Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 03.10.1969, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 03.10.1969, Blaðsíða 8
í augsýn: Skrifstofustólar, vélrifunarstólar á hjólum, frá 2575 kr. AUGSYNHF. SÍMI 2-16-90 Islenzkt leikár hjá Leiklélagi Akureyrar Sýnir m. a. Gullna hliðið - Frkv.stjóri ráðinn LEIKFÉLAG AKUREYRAR liefur sent frá sér fréttablað til kynn- ingar á starfsskrá félagsins 19G9—70. Birtir AM liér á eftir fyrir- hugaða starfsskrá félagsins. Leiklistin í landinu hefur tek ið miklum breytingum á liðnum áratugum, og er nú svo komið að leikhús höfuðstaðarins starfa sem atvinnuleikhús. Það er því einsýnt hvert stefna ber. Lærð- ir leikarar verða að fá hér starfs aðstöðu fyrr en seinna. Höfuð- staður Norðurlands hlýtur að leggja metnað sinn í að verða samkeppnisfær á sem flestum sviðum. L. A. stígur nú fyrsta skrefið á þessari braut, með ráðningu leiklistarmenntaðs fram- -kvæmdastjóra, og jafnframt er verkefnum fjölgað að mun. Það er von L. A., að leiklistarunn- endur í bæ og byggð, sýni þess- ari viðleitni félagsins áhuga og geri því kleift að ná settu xnarki. ÍSLENZKT IÆIKÁR. íslenzkt leikár verður stefna L. A. þetta starfsár. Verkefna- ski-á vetrarins er ákveðin þessi: Rjúkandi ráð. Léttur söngvaleikur með tón- list eftir Jón Múla Árnason. — =000^ =s ÞAKKIR AM vill þakka þeim mörgu, er fljótt og vel hafa greitt áskriftar gjald AM, bæði hér á Akur- eyri og út um allt land — og blaðið er bj artsýnt á að í leið- sveit AM fjölgi á degi hverjum og áskriftargjöld berist frá fleir um, en póstkröfur hafa verið sendar til. Lögreglan er í brennidepli, feg urðarsamkeppni o. fl., o. fl. — sem sagt, í'júkandi grín. Rjúk- andi ráð verður frumsýnt í Sjálf stæðishúsinu um miðjan októ- ber. Leikstjóri er Arnar Jóns- son. Brönugrasið rauða er fyrsta leikrit Jóns Dan sem sýnt er á sviði, en hann er þeg- ar kunnur af sögum sínum og ljóðum. Brönugrasið er sér- kennilegt leikrit, sem gerist bæði í vöku og draumi, en ekki er rétt að láta frekar uppi um efni þess. Tónlistina semur Magnús Blöndal Jóhannsson, en leikstjóri er Sigmundur Örn Arngrímsson. Frumsýning í byrjun nóvember. Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson verður sýnt í tilefni 75 ára fæðingar- afmælis þjóðskáldsins, 21. janú- ar n. k. Þrettán ár eru nú liðin síðan þessi vinsæli sjónleikur var síðast leikinn hér. Dimmalimm er fyrirhugað sem barnaleikrit félagsins. Margir munu kannast við sögu Guðmundar Thorsteins sonar (Muggs) um Dimmalimm. Frú Helga Egilson, sem sagan var skrifuð um, hefur samið leikritið um prinsessuna, sem var svo „þæg og góð.“ Tónlistin er eftir Atla Heimi Sveinsson. Frumsýning er fyrirhuguð í febrúar. Síðasta verkefnið ei’ alveg nýtt af nálinni. Þetta er söngleikur Jónasar Árnason- ar um Jörund hundadagakon- ung og mun þeim söguþræði ekki fylgt nema mjög lauslega. Frumsýning er fyrirhuguð í (Framhald á blaðsíðu 7) 39. árgangur — Akureyri, föstudaginn 3. okt. 1969 — 24. tölublað Nýtt þ j ónustuf yrirtæki hér í bæ Ný prentvél, fyrsta sinnar tegundar á Akureyri UNDIRRITAÐUR fregnaði það fyrir nokkru að Hörður Svanbergs son yfirprentari í POB hefði keypt og tekið í notkun sérstaka prent vél sem er nýung í iðnaðarsögu Akureyrar. Fór ég þess því á leit við Hörð að hann við tækifæri sýndi mér gripinn og varð hann ljúflega við þeirri bón minni. Sl. þriðjudagskvöld, þá er sjónvarpið sýndi vetrarríki á Suðurlandi, ekur Hörður mér um auðar götur Akureyrar til síns heima að Hamarsstíg 25, en einmitt á heimili hans er hin nýja prentvél til húsa. í kjallara hússins lít ég vélina og vissu- lega er hún ekkert mikil á velli S Lesendur - S SÖKUM óviðráðanlegra orsaka mun Alþýðumaðu-rinn a. m. k. ekki koma út í næstu viku. — \\SV S Framkvæmdastjóraskipti við Fiskiðjusamlag Húsavíkur Húsavík 31. sept. G. H. UM þessar mundir eiga sér stað framkvæmdastjóraskipti hjá Fiskiðjusamlaginu. Björn Ólafs son, er gegnt hefur starfinu und anfarin ár, hefur sagt starfinu lausu — og mun innan skamms taka við forstöðu fyrirtækis er Samband íslenzkra samvinnu- félaga rekur í borginni Leeds á Englandi. Við starfi Björns tek- ur Tryggvi Finnsson fiskifræð- ingur. Afli rýr að undanförnu. Afli hefur verið heldur tregur að undanförnu og veldur vafa- laust miklu um óhagstætt sjó- veður. Vaktavinnu er lokið hjá Fiskiðjusamlaginu að sinni. Mun hún hafa gefizt vel, en nú þegar skólar eru- byrjaðir hafa húsmæður sem skiljanlegt er naumari tíma til útivinnu — og þar að auki bætist aflatregða við. Áætluðum framkvæmdum við Garðarsbraut lokið. Áætluðum framkvæmdum við Garðarsbraut er áætlaðar voru á þessu sumri, er þegar lokið. Hér er nú alhvít jörð í kvöld, hefur gengið á með hríðaréljum í dag, en vonandi er þetta að- eins kuldakast en eigi það að veturinn sé strax seztur í garð. - athugið! Lesendur eru beðnir velvirð- ingar á þessu — og vonandi hittumst við aftur þann 17. októ ber næstkomandi. En ef auðna verður AM óhlið holl í þessu efni — treystir blað ið á þolinmæði ykkar. — og þar sem ég er mesti glóp- ur á tæknisviði, hvort sem prentvélar er um að ræða eða á öðru sviði, bið ég Hörð að út- skýra fyrir mér verksvið hinnar nýju vélar. Hverskonar nýung er hér um að ræða Hörður? Ég vil taka fram að hér er um nýbreytni að ræða, sem er óframkvæmanleg í öðrum prent smiðjum bæjarins, með þá stað- reynd í huga vil ég útiloka þá skoðun, ef hún er fyrir hendi, að hér sé um samkeppni að ræða hvað varðar prentiðn í bænum. Það sem þessi prentvél hefur fram yfir aðrar er það að hún getur framleitt mun skraut legri miða — og auk þess prent ar hún á sjálflímandi pappír upp í 1—2 liti í einu og sker stærðina á miðanum samtímis og vefur framleiðslunni upp í rúllur. Vélin getur prentað á allt frá gull- og silfurpappír nið X\\v Ógæftir og aflatregða Hrísey 2. okt. B. J. NÚ ER hér hvít jörð í eyju. í dag hafa gengið yfir hríðarél af suðaustri. Afli hefur verið tregur að undanförnu. Færabátar hafa lítt komizt á sjó vegna ógæfta og afli dragnótabáta hefur verið rýr að undanförnu, einnig Snæ- fells. En frystihúsið á til nokk- urt forðabúr af kola sem gripið er til að skapa verðmæti úr — á meðan aflatregðan stendur yfir. Allir í sláturgerð. Þótt sauðfjáreign Hríseyinga sé orðin hverfandi lítil, eru þó flestar húsmæður í eyju nú þessa dagana á kafi í sláturgerð og fara Hríseyingar aðallega til (Framfaald á blaðsíðu 7) ur í hvítan eða mislitan pappír. Þessi sjálflímandi pappír hefur rutt sér mjög til rúms bæði er- lendis og hérlendis hin síðustu ár. En framleiðslan Hörður, hver er hún aðallega? Hún er aðallega fólgin í vöru merkingum alls konar. Eftir landslögum munu framleiðend- ur vera skyldugir að merkja sér framleiðsluvörur sínar. Gefur því auga leið að slík prentvél er nauðsynleg í mesta iðnaðarbæ landsins, sem Akureyri vissu- lega er. Já, svo býr hún yfir nýjungum á fleiri sviðum — og Hörður rís snöggur á fætur — og áður en ég veit af er hann búinn að líma miða á jakka- boðung minn — þar má lesa Akureyrar Apótek 150 ára, svona í fljótu hasti er mér um og ó um þessa framtakssemi Harðar, þótt ég sé eldri að ár- um í útliti en fæðingarvottorð segir til um er mér um og ó að hafa álímdan á skásta jakka mínum hálfrar annarrar aldar stimpilmerki — en Hörður hef- ur eflaust skynjað þankagang minn — og þrífur brosandi merkið af með snöggu handtaki og strýk boðunginn — og mér léttir, ekkert límklístur — og sökum þess að ég er því miður tortrygginn og efunargjarn í eðli mínu tylli ég merkinu aft- ur á límið er virkt sem áður, en sem áður skilur ekkert eftir sig — og eftir þá reynslu, er ég hlaut þarna af tækni prentvél- ar Harðar vænti ég þess að all hvimleiðir títupi'jónar tilheyri liðinni tíð til áfestingar hátíðar merkja t. d. á afmælisdegi lýð- veldis okkar og hátíðisdegi verkalýðsins þann 1. maí svo dæmi séu nefnd. Ég komst einn (Framhald á blaðsíðu 3) % Norðlenzkt framtak í Hornafirði SMYRLABJARGSÁRVIRKJUN VÍGÐ í DAG NORÐURVERK h.f. á Akur- eyri hefur staðið í virkjunar- framkvænidum á Suð-Austur- landi á þessu sumri, Smyrla- bjargarárvirkjun, sem verður orku og Ijósgjafi Austur-Skaft- fellinga, þar á meðal miðstöðvar héraðsins, Hafnar í Hornafirði. Norðurverk hyggst í dag vígja Smyrlabjargsárvirkjun, er veð- urfar leyfir flug — og af tilcfni þessa merka viðburðar í sögu Norðurverks, hefur fyrirtækið boðið akureyrskum blaðamönn um. Blaðamaður AM í för þess- ari og jafnframt ljósmyndari verður Páll A. Pálsson. Hörður við hina nýju prentvél sína. Ljósmyndastofa Páls.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.