Stúdentablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 6
Stúdentar sameinast á
Stúdentadeginum
Stúdentadagurinn á sér langa sögu en stúdentar við
Háskóla íslands gera sér kannski ekki allir grein fyrir
því af hverju hann er haldinn hátíðlegur ár hvert.
Að sögn Hildar Björnsdóttur, formanns
Stúdentaráðs, er tilgangur dagsins fyrst og fremst
að efla samkennd meðal stúdenta.
Innan háskólans eru fjölmargar sjálfstætt starfandi
einingar, Stúdentaráð og nemendafélög til dæmis,
og því mikilvægt að hafa dag sem þennan til að
Ólafur Ragnar Grímsson forseti íslands
ávarpar gesti.
minna stúdenta og samfélagið á að kjarni Háskólans
og auðlindin sem þar býr eru stúdentarnir sem
stunda þar nám. Ásamt því að vera tilefni fyrir
stúdenta til að sameinast er þetta einnig mjög
góður vettvangur til að vekja athygli á málefnum
sem þá varðar. Þennan dag koma forseti (slands
og rektor Háskólans saman til að taka þátt í degi
stúdenta ásamt fleiri góðum gestum og því tilvalið
fyrir stúdenta að láta í sér heyra.
Upplyfting í nöturlegum
hversdagsleik desembermánaðar
Desembermánuður er oft þungbær fyrir þá sem
stunda háskólanám. Á sama tima og dagurinn
styttist og kólnar f veðri standa stúdentar frammi
fyrir prófatörn. Fyrir flesta stúdenta er desember
einn þyngsti mánuður skólaársins vegna vinnuálags
og komandi jólatarnar. Vegna þessa er gott að
Stúdentadagurinn skuli vera haldinn
1. desember þegar mikilvægt er að blása aðeins lífi
í háskólasamfélagið. Stúdentar hafa þá möguleika á
að líta aðeins upp úr skólabókunum, hvfla hugann
frá próflestri og halda þennan dag hátíðlegan
með samnemendum sínum sem flestir eru í sömu
sporum. Mikilvægt er fyrir stúdenta að minna sig
á það að þó svo að próftímabilið sé strembið og
kvíðvænlegt þá eru stúdentar hluti af heild og
standa ekki einir.
Mikill tónlistardagur í ár
Hátíðin hófst klukkan tíu f hátíðarsal Aðalbyggingar
Háskólans. Þar var Kristfn Ingólfsdóttir, rektor
Háskóla (slands, gestur og Guðrún Sóley Gestsdóttir
flutti ávarp. Eins og venja er eftir ávarp rektors
á þessum degi gengu stúdentar að leiði Jóns
Sigurðssonar og lögðu þar þlómakrans. Um
hádegisbil var komið að ávarpi Ólafs Ragnars
Grímssonar, forseta íslands, á Háskólatorginu. Þá
tók Háskólakórinn lagið undir stjórn Gunnsteins
Ólafssonar í anddyri Aðalbyggingarinnar og
söngkonan Ragnheiður Gröndal hélt tónleika
á Háskólatorgi mörgum áheyrendum til
mikillar ánægju. Má hæglega gefa sér það að
tónlistarunnendur hafi glaðst mikið á þessum degi
stúdenta. Dagskráin var líkt og fyrri ár með mjög
hátíðlegu yfirbragði og stóð sannarlega undir
væntingum.
Ragheiður Gröndal flytur lag.
Naomi Lea Grosman
6
STÚDENTABLAÐIÐ