Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 27.05.1975, Side 1

Alþýðumaðurinn - 27.05.1975, Side 1
ALÞYÐU 5000« N Rækjuvinnsla á Grenivík 45. árgangur - Akureyri, þriðjudaginn 27. maí 1975 - 20. tbl. Á Grenivík hefur aflast vel að undanförnu og er því næg at- vinna í frystihúsinu. Afli var heldur lélegur í vetur nema í febrúarmánuði, en hefur svo verið ágætur nú í maí. Þá varð grásleppuvertíðin hjá þeim Grenvíkingum heldur léleg, og töluvert verri en í fyrra. Ákveðið er að koma upp rækjuvinnslu á Grenivík og hafa þegar verið keyptar vél- ar til þess, sem vei'ða settar niður á næstu vikum og er vonast til, að rækjuvinnslan verði komin í gagnið um miðj- :an júlímánuð. Þá er langt komin smíði á bát hjá Skipasmíðastöðinni Vör á Akureyri. Eigendur eru 3 ungir menn á staðnum og ætla þeir hann til rækjuveiða s Kröflunefnd semur við IVIiðfell hf. Kröflunefnd hefur á fundi sín um 17. maí sl., einróma á- kveðið að fela formanni nefnd arinnar að ganga frá samning - um við Miðfell hf. um bygg- ingu stöðvarhúss fyrir væntan- lega virkjun við KRÖFLU í samræmi við tillögu ráðgjafar verkfræðinga nefndarinnar, sem eru Verkfræðiskrifstofa Sigurðar Thoroddsen SF, o. fl. ÁHersla var lögð á það af hálfu nefndarinnar, að til verksins fengist traustur og reyndur verktaki, en vegna nauðsynjar þess, að hraða framkvæmdum sem framast er unnt, í samræmi við gerðar áætlanir, vannst ekki tími til venjulegs útboðs. Nefndin hefur frá öndverðu stefnt að því, aö heimamenn hefðu sem besta aðstöðu til þess að verða þátttakendur i væntanlegum verkframkvæind um. Hefur nefndin lagt ríka áherslu á þetta atriði í samn- ingum við Miðfell hf. Þegar hefur fengist góð á Kröflusvæðinu. reynsla af slíku samstarfi Mið- fells hf. og samstarfsnefndav þingeyskra verktaka við smíði vinnubúða, sem notaðar verða Reykjavík, 20. maí 1975 KRÖFLUNEFND: Jón G. Sólnes Ingvar Gíslason Ragnar Arnalds Páll Lúðvíksson Bragi Þorsteinsson. A\v "S HLJOMLEIKAR í AKUR- EYRARKIRKJU Næstkomandi föstudagskvöld heldur Kór Langholtskirkju hljómleika í Akureyrarkirkju. í kórnum eru 50 félagar og stjórnandi hans er 28 ára gam all mývetningur, Jón Stefáns- son, og meðalaldur kórfélaga er einnig 28 ár. Á söngskránni eru verk gömlu meistaranna, negra- sálmar, nútímaverk o. s. frv. Kór Langholtskirkju hefur getið sér mjög gott orð syðra, og tekið til flutnings viðamikil tónverk, einnig var kórinn full trúi íslands á norrænu kirkju móti í Svíþjóð og hlaut þar frábærar viðtökur. Laugardaginn 31. maí mun kórinn svo syngja í Skjól- brekku í Mývatnssveit. fyrir vinnsluna. Áætlað er að báturinn verði til um sama leyti og rækjuvinnslan. Afli Grenvíkinga frá ára- mótum mun vera orðinn um 850 lestir. IVf iklar annir hjá Slökkvi- liðinu Miklar annir hafa verið hjá slökkviliði bæjarins að undan förnu og eru komin 13 bruna- útköll það sem af er mánuð- inum, en þess ber að gæta að meiri hlutnin af þessum út- köllum eru vegna sinuelda, og virðast slík athæfi færast mjög í vöxt, slökkviliðinu og öðrum til ama. Þá eru komnir 58 sjúkraflutningar það sem af er mánuðinum svo ekki er annað hægt að segja en nóg hafi verið að gera, og svo nefndar séu tölur yfir einn dag þá hafa orðið 4 sinuútköll og jafnmargir sjúkraflutning- ar á einum og sama deginum. Heildartala brunaútkalla frá áramótum er 37. \\\v < ■ Bruni í skógarreit / landi BOTNS il. sunnudag varð mikill eld- r laus í skógarreitnum, sem r í' landi Botns í Eyjafirði. [afði þar auðsjáanlega verið veikt í sinu, og jafnvel álitið ð fullorðið fólk hafi verið ar að verki, og er óskiljan- jgt ef satt er, að fullorðnir kuli gera sig seka um slíkt kki síst í skógarreitum sem líkum. Það ætti að vera skylda ÖKUMENN ATHUGIÐ: Lömbin hafa ekkert vanist umferðinni, því er nauðsyn að AKA VARLEGA þegar þau eru í nálægð. Dýraverndunarfél. Akureyrar. hvers einasta manns, sem verð ur var við slíkt athæfi, að kæra verknaðinn strax til við komandi yfirvalda svo hægt sé að hafa hendur í hári söku- dólganna því að svona lagað varðar við lög. Að lokum má geta þess, að þarna urðu tals- verðar skemmdir á trjágróðri og vafasamt hvort hann bíður þess bætur. Þá má geta þess að undan- farnar vikur hefur eldur kom- ið upp í brekkunum við Aðal- stræti svo til daglega og er langt gengið þegar farið er að brenna sinu í bænum sjálfum rétt fyrir ofan timburhúsin. í flestum tilfellum munu krakkar hafa verið að verki. 8IÐA8TI BATURIIMIM Fyrir skömmu afhenti Slipp- stöðin h.f. 150 lesta stálfiski- skip til Þórsness h.f. í Stykkis hólmi. Skipið hlaut nafnið Þórsnes II SH-109 við sjósetn ingu og er útbúið til línu-, neta-, nóta- og togveiða. Aðalvél skipsins er af gerð- inni MANNHEIM og er 765 hestöfl við 850 snúninga á mín útu. Tvær hjálparvélar eru af gerðinni VOLVO. í skipinu eru öll fullkomn- ustu fiskleitartæki og má þar m. a. nefna .höfuðlínumæli Skipið er búið tveimur Kel- vin-Huges radsjám, sem draga 64 og 36 mílur. Einnig má riefna að í skipinu er miðunar stöð, lóran, vegmælir, síma- og kallkerfi, útvarp, segul- band óg sjónvarp. Skipið reyndist ágætlega í reynsluferð og gekk 12.5 sjó- mílur. Skipstjóri á Þórsnesi II er Kristinn Ó. Jónsson og Baldur Ragnarsson 1. vélstjóri. Með afhendingu þessa skips hefur Slippstöðin lokið rað- Smíði 150 lesta stálfiskiskipa að sinni, en Þórsnes II er 14. skipið af þeirri gerð. Nú er unnið að því að reisa 470 lesta skuttogara, sem jafn- framt er ætlaður til nótaveiða og gengur það verk sam- kvæmt áætlun.

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.