Heimir : söngmálablað - 01.03.1939, Síða 33

Heimir : söngmálablað - 01.03.1939, Síða 33
HEIMIR 29 GLETTUR. Söngvarinn Sleszak var spaugsamur. Einu sinni fékk hann svohljóðandi símskeyti frá söngstjóra, sem vildi ráða hann til að syngja i óperu: „Hundrað mörk. Þúsund kveðjur.“ Sleszak sendi honum skeyti um hæl: „Þúsund mörk. Hundrað kveðjur.“ * Richard Strauss stjórnaði á sefingu í Dresden Alpahljóm- kviðunni eftir sig. í þeim þœtt- inum, er heitir „Þrumuveður og rok“, misti konsertmeistarinn fiðlubogann skyndilega úr hendi sér. Strauss hœtti jafn skyndi- lega að stjórna, leit yfir hópinn og sagði: „Mér þykir það leitt — en við verðum að endurtaka þrumuveðrið, því konsertmeist- arinn missti regnhlifina sina!“ * Ibsen bylti sér í gröfinni, leit upp og sagði við Wagner: „Hvi- likir tímar! Nú eru þeir farnir að afskræma leikritin min í kvikmyndum." — „Taktu þetta ekki nærri þér,“ sagði Wagner, „þú sætir þig bráðlega við þetta. Það eru áratugir síðan þeir fóru að misþyrma lögunum mínum á Iýrukassa.“ * Óperan „Traviata“ eftir Verdi er sorgarleikur. Efnið er snið- ið etfir „Kamelíufrúnni“ eftir Dumas. Aðalpersónan í óper- unni er látin veslast upp og deyja úr tæringu i síðasta þætti. Þegar óperan var sýnd í fyrsta sinn í Feneyjum 1853, tókst svo til með valið á söngkonunni, sem fór með þetta hlutverk, að hún var bæði stór og digur. Þegar komið er fram í siðasta þáttinn, hefir læknirinn orð á því, að tæringin fari brátt með fjörið veika. Þegar áheyrendur heyrðu þessi orð, fóru þeir að brosa, því þeir sáu, að söng- konan var feit og sælleg og ekki lík aðframkomnum tæringar- sjúklingi. Og svo þegar einhver úr áheyrendahópnum hrópaði til læknisins á söngsviðinu: „Sérðu ekki maður, að hún er feit eins og rúllupylsa frá Bo- logna!“, þá skalf allt húsið af hlátri. Þetta atvik varð til þess með- al annars, að frumsýningin á þessari frægu óperu mistókst. * Brahms var ómannblendinn og stuttur í spuna við ókunn- uga. Hann dvaldi oft á baðstöð- um, og þá voru margir, sem vildu kynnast snillingnum og gáfu sig á tal við hann. En hon- um var lítið um það gefið og reyndi jafnan að koma þeim af sér. Einu sinni hafði hann sezt á stein við þjóðveginn, til að hvíla sig, og kom þá lil hans amerískur ferðalangur og sagði: „Er það ekki Mr. Brahms? Mig hefir alltaf langað til að kynn-

x

Heimir : söngmálablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.