Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 10

Stúdentablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 10
Bræður og b-hliðar Á stjörnubjörtu vetrarkvöldi brá blaðamaður sér á fund við bræðurna Sigurð og Guðmund Óskar Guðmundssyni. Báðir eru þeir músíkantar, spila með tveimur vinsælustu hljómsveitum landsins, Hjálmum og Hjaltalín. Nýverið komu út skífur með báðum sveitunum, IV nefnist fjórða plata Hjálma en önnur plata Hjaltalíns, Terminal. Sigurður bardúsar í eldhúsinu, hellir upp á kaffi og te og ber fram pönnukökur með sykri. Á meðan spjalla ég við Guðmund sem er nýkominn úr hljómsveitartúr þar sem landsbyggðin var sótt heim. Hvernig lítur desembermánuður út hjá ykkur tónlistarmönnunum, er brjálað að gera? G: Já, það lítur nú út fyrir það, það er ekki alveg búið að negla allt niður en það verður einhver útgáfugleði hjá Borginni um miðjan desember, svo erum við með tónleika, Sigríður Thorlacius og heiðurspiltar, á Rósenberg 19. des. Hjaltalín og Hjálmar verða svo sennilega sama kvöld á NASA. Þar að auki verður eitthvað um önnur gigg sem tengjast nýútkominni plötu okkar. S: Ég verð að spila með Baggalút og Siggu. Svo verð ég að spila með Agli Sæbjörnssyni á Listasafni Reykjavíkur þann 17. des. Hjálmar koma svo fram á nýársgleði á Glóðinni í Keflavík þann 1. janúar. Hlustið þið á tónlist hvor annars? G: Við komumst ekki hjá þvl. Við erum alltaf að prófa nýju lögin I græjunum heima. Ég hef til dæmis þurft að hlusta á lögin hans Sigga síðustu ár, alveg frá því að þau eru bara bassatrommur þangað til að þau eru fullunnin. Það er fínt. S: Það er stundum leiðinlegt. Fáið þið stundum leið á lögunum ykkar sem þið þurfið samt að taka á tónleikum? G: Já... S: Það kemur alltaf annað slagið fyrir. En ef lagið er nógu gott og nógu skemmtilegt þá er þetta bærilegt. Sum lög eins og til dæmis Bréfið og Borgin geta alveg farið með mann. G: Við erum alveg komin með upp I kok af Þú komst við hjartað i mér. Við eiginlega getum ekki spilað það lengur. S: Já, nú eru Færeyingarnir komnir með það. G: Þetta er náttúrulega öðruvísi týpa af lagi heldur en við hefðum samið sjálf og svo er þetta ekki okkar eign heldur lag sem við tókum. Talið berst að nýrri plötu Friðriks Ómars og Jógvans en hafa þeir félagar tekið hið alræmda lag upp á arma sína og er lagið nú með færeyskum texta og og eitt það vinsælasta hjá frændum vorum. En hvernig gekk að túra um Island? G: Það kom alveg fyrir að það voru ekki nema um þrjátíu manns á tónleikum. S: Það þjálfar mann rosalega mikið að spila á minni stöðum fyrir fátt fólk vegna þess að þú verður að standa og falla með því sem þú ert að gera. Þetta er eins og að fara í sund, maður þarf að venja sig við það að vera f vatni. G: Við fengum líka rosalega gott „krád" þó að það hafi ekkert verið margir alls staðar. Á Akureyri fengum við gífurlega góðar viðtökur, eiginlega bestu viðtökur sem við höfum nokkurn tíma fengið. En svona heilt yfir séð þá voru þeir sem komu virkilega að hlusta og þannig er okkar tónlist líka. Við fúnkerum betur í þannig umhverfi heldur en á NASA klukkan tvö á laugardagskvöldi. Þjáist þið stundum af sviðskrekk? S: Já. G: Ég er reyndar bara bassaleikari, ég stend svona aftarlega. En það hefur komið fyrir á síðustu mánuðum þegar ég hef verið að spila með Siggu Toll að Siggi hefur forfallast og þá hef ég þurft að syngja dúettana með henni og þegar það gerist verð ég massívt stressaður því að ég syng aldrei. Ég söng mikið áður fyrr, til dæmis með Hjaltalín, en síðustu árin hef ég alveg látið það eiga sig og læt þá sem gera það vel bara sjá um það. S: Þess má einnig geta að það er mjög erfitt að syngja og spila á bassa, mun erfiðara en að syngja og spila á gítar. Talið berst að föður strákanna, Guðmundi Sigurðssyni söngvara. Hann hefur oft komið og tekið aukalag með sonum sínum á tónleikum. Móðir bræðranna, Gróa Hreinsdóttir, er hins vegar píanókennari. Strákarnir segjast hafa notið tónlistarlegs uppeldis sem þó var ekki strangt heldur einungis til þess að glæða áhuga þeirra á tónlist. Það kom að því að Guðmundur þurfti að velja á milli tónlistar og handbolta þegar róðurinn var tekinn að þyngjast á báðum vígstöðvum. Móðir hans hvatti hann þá til þess að velja tónlistina því að hana grunaði að sonurinn myndi hafa meira yndi af þvi að spila tónlist fyrir fólk frekar en að kasta bolta til lengri tíma litið. Gætuð þið einhvern tíma hugsað ykkur að söðla um og semja sinfóníu eða söngleik? S: Það er ekkert rosalega óllkt þvi sem við erum að gera í dag, það eru bara aðrar verkaðferðir sem eiga við. Lengdin er þá aðalmunurinn. G: Efnið á nýju Hjaltalinplötunni er margt mjög söngleikjalegt. Eftir að hafa samið þessa plötu höfum við fundið fyrir einhvers konar löngun í það að semja söngleik á endanum. Einhvers konar grínsöngleik. S: Söngleikjaformattið er einhvern veginn svolitið glatað í eðli sinu. Það er einhvern veginn ekki hægt að komast upp með að gera söngleik án þess að hann verði svolítið hallærislegur. G: Það er til mikið af frábærri söngleikjatónlist en söngleikurinn sem slíkur er kannski ekki eitthvað sem heillar. Ég get ekki sagt að ég horfi mikið á söngleiki. Ég fór reyndar á Leg. S: Reyndar horfðum við alveg yfirgengilega mikið á Oliver Twist þegar við vorum yngri. G: Já, við „óverdósuðum" bara í gamla daga. Hjálmartóku upp nýju plötuna slna á Jamaíku. Þeir höfðu þegar tekið upp nokkurn fjölda laga en ákváðu að freista gæfunnar og eyddu tíu dögum á hinni sólríku eyju þar sem þeir unnu I fimm daga og eyddu restinni (afslöppun. S: Okkur var ágætlega tekið, þeir sem unnu með okkur í stúdíóinu höfðu gaman að okkur, flluðu 10 STÚDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.