Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.2009, Síða 7

Stúdentablaðið - 01.12.2009, Síða 7
Inni í myndinni f ■ 1 !íIat2i Hugmyndir sem verða að veruleika Hvernig verða góðar hugmyndir að veruleika? Blaðamaður ræddi við Sesselju G. Vilhjálmsdóttur, sem ásamt Valgerði Halldórsdóttur er að gefa út nýja íslenska borðspilið Heilaspuna, og Gunnar Hólmstein, sem er framkvæmdastjóri og einn stofnenda fyrirtækisins CLARA, um það hvernig þau létu hugmyndir sínar verða að veruleika. Heilspuni - spil fyrir skapandi islendinga „Við höfum verið saman (spilaklúbbi lengi og erum miklar spilakonur. Hugmyndin hefur setið lengi ( okkur en aldrei gefist tími til að framkvæma. Eftir að ég kom heim úr skiptinámi vantaði mig eitthvert verkefni og við ákváðum þá að kýla á þetta," segir Sesselja aðspurð um það hvernig þær fengu hugmyndina að þessu spili. „Áður en borðspilið varð til þurftum við að selja hugmyndina sem við höfðum í kollinum. Eina leiðin til að gera það var að vera nógu ákveðin í að selja hana og það gerðum við hjólandi milli fyrirtækja ( byrjun sumars." Að sögn Sesselju var tekið vel I hugmyndina. „Næsta skrefið var að leggjast undir feld og semja 2500 spurningar. Það var ekki auðvelt verk," segir Sesselja: „en þó skemmtilegt," bætir hún fljótt við. „Allt ferlið, frá því að selja hugmyndina þangað til borðspilið var orðið að veruleika, tók alls tvo og hálfan mánuð," segir hún enn fremur. Útkoman varð glæsilegt spil, Heilaspuni, sem er byggt á íslenskri tungu, þjóðlífi, menningu og sögu. Hægt er að sjá nánari upplýsingar um það á heimasíðunni heilaspuni.is og einnig á Facebook-síðu spilsins, facebook.com/heilaspuni. Alíslenskt borðspil fyrir alla aldurshópa Að sögn Sesselju hefur gengið vel að kynna spilið og fólk tekur því almennt mjög vel. Forsala er í fullum gangi á heimasíðunni þeirra og hefur gengið mjög vel. Aðspurð hvernig þær hafi farið að því að markaðssetja spilið segir Sesselja: „Eftir að við STÚDENTABLAÐIÐ leyfðum nokkrum aðilum að prófa spilið hafa nokkurs konar snjóboltaáhrif farið af stað og æ fleira fólk veit af þessu spili." Spilið var kynnt ( Háskóla Islands þann 26. nóvember en þá bauðst nemendum að prófa spilið á Háskólatorgi. Sesselja segir áhugann fyrir spilinu vera að miklu leyti tilkominn vegna þess að fólk kann að meta að þetta er alíslenskt spil. „Flest spilin sem koma út núna fyrir jól eru af erlendum uppruna. Heilaspuni er hins vegar algjörlega íslenskt út í gegn," segir hún enn fremur. „Þetta er skemmtilegt spil sem snýst um að vera með skemmtilegar pælingar um íslensk orð og orðatiltæki, bókmenntir og íslenska sögu frekar en að vera með allt rétt. Þess vegna hentar spilið öllum aldurshópum." Fyrsta sendingin kom í verslanir síðustu vikuna í nóvember en stefnt er að því að allar helstu verslanir verði komnar með spilið um miðjan desember. „Þetta spil hefur alla burði til að verða sígilt vegna þess hversu vandaður frágangurinn er og eðli spurninganna er þannig að þær verða aldrei úreltar," segir Sesselja. En hvaða ráð hefur Sesselja fyrir þá sem eru með hugmynd sem þá langar að koma í verk? „Það er ómetanlegt að sjá hugmynd sína verða að veruleika. Hættið að fresta hlutunum og ráðist á hlutina með fullum krafti í dag en ekki á morgun," segir hún. Sesselja G. Vilhjálmsdóttir

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.