Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.2009, Síða 8

Stúdentablaðið - 01.12.2009, Síða 8
Hótæknifyrirtækið CLARA CLARA er fyrirtæki sem spratt upp úr hugmynd Gunnars Hólmsteins og félaga hans árið 2007. Fyrirtækið sérhæfir sig í því að veita fyrirtækjum hjálp í að skilja viðskiptavini sína betur með því að fylgjast með umfjöllun um fyrirtækin á Netinu. Þetta gefur eigendum fyrirtækja möguleika á að fylgjast með allri umfjöllun um þau í öllum miðlum og þannig skilja viðskiptavini sína betur. Þannig hafa fyrirtækin möguleika á að bæta sig samkvæmt því. „Það sem CLARA gerir er að hjálpa fyrirtækjum að skilja viðskiptavinina sína betur. Internetið er eini miðillinn sem er enn að stækka og mörg fyrirtæki vita enn ekki hvernig á að tækla Netið sem upplýsingarmiðil. CLARA sér um það að skoða umfjöllun fyrirtækja á Netinu, nánast á rauntíma," segir Gunnar. Spurður um það hvernig fyrirtækið varð til segir Gunnar: „Fyrir um það bil tveimur árum vorum við nokkrir með hugmynd sem okkur þótti svo mögnuð að við þorðum ekki að segja neinum frá því, við vorum svo hræddir um að einhver myndi stela hugmyndinni af okkur. Á endanum ákváðum við að tala um þessa hugmynd okkar, að greina almenningsálitið á Netinu." Þeir komust fljótt að því að það að tala um Innovit stendur árlega fyrir Gullegginu, frumkvöðlakeppni íslenskra háskólanema og nýútskrifaðra. Keppnin er haldin að fyrirmynd MIT-háskólans í Bandaríkjunum og VentureCup á Norðurlöndunum. Meginmarkmið keppninnar er að skapa vettvang fyrir ungt athafnafólk til að öðlast þjálfun og reynslu í mótun nýrra viðskiptahugmynda og rekstri fyrirtækja. Þannig er keppnin orðin gæðastimpill á viðskiptahugmyndir og fyrir frumkvöðla sem munu á næstu árum laða að enn fleiri fjárfesta, skapa ný störf og verðmæti fyrir íslenskt þjóðfélag. Gunnar Hólmsteinn, einn af stofnendum CLARA □ a Keppnin er frábært tækifæri fyrir frumkvöðla til að koma hugmyndum sínum á framfæri og gera úr þeim raunverulegar og markvissar áætlanir sem miða að stofnun fyrirtækja. Samhliða keppninni er þátttakendum I samstarfsháskólum Innovit boðið upp á námskeið, ráðgjöf og aðstoð sérfræðinga, frá mótun hugmyndar til áætlanagerðar og þjálfunar í samskiptum við fjárfesta. Þátttaka í frumkvöðlakeppni Innovit er skemmtileg og krefjandi áskorun sem nýtist þátttakendum til framtíðar. Sú reynsla og þekking sem þátttakendur öðlast nýtist afar vel þegar út í atvinnulífið er komið, hvort heldur sem er hjá nýstofnuðum sprotafyrirtækjum eða stærstu fyrirtækjum landsins. Frumkvöðlakeppni Innovit er þrískipt og byggist fyrst á mótun viðskiptahugmynda, næst á gerð viðskiptaáætlana og síðast á kynningu fyrir hópi sérfræðinga og fjárfesta. Keppnin í hnotskurn Fyrir 20. janúar þurfa áhugasamir að vera búnir að skila inn sinni hugmynd. Hugmyndin þarf ekki að vera komin lengra en bara sem hugmynd á servíettu. Útfærsla á hugmyndinni má í mesta lagi vera á tveimur blaðsíðum þar sem hún er útskýrð I stuttu máli. Næstu sjö vikurnar, eða fram til 8. mars, fá keppendur aðstoð við að breyta hugmyndum í fullmótaðar viðskiptaáætlanir. Haldin verða sérstök námskeið og vinnusmiðjur þar sem sérfræðingar úr íslensku atvinnulífi aðstoða og halda fyrirlestra. Þegar búið er að skila inn fullmótaðri viðskiptaáætlun lesa um 50 sérfræðingar ( rýnihóp yfir áætlanirnar. Þetta eru fjárfestar, framkvæmdastjórar og annað sérvalið fólk úr íslensku atvinnulffí. Markmið þess er að veita öllum hugmyndina gæti borið árangur. „Það var langt frá því að vera slæmt að segja frá hugmyndinni okkar, frekar var það hjálplegt að fá uppbyggilega gagnrýni og athugasemdir um hver næstu skref okkar ættu að vera," segir Gunnar. Tveimur árum síðar er þessi hugmynd fimm ungra stráka við Háskóla íslands orðin að fyrirtækinu CLARA. En hvað segir Gunnar við fólk sem hefur hug á því að reyna að láta hugmynd sínar verða að veruleika? „Þetta er það erfiðasta sem ég hef nokkurn tímann gert. Ekki vaða út I hlutina og fara út í framkvæmdir með hálfkláraða hugmynd. Síðast en ekki síst, ekki vera hrædd við að segja öllum þeim frá hugmyndinni sem nenna að hlusta." Naomi Lea Grosman viðskiptaáætlunum gagnrýni, einkunn og hvatningu um næstu skref. 10 bestu áætlanirnar eru síðan paraðar saman með öflugum ráðgjöfum þar sem þær eru endurbættar eftir gagnrýni frá rýnihópnum. Þann 10. apríl eru skýrslur um verkefnin síðan kynntar fyrir sérnefnd dómara sem gefur þeim einkunn. Besta hugmyndin fær 1,5 milljónir króna í peningum, annað sætið 500 þúsund krónur og þriðja sætið einnig. Einnig eru ýmis þjónustu- og aukaverðlaun sem eru metin á rúmlega tvær milljónir króna. Samstarfsháskólar í keppninni eru HÍ, HR, Háskólinn á Bifröst og Keilir. Nemendur sem eru skráðir í þessa háskóla geta tekið þátt í keppninni, öllum vinnusmiðjum og námskeiðum sér að kostnaðarlausu. Aðrir geta sent inn hugmynd í keppnina sér að kostnaðarlausu en þurfa að greiða sérstaklega fyrir öll námskeið sem eru haldin, eða um 48.000 krónur. Allar frekari upplýsingar eru á www.gulleggið.is Arangur hingað til Gulleggið hefur verið haldið árlega frá árinu 2007. Yfir 100 hugmyndir bárust í keppnina 2008 og um 120 hugmyndir i ár. Um 50 fullmótuðum viðskiptaáætlunum var skilað í ár. Velta fyrirtækja I Innovit-hagkerfinu er samanlögð yfir 300 milljónir íslenskra króna. Um 20 ný fyrirtæki hafa verið stofnuð eftir þátttöku fólks í keppninni og yfir 100 störf hafa skapast hjá þeim fyrirtækjum. Áslaug Baldursdóttir 8 STÚDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.