Heimir : söngmálablað - 01.03.1939, Side 15

Heimir : söngmálablað - 01.03.1939, Side 15
H E I M I R 11 — ég er sannfærður um að þið munuð sigra — þið syngið betur en þessir þarna — minnist fögru norrænu söngvanna okkar — sýnið ekkert hik — þá mun allt ganga að óskum Þetla óvænta atvik blés sannar- lega kjarki í brjóst söngmönnunum. En þá kom fyrir smáatvik, sem spáði ekki góðu. Arpi söngstjóri svip- aðist um eftir einhverju, sem hann gæli notað sem söng- stjórapall. Var honum þá fenginn stóll. En þegar hann var „stiginn í stólinn“, brast stóllinn. En svo var þessu kippt í lag og Arpi gaf tóninn — og: „Hör oss Svea, moder át oss alla“ hljómaði um salinn alvöruþrungið og tignarlega úr 90 mannsbörkum, og um leið var ís- inn brotinn og söng kórinn sigurglaður. Aldrei áður bafði þessi fagri lofsöngur Wennerbergs verið eins vel sunginn. Þegar síðustu tónar lagsins höfðu liðið út, braust út fögnuður áheyrenda. Það var sem stormur færi um sal- inn, og hafði fögnuður áheyrenda um kvöldið verið sem blíður blær bjá þvi, sem nú var. Sænskur maður, sem þessi frásögn er tekin eflir, kveðst aldrei hafa vitað aðra eins hrifningu. Lófaklappið, fótastappið menn risu úr sætunum og hrópuðu af gleði og kvenfólkið veifaði vasaklútunum — og jafnvel hin virðulega dóm- ncfnd gleymdi sér og stóð upp og klappaði í sífellu eins og aðrir. Það var nú létl að syngja „Brúðförina“ á eftir, sem einnig vakti mikla hrifningu. Belgarnir komu til hinna sænsku söngbræðra, meðan salurinn ómaði allur af fagnaðarlátunum, föðmuðu þá að sér með tárin í aug- unum. Söngkeppnin bafði farið fram í sex flokkum eftir gæðum. Svíarnir böfðu unnið sigur í efsta flokknum — og voru þeir eini kórinn, sem keppti i þeim flokki. Þeir fengu eftirá að vita, að belgiski kórinn liafði í fyrslu ætlað að keppa um verðlaunin í þessum flokki, en þeir höfðu horfið frá því, eftir að hafa heyrt sænsku

x

Heimir : söngmálablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.