Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 27.05.1975, Side 8

Alþýðumaðurinn - 27.05.1975, Side 8
 *s Ráðstefna um byggingar iðnað á IMorðurlandi — Fjórðungssamband Norðlend- inga hefur í samstarfi við Meistarafélag Akureyrar og önnur meistarasamtök á Norð urlandi, undirbúið ráðstefnu um byggingariðnað á Norður- landi. Ráðstefnan verður hald in laugardaginn 31. maí n.k. að Hótel KEA á Akureyri og hefst hún kl. 10 f. h. en lýkur samdægurs. Framsöguerindi flytja Sig- urður E. Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Húsnæðismála- stofnunarinnar, Jón Geir Ágústsson, byggingafulltrúi, Akureyri, Bjarni Bragi Jóns- son, forstöðumaður Áætlana- deildar, Bragi Hannesson, bankastjóri, og Gunnar Björns son, framkværridastjóri Meist- araamsbandsins. í framsögu- ræðum verður rætt um lána- kerfið vegna húsbygginga, um fjármagnsstöðu byggingar- iðnaðarins, um stöðu húsbygg inga 'á Norðurlandi og verður skýrt frá nýlegri könnun. Enn fremur um byggingaiðnaðinn almennt og um lagasetningu um byggingamál. Þá verður skýrt frá þróunaráætlun fyrir húsbyggingar, sem er undir- búin af Framkvæmdastofnun. Gerð hefur verið ítarleg 99lslenzk ferða- flóra 44 könnun meðal byggingamanna víðsvegar um Norðurland, í samstarfi við Landsamband iðnaðarmanna, um stöðu bygg ingariðnaðarins. Niðurstöðrir þessar munu koma fram í greinargerðum fulltrúa bygg- ingamanna frá héruðum og kaupstöðum, sem fluttar verða á ráðstefnunni. Ráðstefnan er opinn vett- vangur öllum sveitarstjórnar- mönnum og byggingarmönn- um, ennfremur öllum þeim, sem hafa áhuga fyrir iðnaði og skipulagsmálum. Megin til- gangur ráðstefnunnar er sá að varpa ljósi á hlutverk bygg- ingariðnaðarins á Norður- landi, bæði til þess að hægt verði að mæta þýðingu hans í atvinnulífi fjórðungsins og leita ráða til að koma í veg fyrir fyrirsjáanlegan sam- drátt, sem gæti stefnt að veru legu atvinnuleysi. Niðurstöður ráðstefnunnar fara til iðnþró- unarnefndar Fjórðungssam- bands Norðlendinga, sem mun í samstarfi við samtök bygg- ingarmanna samræma heildar stefnu og koma ábendingum ráðstefnunnar á framfæri. Fréttatilkynning. ALÞYÐUMAÐURINN 45. árgangur - Akureyri, þriðjudaginn 27. maí 1975 - 20. tbl. A\v Skotlandsferð fyrir skólafólk "s Hinn 27. júní n.k. er gert ráð fyrir að 15—25 manna hópur skólanemenda á aldrinum 15- 20 ára fari frá Akureyri til "S Enn seinkar hjartabílnum Eins og kunnugt ef orðið gekkst Blaðamannafélag ís- lands fyrir fjársöfnun til kaupa á Hjartabíl fyrir Norð- lendinga, og hófst sú söfnun í septembermánuði á s. 1. ári. Vel hefur tekist til um fjár- söfnunina, og mun upphæð sú, er til þarf kaupanna, hafa fengist, en á núverandi gengi er verð hjartabílsins um 5 milljónir króna. Komu bílsins til landsins hefur seinkað sí og æ, og síðast þegar vitað var, átti hann að koma í júní n. k., en því mun seinka eitthvað ennþá, fram á Meðfylgjandi mynd, er af kápusíðu nýútkominnar bókar á vegum Almenna Bókafélags- ins, og heitir íslensk ferða- flóra. Þetta er jurtabók, sem gefin var út árið 1970, en hef- ur ekki fengist alllengi. Eftir- spurn hefur verið mikil eftir bókinni og var því ákveðið, að gefa hana út að nýju í endur- bættum búningi. Höfundur að þessari ýtar- legu handbók, er prófessor Ás- kell Löve, jurtafræðingur, en hann er meðal þekktustu vís- indamanna í sinni fræðigrein. Nánar er sagt frá bókinni á öði’um stað í þessu blaði. VEGFARENDUR: Vinsamlega sýnið dýrunum og fuglunum sem á vegi ykk- ar verða, fyllstu nærgætni. Dýraverndunarfél. Akureyrar. sumai'ið. Þess má geta að hér á Akureyi'i hafa safnast til Rauðakrossdeildarinnar um 3,7 milljónir króna upp í and- virði hjartabílsins. Halldór Halldórsson, læknir sem er formaður Rauðakross- deildai’innra hér á Akureyri, og Guðmundur Blöndal, frarn- kvæmdastjóri hennar, tjáðu Alþýðumanninum, að félaga- tala deildarinnar væi’i aðeins um 200 manns, en deildinni væri mjög mikilvægt að fleiri bæjai'búar gerðust félagar, því svona fámennur hópur væi’i ákaflega vanmegnugur til að mæta meiriháttar verkefnum, eins og t. d. gert væri ráð fyrir í skipulagi Almannavai'na hér á Akui'eyri. Skotlands og dveljist þar í hálfan mánuð, í skiptum fyr- ir hóp skota sem hingað komu urn síðustu páska. Þar sem ferð þessi er liður í samkomulagi á milli Glas- gowborgar annarsvegar, og Akureyrarbæjar hinsvegar (en í því samkomulagi er gert ráð fyrir skiptum sem þessum árlega), hafa náðst mjög hag- stæð kjör með alla fyrir- greiðslu og er verð ferðai'inn- ar aðeins kr. 33.000.00 en þar í er innifalið ferðir frá Akur- eyri og heim aftur, gisting, fæði, í stuttu máli, allt nema vasapeningar. í Skotlandi verður margt til skemmtunar, og má þar nefna skoðunarfei'ðir um Glasgow og til Loch Lomond, ferð upp í skosku hálöndin, siglinganámskeið fyrír þá sem þess óska, discoteqe- kvöld, og fleira og fleira. Það skal tekið fram, að far- arstjóri verður að sjálfsögðu íslenzkur. Skrifstofa F. í. Kaupvangs- stræti 4, Akui'eyri, annast bók un í þessa ferð ög veitir all- ar nánari upplýsingar. %\\v Allsherjarverkfall hinn 11. júní nk. hafi samningar ekki tekist Samninganefnd og svonefnd „baknefnd“ Alþýðusambands fslands amsþykktu á fundi í síðustu viku, að hvetja aðild- arfélögin til að vera reiðubú- in til að hefja verkfallsað- gerðir 11. júni, hafi samning- ar ekki tekist fyrir þann tíma. Þessi samþykkt merkir í reynd, að félögin eru hvött til að afla sér þegar í stað verk- fallsheimilda og senda at- vinnurekendum tilkynningu um þær fyrir miðnætti 3. júní n.k. Ennfremur var samþykkt að stefna að því í samningun- um að miða við, að_ grunn- kaupshækkun til launþega verði ekki lægri en sem svar- ar 38—39% hækkun á 6. taxta Dagsbrúnar, byrjunarlaun, en sú krónutala, sem þessi grunn kaupshækkun gefur á viðmið unartaxtann, orki til hækkun- ar allra annarra kauptaxta. Þá er ög miðað við, að grunnkaupshækkunin, sem samið yi’ði um, komi á bónus og ákvæðisvinnu. Varðandi vísitölukei'fið hafnaði fundur- inn algerlega þeim hugmynd- unx atvinnurekenda, að vísi- talan verði tengd sjálfvirkt vísitölu viðskiptakjara.

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.