Heimir : söngmálablað - 01.03.1939, Blaðsíða 7

Heimir : söngmálablað - 01.03.1939, Blaðsíða 7
H E I M I R 3 in gert í drápum og flokkum eða rimum, og að svo miklu leyli, sem slíks hefur nokkuð gætt i tónlist, hef- ur það komið fram í kirkjunni. En hún kom frá upp- liafi vega sinna með úllenda tónlist, sem koðnaði hér niður á ýmsan hátt, nema einmitt að þvi leyli, sem einstakir afburða raddmenn liéldu uppi einum þætli hennar, tóninu, og gerðu það glæsilega. Þetta, sem ég lief nefnt, hefur mótað viðfangsefni íslenzkrar tónlist- ar, þau liafa verið lítil og persónuleg og mest ætluð einum eða tveimur mönnum — tvísöngur, rímur og einsöngslög — gripin úr daglegu lífi og túlkandi gletni og angurværð eða raunir þjóðareðlisins. Stærri við- fangsefni liafa menn fram á seinustu tíma gengið á snið við, sumpart af skorli á þekkingu og tækni, sum- part blátt áfram af því að það, sem þeim lá á hjarta, virlist þeim koma nógsamlega fram í sluttri stemrnu og litlu lagi, að sumu leyti eins og þeir vörpuðu fram ýmsum beztu hugsunum sínum í lítilli ferskeytlu. Þelta var þjóðlegt einkenni, í kostum sínum og takmörkunum. Ég lield að hinar almennu vinsældir Sigvalda Kalda- lóns séu af því sprottnar, að liann er þjóðlegt tónskáld i þessum skilningi. Hann hefur liitt gamla þjóðlega tón- tegund, sem jafnframt snertir almennan mannlegan slreng viðkvæmninnar. Og af þvi að liann hefur mjög næma og smekkvísa lagtilfinningu — söngfróður maður hefur sagt mér, að liann hafi alveg óvenjulega melo- diska æð — samfara góðu islenzku brageyra. Þess vegna hefur hann sungið mörg íslenzk kvæði inn i huga fólks- ins meira en fleslir aðrir. Og þetta er ekki tilviljun og ég held að Sigvalda Kaldalóns sé þetta sjálfum ljóst. Hann sagði einu sinni í bréfi til min: „Eg byrjaði snemma að hafa yndi af söng, móðir mín söng með sinni blæmildu rödd í hug mér mild og blæfögur lög og faðir minn kvað fyrir mig rímur, svo að ég fékk snemma okkar þjóðlega blæ í hug minn.“ Eg veit annars ekki svo margt um ætt Sig-

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.