Alþýðumaðurinn - 27.05.1975, Blaðsíða 6
JAFNAÐARSTEFNA -
KOIMMÚNISMI
Stundum er vikið að því í les-
endadálkum dagblaða, að dag
skrá sjónvarpsins sé léleg.
Þetta eru ómaklegar aðfinnsl-
ur. Dagskrá sjónvarpsins er
þvert á móti ekki aðeins yfir-
leitt ágæt, heldur jafnframt
mun betri en búast má við af
sanngirni af jafnlítilli stofnun
í jafnfámennu landi og ís-
landi. Fyrir stuttu var t. d.
sýndur frábær þáttur, þar sem
var viðtal við píanósnillinginn
Arthur Rubenstein. í ljós
kom, að þessi heimsfrægi lista
maður, sem orðinn er háaldr-
aður, er ekki aðeins mikill vit
maður með mikla lífsreynslu
og heilbrigðar lífsskoðanir,
heldur hefur einnig til að bera
mikla kímnigáfu. Hann lét
m. a. falla nokkur athyglis-
verð ummæli um stjórnmál.
Jafnaðarstefna virtist standa
hug hans næst. Hann kvaðst
sér geðjast bezt að þjóðfélagi,
líku því, sem væri á Norður-
löndum. Það, sem hann nefndi
sérstaklega til sem kosti þess,
væri frelsi og mannréttindi,
jafnrétti og virðing fyrir
manninum.
Þegar menn telja sig fylgj-
andi jafnaðarstefnu, hafa
menn ávallt lagt og leggja enn
áherzlu á mismunandi atriði.
Karl Marx, sem telja má einn
helzta höfund jafnaðarstefn-
unnar, var fyrst og fremst
gagnrýnandi fjármagnsskipu-
lagsins, kapitalismans, spáði
óhjákvæmilegum breytingum
á þjóðfélaginu og valdatöku
verkalýðsins með byltingu ör-
eiganna. Hann notaði orðin
sósíalismi og kommúnismi um
það þjóðskipulag, sem koma
ætti. Karl Marx var allt í
senn, sagnfræðingur, hagfræð
ingur og heimspekingur. Kenn
ingar hans eru orðnar aldar-
gamlar, og hafa nú fyrst og
fremst sögulega þýðingu.
Vandamálin eru orðin allt önn
ur en var á hans dögum og
þekking orðin meiri.
En andstæðingar fjármagns
skipulagsins skiptust þegar á
þessa öld leið í tvær fylkingar.
Grundvallarágreiningurinn
var í fyrstu um það, hvort
fara skyldi leið lýðræðis og
þingræðis til þess að koma
fram breytingum á fjármagns
kerfinu, eða vinna skyldi völd
með byltingu. Hinir fyrr
nefndu kölluðu sig kommún-
ista. Ekkert orð hefur náð fót-
festu í íslenzku sem þýðing á
því orði. Hinir síðarnefndu
kölluðu sig í þýzkumælandi
löndum og á Norðurlöndum
sósíaldemókrata, en í rómönsk
um löndum sósíalista. Stefna
þessara manna hefur verið
nefnd jafnaðarstefna á ís-
lenzku. Kommúnistar náðu
fyrst völdum í Sovétríkjunum
og síðar í öðrum löndum Aust-
ur-Evrópu og ríkjum víða um
heim. Áhrif jafnaðarmanna
liafa orðið mest á Norðurlönd
um og í ýmsum löndum Vest-
ur-Evrópu. En ágreiningurinn
milli kommúnista og jafnaðar
manna hefur smám saman
orðið meiri og djúpstæðari.
Þótt hann hafi ekki og eigi
ekki að standa í vegi fyrir
eðlilegum samskiptum milli
ríkja, þótt þjóðskipulag þeirra
sé ólíkt. í ljós hefur komið, að
völdum kommúnista hefur
hvarvetna fylgt einræði,
ófrelsi, skortur á mannréttind
um. Jafnaðarmenn hafa hins
vegar lagt vaxandi áherzlu á
nauðsyn frelsis og mannhelgi
í því þjóðfélagi, sem þeir
berjast fyrir. Jafnframt hafá
skoðanir orðið skiptari um
það, hverjar breytingar eigi að
gera á fjármagnsþjóðfélaginu.
Kommúnistar hafa lagt
áherzlu á sem víðtækasta þjóð
nýtingu og allsherjar miðstýr-
ingu efnahagslífsins. Slæm
reynsla af þessu í ríkjum
kommúnista hefur leitt til
þess, að jafnaðarmenn hafa í
vaxandi mæli hneigzt að því,
að hagkerfið eigi að mótast af
opinberum rekstri, samvinnu-
rekstri og einkarekstri, en
ríkisvaldið eigi að hafa víð-
tækt vald til þess að hafa
heildarstjórn á þróun efna-
hagsmála. Áhrifum sínum eigi
það fyrst og fremst að beita
til þess að tryggja atvinnu og
félagslegt réttlæti, jafnframt
því að frelsi og mannréttindi
séu tryggð.
Þeir hafa verið margir hér
á landi, sem dáðst hafa að
skipulagi mála í Austur-
Evrópulöndum, og eru enn. Af
einhverjum ástæðum hika
margir þeirra samt við að
kalla sig kommúnista. Þeir
kalla sig að vísu ekki heldur
jafnaðarmenn, en nota gjarn-
an orðið sósíalisti. Þetta er
villandi, og skaðlegt, ef það er
gert viljandi. Þessi orðarugl-
ingur hefur t. d. greinilega
komið í ljós undanfarnar vik-
ur í daglegum fréttum af at-
burðunum í Portúgal. Flokkur
sá, sem varð stærsti flokkur
landsins í kosningunum og lýt
ur forystu Soares, nefnir sig'
sósíalistaflokk á máli Portú-
gala. En Soares er sósíaldemó
krati á máli Norðurlandabúa
og þýzkumælandi þjóða, þ. e.
hann er jafnaðarmaður, enda
flokkur hans aðili að Alþjóða-
sambandi jafnaðarmanna.
Soares hélt í útlegð sinni og
hefur eftir heimkomu sína
HOFASKELLIR
Laugardaginn 17. maí fór
fram hin árlega Fii’makeppni
Hestamannafélagsins Léttis á
Akureyri. Skeiðvöllur félags-
ins á Eyjafjarðarárbökkum
var góður, sól skein, en frekar
svalt í veðri. Áhorfendur voru
allmargir, og voru börn þar í
meirihluta. Verðskuldaða at-
hygli vöktu reiðföt félags-
manna, ljósar buxur og rauð-
ur jakki, ásamt smekklegu
höfuðfati.
Þarna mættu til leiks 62
gæðingar bæjarbúa, sem
kepptu fyrir jafnmörg fyrir-
tæki, var það samróma álit
áhorfenda að glæsilegri hópur
knapa og hesta hefði ekki sést
síðan á Söguöld.
Hultskörpust í keppninni
varð Ullarverksmiðjan Gefj-
un, keppandi var jarpur stóð-
hestur frá Höskuldsstöðum, en
knapi á Jarp var Ragnar
Ingólfsson. Næst varð íbúðin
h.f., keppandi Elding, knapi
Reynir Hjartarson. í þriðja
sæti urðu Aðalgeir og Viðar,
keppandi Ýri, knapi Árni
Magnússon formaður Léttis.
Þess má og geta, að fyrir-
hugaðar eru kappreiðar Léttis
31. maí n.k. á Eyjafjarðarár-
bökkum og vísast til auglýs-
ingar á öðrum stað hér í þessu
blaði þar um.
Þegar er búið að skrá all-
mörg hross í hinar ýmsu grein
ar mótsins, sem vonandi verð-
ur fjölsótt, þó ekki blási byr-
lega, vegna vatnavaxta.
haldið svo margar ræður og
skrifað svo margar greinar um
stjórnmál, að enginn, sem kær
ir sig um að vita hið rétta,
þarf að vera í vafa um, að
stjórnmálaskoðanir hans eru
hliðstæðar skoðunum sósíal-
demokrataflokkanna á Norð-
urlöndum, þýzka sósíaldemó-
krataflokksins og brezka
verkamannaflokksins. Þess
Þess má og geta, að elsti
knapi í firmakeppninni var
hinn kunni hestamaður Guð-
mundur Snorraosn, 76 ára, en
yngstur var Sveinn Reynisson,
7 ára. Einnig var gleðilegt að
sjá margt kvenfólk í keppni
þessari.
Á aðalfundi STAK, sem hald-
inn var 24. maí sl. var sam-
þykkt eftirfarandi ályktun:
„Aðalfundur Starfsmannafé
lags Akureyrarbæjar haldinn
24. maí 1975, lýsir óánægju
sinni yfir skertum vísitölubót-
um á laun.
Fundurinn krefst þess af for
ystumönnum félagsins, að þeir
taki fast og ákveðið á kjara-
málum starfsmanna, og fylgi
fast eftir réttlætiskröfum um
lífvænleg kjör. Fundurinn lýs-
ir fullum stuðningi við aðal-
kröfu B.S.R.B. í kjaradómi,
um að greidd verði frá 1. mars
1975 verðlagsuppbót á laun
samkvæmt 4. grein gildandi
kjarasamnings, dags 15. desem
ber 1973 milli fjármálaráð-
herra f. h. ríkissjóðs og
Félagið hélt upp á 40 ára af-
mæli sitt í Hótel KEA laugar-
daginn 19. ápríl síðastliðinn,
en það var stofnað 10. apríl
1935.
Félagskonur fjölmenntu,
einnig voru mættir fulltrúar
frá ýmsum deildum Slysa-
varnafélagsins í nágrenninu,
svo og frá Slysavarnafélagi
íslands.
í boði deildarinnar komu
þær Sesselja Eldjárn, sem var
formaður deildarinnar í 35 ár
og Margrét Sigurðardóttir, en
þær dveljast nú báðar á Iirafn
istu. Gáfu þær félaginu for-
kunnarfagran kertastjaka,
vegna ætti auðvitað að nefna
flokk hans jafnaðarmanna-
flokk á íslenzku. Stefna hans
og skoðanir eiga ekkert skylt
við kommúnisma. En orðið
sósíalisti segir íslendingum
ekkert um það, sem máli skipt
ir í ágreiningi sósíaldemókrata
og kommúnista.
GÞG
Aðalfundur -hrossaræktar-
sambandsins Hauks var hald-
inn nýlega í Ólafsfirði, og er
Þorkell Bjarnason hrossa-
ræktarráðunautur nú hér á
Akureyri til að skoða kynbóta
gripi bæjarbúa.
F.
B.S.R.B. Nú þegar eru launa-
kjör opinberra starfsmanna
komin í öldudal eftir síðustu
kjarasamninga og krefst fund
urinn þess að koma í veg fyr-
ir að meiri kjaramunur mynd
ist milli kjarasamninga B.S.R.
B. og annarra stéttarfélaga.
Sém dæmi má nefna, að
flugfreyjur fengu allt að 30%
hækkun á laun, nú í nýjum
samningum.“
Á aðalfundi þessum var kjör
in ný stjórn fyrir Starfsmanna
félag Akureyrarbæjar, og
skipa hana nú eftirfarandi að-
ilar:
Formaður er Agnar Árna-
son og með honum þau Rafn
Herbertsson, Lýður Bogason,
Áslaug Magnúsdóttir og Mar-
grét Björgvinsdóttir.
einnig gaf Sesselja 5 þúsund
krónur í hússjóð, er hún stofn
aði í tilefni afmælisins, en fé-
lagið hefur engan samastað
fyrir starfsemi sína.
Fleiri góðar gjafir og skeyti
bárust deildinni og færum við
gefendum innilegustu þakkir
fyrir hlýhug og vináttu alla
tíð.
í tilefni afmælisins afhenti
stjórn deildarinnar Guðmundi
Blöndal fulltrúa 40 þúsund
krónur í Neyðarbílinn. Á þess
um tímamótum vill deildin
þakka bæjarbúum góðan stuðn
ing og velvild á liðnum árum.
Fréttatilkynning.
Aðalf undur STAK
Frá Kvennadeild
Slysavarnafélags-
ins á Akureyri
6 - ALÞÝÐUMAÐURINN