum fjöldann all-
an af snildarlegum leiksviðs-
mótum, öll með nákvæmlega
réttum hlutföllum. Eitt af því
var eftirlíking á enska hjóna-
skilnaðardóminum (English
Divorce Court). Til þess að
geta búið hana til eyddi hún
nálega heilli viku í dómssaln-
um sjálfum og veitti nákvæma
eftirtekt öllu smáu og stóru,
sem þar er. Hvernig hún hefir
farið að því að búa til svo ná-
kvæma eftirlíkingu á dóminum
er méi óskiljanlegt og það þvi
fremur, að hún samkvæmt
ófrávíkjanlegri reglu í hjóna-
skilnaðardóminum, hvorki fékk
að gera þar nokkum uppdrátt
né skrifa nokkuð niður. Annað
mót, sem hún sýndi mér, var
af mjög fínni dagstofu, sem
notað var í kvikmyndinni
Should a Doctor Tell?
„öll mótin eru úr borðum,
sem gerð eru úr hvítum viði og
standa á litlum viðarbjálkum.
Það lá nærri, að ég ósKaði þess,
að ég væri aftur orðin bam —
ég hefði tímum saman getað
leikið mér að þessum blekkj-
andi barnaleikföngum, að þvi
að setja saman úr borðunum
fyrst viðtalsstofu læknis í
Harley Street, síðan ef til vill
setustofu í einhverju hóteli og
óteljandi aðrar stofur eða önn-
ur leiksvið, allt eftir því, hvað
mér hefði dottið í hug í það
og það skifti.
Miss Braham setur saman
úr borðunum leiksviðið, sem
hún er að vinna að, og þegar
það er fullgert notar hún það
til að gefa smiðnum, málaran-
um, rafmagnsfræðingnum og
öllum öðrum, sem eiga að
vinna að leiksviðinu, bending-
ar um það, hvernig það eigi
að vera.
Mér fannst sú almenna
þekking, sem Miss Braham hef-
ir, alveg ótrúleg, og þó segist
hún enn alltaf vera að læra. I
hvert skifti, sem hún mótar
nýtt leiksvið aflar hún sér nýs
lærdómsforða. Hugsið ykkur
heila, sem á að geta mótað
leiksvið frá öllum tímum fra
syndaflóðinu og fram á okkar
daga þannig, að hvert smáræði
sé í samræmi við tímana, sem
um er að ræða! Leiðbeinandi
má elcki leyfa sér að gera nein-
ar verklegar villur — almenn-
ingur hefir allt of gott auga
fyrir þeim, jafnvel þótt smiðn-
um sæist yfir þær.
Miss Braham hefir verið
eini leiðbeinandinn á vinnu-
stofu brezka Lionkvikmyndafé-
lagsins í Beaconsfield, síðan það
félag var stofnað. Þessi gáfaða
kona hefir einnig aðstoðað
leiðbeinendur á öðrum vinnu-
stofum, einkum Gainsborough-
vinnustofunni.
Ég tek ofan fyrir Miss
Braham. Hún vinnur meira en
flestar aðrar konur og ég er
viss um að hún er ánægðari
en þær flestar. —
S T A K A
Þar, sem fellur foss úr hlíð
fagur, niður á hamrastalía,
heyri eg lands míns lögin blíð,
laðandi rnig til sín kalla. j. j.
7