Alþýðumaðurinn - 27.05.1975, Side 4
Steingrímur Matthíasson,
læknir. Stofnandi og fyrsti
formaður A.d.R.K.f.
Þann 19. janúar 1925 hélt
Steingrímur Matthíasson hév-
aðslæknir alþýðufyrirlestur í
samkomuhúsi Akureyrar sem
hann kallaði „Illt er að deyja
ráðalaus". Að fyrirlestri lokn-
um var stofnað Rauða Kross
félag í Akureyrarkaupstað og
urðu stofnfélagar 110. Þann
3. maí 1925 var haldinn fyrsti
aðalfundur félagsins, sam-
þykkt lög og einnig fór fram
stjórnarkjör og var Steingrím-
ur Matthíasson kjörinn for-
maður og gegndi hann því
starfi af mikilli elju og áhuga,
þar til hann fluttist úr bænum
1936. Á aðalfundinum 3. maí
1925 flutti Steingrímur erindi
„Um berklavarnir“ og á aðal-
fundi árið eftir, erindi, sem
hann kallaði „111 meðferð á
mönnum og skepnum“, og á
aðalfundi 1927 „Silkisokkar,
stutt pils og berklaveiki“. Á
aðalfundi 1928 „Mannfjölgun,
manndauði og heilbrigði“.
Er Steingrímur Matthíasson
fluttist úr bænum tgk vara-
formaðurinn, Ólafur Thorar-
Guðmundur Karl Pétursson,
yfirlæknir. Annar formaður
A.d.R.K.f.
ensen, bankastjóri, við for-
mannsstarfinu þar til Guð-
mundur Karl Pétursson, yfir-
læknir, var kjörinn formaður
á aðalfundi 11. apríl 1937, og
gegndi hann því starfi af rö'gg
4 - ALÞÝÐUMAÐURINN
Akureyrardeild Rauða-
Kross íslands 50 ára
semi og dugnaði, allt til þess
að hann lést 11. maí 1970. Jó-
hann Þorkelsson héraðslæknir
var í stjórn, lengst af sem vara
formaður, allt frá júní ’41 --
dánardægurs 6. ágúst 1970.
Gauti Arnþórsson, yfirlæknir
gegndi formannsstörfum frá
maí 1971 til haustsins 1973 en
Jakob Frímannsson, sem selið
hefur í stjórn frá júní 1941,
var kosinn formaður, þann 5.
nóvember 1973. Núverandi
formaður deildarinnar er Hail
dór Elalldórsson, læknir, kos
inn 13. febrúar 1975.
Guðmundur Blöndal hefur
haft með höndum fram-
kvæmdastjórastörf síðan í á
gúst/september 1965. Fyrsí
var þetta algjört aukastarf hjá
Guðmundi, en síðan 1971 hef
ur hann haft opna skrifstofu
og hefur veri’ð mjög vaxandi
þörf fyrir þjónustu hans, þann
ig að hann hefur haft opna
skrifstofu í Skipagötu 18, dag-
lega milli klukkan 13 og 18,
síðan haustið 1974
Strax í maí 1925 var ráðiu
hjúkrunarkona, sem Rauða-
Kross-deildin greiddi föst laun
en hún annaðist heimsóknir til
sjúkra og hjúkrun í heima-
húsum. Þeir, sem nutu þjón-
ustu hjúkrunarkonunnar, áttu
að greiða fyrir það, en oft
mun hafa orðið misbrestur á
því. 21. mars 1927 er skráð
í fundargerð: „Hjúkrunarstarf
ið hefur svo að segja etið upp
allar tekjur deildarinnar, en
gefið mjög lítinn arð, og hefur
komið í ljós, að hjúkrunar-
konan hefur ekki haft nægan-
legt starf“. Var því gripið til
þess ráðs, að segja hjúkrunar-
konunni upp yfir sumarmán-
uðina. Þær hjúkrunarkonur.
sem störfuðu hjá deildinni,
voru fyrst Elín Einarsdóttir,
þá Ingunn Jónsdóttir, Sigríður
Bachman, Halldóra Þorláks-
dóttir, Sigríður Guðmundsdótt
ir, ísafold Teitsdóttir og Inga
Sigurjónsdóttir. Smám saman
tók skólahjúkrun æ meiri
hluta af starfstíma hjúkrunar-
konunnar og a. m. k. á þeim
tíma, er Sigríður Bachman
starfaði, stundaði hún einnig
kennslu og jafnvel hjúkrun á
spítalanum. Hún vann einnig
við hjálparstöð berldaveikra,
sem og þær hjúkrunarkonur,
sem tóku við af henni. 1943
hætti Rauða Kross-deildin að
ráða hjúkrunarkonur til
starfa.
Akureyrardeild Rauða Kross
íslands starfrækti „hjálpar-
stöð fyrir berklaveika" frá og
með febrúar 1929 — janúar
1937. Stöðin tók til starfa í
Hótel Oddeyri og voru lækn-
arnir Jónas Rafnar og Stein-
grímur Matthíasson þar til viö
tals til skiptis ásamt hjúkrunar
konu. Síðar flutti stöðin í hús
næði að Brekkugötu 11. Frá
Gauti Arnþórsson, yfirlæknir.
Þriðji formaður A.d.R.K.Í.
og með ársbyrjun 1934 hætti
Jónas Rafnar að starfa við
hjálparstöðina og dró það
mjög úr aðsókn og 18. janúar
1937, er starfsemi stöðvarinn-
ar felld niður, vegna væntan-
legrar opinberrar sjúkraskoð-
unarstöðvar.
Deildin rak „ljóslækninga-
stofu“ að Hafnarstræti 100,
frá því á öskudag 1950 fram
til 15. maí 1967.
Námskeið í hjálp í viðlögum
hafa verið haldin á vegum
deildarinnar. Fyrst í septem-
ber/október 1927, en þá kom
Kristín Thoroddsen hjúkrunar
kona Rauða IÁross íslands og
hélt námskeið í hjálp í við-
lögum og hjúkrun sjúkra, og
voru þátttakendur 18 konur.
1932 hélt Sigríður Bachman
námskeið í hjálp í viðlögum.
Síöar mun Guðmundur Karl
Pétursson hafa haldið slík
námskeið. 1968 voru haldin
námskeið í sjúkraflutningum
og fyrstu hjálp. Og á stríðs-
árunum skipulagði Guðmund-
ur Karl hjálparsveitir, til að
veita fyrstu hjálp vegna slysa,
ef til loftárása kæmi, og
kenndi hann fólki þessu helstu
atriði í hjálp í viðlögum, og
útvegaði sveitunum sjúkra-
börur og sáraumbúðakassa.
Á stríðsárunum, a. m. k.
1940 og 1941, hafði Akureyr-
ardeild Rauða Kross Islands
samvinnu við barnaverndar-
nefnd og fleiri aðila, um dvö!
bæjarbarna í sveit, yfir sumar-
ið.
Á stríðsárunum, a. m. k.
1942 og 1943, sendi unglinga-
deild Rauða Krossins í U. S. A.
börnum á íslandi m. a. sæl-
gæti og smá leikföng, og ann-
aðist deildin hér að úthluta
þessum gjöfum, í samvinnu
við skólastjóra barnaskólans.
1942 sendi Ameríski Rauði
Krossinn Rauða Kross íslands
sjúkrarúm og dýnur og árið
eftir lcomu 32 þessara rúma
til deildarinnar á Akureyri
með dýnum og teppurn. 4 ár-
um síðar voru þessi rúm flest-
öll seld; og til gamans má getn
þess, að 1944 lánaði deildin
fulltrúum stórstúkuþings hé-
á Akureyri dýnur og teppi, því
að þeir fengu ekki hótelpláss,
en fengu þak yfir höfuðið í
Menntaskólanum.
Starfsemi deildarinnar var
með langmestum blóma á
stríðsárunum, sem eðlilegt er,
og þá varð félagatala mest,
534, bæði í ársbyrjun 1945 og
1947, sem stafar sennilega af
því, að fólk hafi þá meira
tekið eftir starfsemi deildar-
innar en annars. En nú er fé-
lagatala rúmlega 200, en deild
inni er injög mikilvægt, aö
fleiri bæjarbúar gerist félagar.
því að svona fá erum við á-
kaflega vanmegnug til að
mæta meiriháttar verkefnum,
eins og gert er ráð fyrii í skipu
lagi Almannavarna hér á Ak-
ureyri, en umræður um þær
hófust 1971. En samkvæmt
þessari skipulagningu er reikn
að með því, að Rauða Kross
deildin annist það, að skjóta
bráðabirgðaskjólshúsi yfir
fólk, sem orðið gæti húsnæðis-
laust, vegna náttúruhamfara
eða stórslysa. Þeir, sem vildu
leggja okkur lið og gerast fé-
lagsmenn í Akureyrardeiid
Rauða Kross íslands, eru vin-
samlegast beðnir að snúa sér
til Guðmundar Blöndal á skrif
stofu hans að Skipagötu 18,
milli klukkan 13 og 18, en
sími þar er 11402.
Á stríðsárunum og síðar,
hefur Akureyrardeildin, í sarn-
vinnu við Rauða Kross ís-
lands, annast fjársafnanir.
1939 söfnuðust rúmlega
11.000 krónur í sainvinnu við
Norræna félagið til styrktar
Finnlandi, vegna styrjaldar-
innar þar. 1944 fór fram fata-
og fjársöfnun til Noregs. 1945
Danmerkursöfnun, fjársöfnun
til bágstaddra íslendinga
heima og heiman og söfnun
til Iýsisgjafa handa börnum í
Mið-Evrópu og árið eftir var
enn safnað til lýsisgjafa og til
bágstaddra í Finnlandi og Mið
Evrópu. 1948 Sigluvíkursöfn-
unina vegna bruna. 1951 söfn-
un til nauðstaddra í Pó-daln-
um. 1952 Hollandssöfnun.
1953 Grikklandssöfnun og
söfnun til fólksins á Heið',
eftir bruna og til fólksins að
Auðnum í ^varfaðardal vegna
snjóf'óða. 1954 söfnun til
fó’ksins á Sandhólum, eftir
bruna og 1955 söfnun, vegna
snjóflóða í Svarfaðardal og
Skíðadal. 1956 Ungverjalands-
kaupfélagsstjóri. Fjórði for-
maður A.d.R.K.Í.
söfnun, einnig Alsír-söfnun og
Pakistan-söfnun. 1965 safnað
fyrir Blóðbankabíl og 1968,
Víetnam-söfnun og Biafra-
söfnun. 1973 Vestmannaeyja-
söfnun og 1974 — 1975, safnað
til kaupa neyðarbíls í sam-
vinnu við Blaðamannafélag ís