Heimir : söngmálablað - 01.01.1923, Qupperneq 6
HEIMIR
1923
þaulvant fólk eigi í hlut. En ef svo
er ekki, fer óhæfilega mikill tími til
einskis fyrir þeim, sem bíða, á með-
an hverri rödd fyrir sig er kent.
Alger utanaðkensla ætti að leggjast
niður úr þessu. þó að menn sjeu ekki
sönglærðir, þá komast þeir fljótt upp
á að lesa nótur sjer til gagns. þeir
fylgja sönglínunni eftir, sjá hvar rödd
hækkar eða lækkar, lengd nótnanna,
þagnarmerki, framburðartákn o. fl.
Jafnvel þó að söngstjóri yrði sjálfur
að afskrifa allar raddir, þá mundi sú
fyrirhöfn borga sig. Um þetta nánar
í öðru sambandi.
þegar á æfingu kemur, á söngstjóri
að vera búinn að kynna sjer til hlítar
það, sem hann ætlar að kenna. Ilann
má eigi vera í vafa um nokkurt atriði,
en geta talað um alt „eins og sá, sem
vald hefir“.
Ef eitthvað er við textann að at-
huga, t. d. merking oi’ða eða fram-
burð á útlendu máli, þá leiðir söng-
stjóri athygli að því. Hann gerir grein
fyrir hljóðfajli og rjettum áherslum,
enda eru margir mjög þurfandi fyrir
leiðbeiningar í þeim efnum. Hann
bendir á staði, þar sem anda skal. Ef
nótnablöð eru notuð, þá er tryggast að
setja andardráttarmerki á blöðin, svo
að eigi sje um að villast.
Ef ókunnugt lag á að æfa, er best
að söngstjóri leiki það á hljóðfærið,
svo að flokkurinn fái nokkra hugmynd
um það. Vitanlega verður hann að
geta tekið það rjettum og föstum tök-
um. Að öðrum kosti er leikur hans til
ógagns. Ilann bendir nú á það í lag-
inu, er honum finst ástæða til, og byrj-
ar síðan að kenna hvora röddina fyrir
sig. Leikur hann þá röddina (tvöfald-
aða í áttundum) skýrt og skörulega,
með háirjettum nótnalengdum (takti)
cg glöggu hljóðfalli (rytmus).
Sá ósiður á sjer oft stað, að kenn-
arinn er sjálfur sísyngjandi. Með því
tiltæki- gerir hann söngfólkið ósjálf-
stætt og á það á hættu, að dæma ram-
skakt um sinn eigin flokk. Miklu gagn-
legra er hitt, að hann beini athygl-
inni óskiftri að söng flokksins. Allar
yfirsjónir verður að leiðrjetta þegar í
stað. Hraði eða hljóðfall úr og í,
ástæðulaus dráttur í niðurlagi setn-
inga, stytting þagna o. s. frv. eru al-
gengar syndir. Tvíhljóðarnir (ei, au,
æ, á) eru oft illa sungnir, af því að
seinni stafurinn kemur langt of
snemma; ei = e—í, æ = a—í o. s.
frv. Fyrri stafinn á að draga, en hinn
kemur síðast í tóninum, um leið og
honum er slept.
þegar búið er að fara nokkrum sinn-
um yfir aðra röddina, þá er tekið til
við hina. Síðan er lokið við þær hvora
um sig, og leikið undir með hljómum.
Loks eru þær æfðar saman. Ef sam-
söngurinn gengur slysalaust, þá má
ganga eftir því, að framburðar merkj-
um sje fylgt, f, p o. s. frv. Cres-
c e n d o þýðir, að hljóðmagnið á að
vaxa smátt og smátt, en ekki alt
í einu. Decrescendo þýðir, að
það á að minka með sama hætti. En
því er þetta tekið skýrt fram, að það
er sjaldnast athugað svo sem vera
ber, jafn afar áríðandi sem það er.
Mörgum óvönum hættir við að beita
sjer um of, á meðan þeir eru að læra
raddir. það þreytir óþarflega og er
til ills.
Löngum lögum má skifta og æfa
hvern kafla fyrir sig. Framh.