Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 27.05.1975, Side 2

Alþýðumaðurinn - 27.05.1975, Side 2
J[ m I /■ Otgefandi: Alþýðuflokksfélag m | I \v/ | Akureyrar. — Ritstjóri og ábm. 7---’ T. Hjörleifur Hallgríms. ALÞÝÐUMAÐURINN Afgreiðsla og auglýsingar: Strandgötu 9, sími 1-13-99. Falskar skrautfjaðrir Af og til er Þjóðviljinn að mikla Magnús Kjartansson, fyrrverandi tryggingamálaráðherra, fyrir mikil afrek á sviði almannatryggingamála. Í leiðinni er staðhæft, að þau mál hafi verið í hinni' mestu niðurlægingu fyrir hans ráðherradag. Sannleikurinn er hins vegar sá, að afrek Magnúsar í almannatryggingum eru smá og fá: Lög þau, er nú gilda um almannatryggingar voru að meginstofni samin og sett undir ráðherradómi Eggerts G. Þorsteins- sonar og samþykktar af Alþingi vorið 1971. Upphafleg gerð almannatryggingalaga og síðan allar umtalsverðar endurbætur á þeirri löggjöf hafa líka verið gerðar af Al- þýðuflokksráðherrum. Þeirri staðreynd getur engin Þjóð- viljahagræðing í sannleika breytt. Hitt er skylt að viðurkenna, að Magnús Kjartansson flýtti gildistöku laganna frá 1971 um 5 mánuði og hækk- aði seinna svonefnda tekjutryggingu, þó ekki meir en svo, að við lok ráðherraskeiðs hans mun hún ekki hafa verið orðin raunverulega hærri að gildi en þegar hann tók við. Þá var hann líka byrjaður að svíkja vísitölubætur á Iífeyrisgreiðslur. Skylt er að viðurkenna, að í ráðherratíð Magnúsar Kjartanssonar var rekstrargrundvöllur elliheimiia bættur með hærri daggjöldum að nokkru. En þá eru afrek hans, sem hægt er að nefna í almannatryggingarmálum upptal- in, og eru að sjálfsögöu hverfandi hjá afrckum frumherj- anna og aðalbaráttumannanna fyrir þessum félagsumbót- urn, forystumönnum Alþýðuflokksins fyrr og síðar. Að slepptum almannatryggingum reynir Þjóðviljinn að fríkka upp á ráðherratíð Magnúsar Kjartanssonar með „afrekum“ hans á sviði orkumála. Þar er þó líklega enn auðnariegra um að svipast en í aimannatryggingamálum. Lagasetningar um Sigölduvirkjun og Lagarfossvirkjun voru gerðar undir forsæti samstjórnar Sjálfstæðisfl. og Alþýðufl. og annað komst ekki í gang hjá M. K. Hins vegar auðnaðist honum að koma rothöggi á Laxárvirkjun og skaða þannig landið og fyrst og fremst þetta kjördæmi uin hundruð milljónir króna. Hins vegar skal þess rétt- lætis gætt, að taka fram, að fleiri' en M. K. eiga sök á þcim aumingjaskap. En þótt hér sé bent á, hve fjarstæð persónuhylling Þjóðviljans sé á Magnúsi Kjartanssyni hvað almannatrygg- ingar og virkjunarmál snertir, skal Þjóðviljanum bent á, að Magnúsi MÁ hrósa. Hann bar fram gott mál í ráðherra- tíð sinni, þótt honum auðnaðist ekki að koma því fram: UM EIGNARRÁÐ RÍKISINS A hAhitasvæðum LANDSINS. Þar var nauðsynjamáli hreyft og hörmulegt, að Magnús skyldi ekki geta komiö því fram, en þar mun tregða Framsóknar hafa haldið í spotta. í allan vetur lá frumvarp þetta, nú flutt af Benedikt Gröndal, Magnúsi Torfa o. fl. auk Magnúsar, en fékkst ekki afgreitt og varla rætt. Sjá þó æ fleiri í hvert óefni stefnir með þessi eignarráð, ef ekki eru sett ný og skýr lög um þau, og er þar gleggst dæmi svonefnt Svartengis- mál, sem auðsæilega ætlar að verða dýrt Suðurnesjabú- um. En fleiri lík mál munu hrannast upp á næstunni', ef skýr eignarmörk verða ekki dregin. Fyrstur með íþróttaf réttir helgarinnar ■ k| D Fð T T I D M’°g góður I r 1% U I 111% árangur akur- ----------------------- eyrskra skída- Knattspyrna manna á Skarðsmótínu Þórsarar sigra Vestmannaeyinga Eins og komið hefur fram í fréttum, þá hafa Vestmanna- eyingar staðið sig mjög vel í vor, í þeim æfingaleikjum, sem þeir hafa leikið. Þeir hafa fengið mörg lið í heimsókn og undantekningarlaust unnið alla þá leiki hvort sem um 2. deildarlið eða 1. deildarlið hef ur verið að ræða, og komist upp í sigra 7 eða 8-0. En um hvítasunnuna var þessi sigurganga Eyjaskeggja stöðvuð því þá fór 3. deildar- lið Þórs til Vestmannaeyja og sýndi heimamönnum, að þó stormasamt hafi blásið í knatt spyrnumálum Akureyringa að undanförnu var ekki allur töggur úr þeim. Öllum á óvart unnu Þórsarar 1. deildarlið Vestmannaeyinga með 3 mörk um gegn 2, og bundu þar með enda á sigurgöngu Eyja- skeggja í vor. Fréttir frá Eyjum herma, að í leiknum hafi heimamenn ver ið áhugalausir og baráttuvilji þeirra í lágmarki. Þórsarar hafi hinsvegar verið fullir af baráttu og það hafi gert út- slagið. Sanavöllur Þór—KA 4-1. Síðastliðinn laugardag léku á Sanavellinum KA og Þór, og lauk þeim leik með stórum sigri Þórsara, sem skoruðu 4 mörk á móti aðeins 1 marki KA. Þórsarar voru miklu betri aðilinn allan leikinn og kvað þó mest að einum manni hjá þeim, enda skoraði hann öll mörkin fjögur, en það var Árni. Á 15. mínútu kom það fyrsta og á 25. mínútu skor- aði Árni svo beint úr auka- spyrnu, og ekki liðu nema 15 mínútur í viðbót er boltinn lá í marki KA í þriðja skiftið og rétt fyrir lok hálfleiksins bætti svo Árni við fjórða mark inu, og var það nokkuð lag- lega gert. í seinni hálfleik gekk lítið betur hjá KA þó þeir hefðu strekkingsgolu með sér, enda var einstaklingsframtakið hærra sett en samvinnan og gefur það sjaldnast góða raun. Þó skeði það á 35. mín- útu að Sigurður bjargaði núll inu með því að skora með skalla og var það laglega að verið. Fleiri urðu mörkin ekki í þessum leik og lauk honum því með sigri Þórs eins og fyrr segir, 4-1. í lið KA vantaði nokkra af þeirra föstu leikmönnum, en það afsakar þó ekki tapið því liðið var vægast sagt sundur laust og þó að Þormóður með sinni alkunnu elju og dugnaði reyndi að berja það saman bar það ekki árangur. Þór var töluvert betri aðil- inn í þessum leik enda kom liðið miklu heilsteyptara út heldur en KA liðið, og það gerir oft gæfumuninn. Engan sérstakan er hægt að minnast á utan Árna, því það er afrek útaf fyrir sig, að skora 4 mörk í leik. Til er siglingaklúbbur hér í bæ og má oft á sumrin sjá þessa ofurhuga, að mörgum finnst, leika allskonar listir á skútum sínum hér á Akureyr- arpolli. Nú mun í ráði að þessir kappar leiki listir sínar næst- komandi laugardag, og er í ráði að hafa kappsiglingu á Pollinum. Vonandi er að blási byrlega fyrir þeim siglinga- mönnum á laugardaginn. Um hvítasunnuna fór hið ár- lega Skarðsmót fram á Siglu- firði og fór héðan frá Akur- eyri 14 manna hópur, þar á meðal allt okkar besta skíða- fólk. Frammistaða þeirra var með ágætum og góður endir á ágætan árangur akureyrska skíðafólksins á skíðamótum síðastliðins vetrar. Á Skarðsmótinu var keppt í svigi og stórsvigi karla og kvenna, og urðu úrslit sem hér segir: Svig karla. sek. Árni Óðinsson A 95.68 Tómas Leifsson A 97.98 Jónas Sigurbjörnss. A 107.12 Stórsvig karla. Haukur Jóhannsson A 115.13 Sigurður Jónsson í 115.34 Tómas Leifsson A 115.73 Alpatvíkeppni karla. Tómas Leifsson, Akureyri Árni Óðinsson, Akureyri Jóhann Vilbergsson, Rvík Svig kvenna. sek. Kristín Úlfsdóttir í 82.27 Margrét Vilhelmsd. A 85.20 Steinunn Sæmundsd. R 88.92 Stórsvig kvenna. Steinunn Sæmundsd. R 51.20 Margrét Vilhelmsd. A 53.54 Margrét Baldvinsd. A 53.54 Alpatvíkeppni kvenna. Steinunn Sæmundsd., Rvík. Margrét Vilhelmsdóttir, Ak. Kristín Úlfsdóttir, ísafirði. Með Skarðsmótinu lauk einnig Bikarkeppni S.K.Í. og Framhald á bls. 7. Árni Stefónsson frá Akureyri fyrrverandi.markvörður KA og ÍBA, en nú leikmaður með Fram, var eini nýliðinn með lands- liðinu að þessu sinni. Eins og kunnugt mun orðið varð jafntefli í leik íslands og Frakklands sl. sunnudag 0-0. 2 - ALÞÝÐUMAÐURINN

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.