Stúdentablaðið - 01.12.2009, Síða 12
gefa fólki plötuna mlna hvort sem því líkar það
betur eða verr.
S: Já, maður þarf eitthvað að kaupa gjafir.
Eru einhverjar hefðir sem fylgja jólahaldinu í
ykkar fjölskyldu?
S: Ja, ég veit það nú ekki. Ég hlakka alltaf mest
til þess að stússast I eldhúsinu með mömmu.
Það er einna mesti fílingurinn. Svo borðum við jú
mandarínur.
G: Við bökuðum alltaf piparkökur með ömmu
þangað til fyrir svona fimm árum, skreyttum þær
svo og bjuggum líka til piparkökuhús. Það var einna
mesti fílingurinn þegar maður var krakki. Hefðin
er kannski helst bara sú að við erum öll saman yfir
hátíðarnar. Við erum öll frekar tvlstruð, foreldrar
okkar eru skilin, mamma býr úti á landi, svo erum
við fimm systkinin. Það er alltaf voðalega notalegt
að njóta samverunnar, sérstaklega gott að hafa
ömmu og afa með okkur.
S: Já, það var mikil snilld I fyrra en þá héldum
við einmitt upp á jólin fyrir norðan, að Hafralæk
í Aðaldal. Við vorum þar innilokaðir í þessu húsi
I þrjá daga yfir jólin, horfðum til dæmis á David
Attenborough seríurnar, alls kyns dýralífsmyndir og
Ladda-showið. Þetta var mjög gaman. Þetta voru
svona náttfatajól. Jólin eru bara einu sinni á ári. Það
er afskaplega fátt sem er bara einu sinni á ári. Það
er bara afmælið manns og jólin.
Hvað borðið þið á aðfangadag?
S: Það er yfirleitt alltaf hamborgarhryggur þó svo að
við höfum stundum brugðið út af vananum.
Bakið þið eitthvað?
S: Ég kann ekki að baka. En það er einmitt
áramótaheitið I ár, að læra að baka.
Eigið þið ykkur eitthvert uppáhaldsjólalag?
G: Last Christmas?
S: (hlátur)
G: Ég er ekki alveg viss. Maður þarf að rifja þetta
upp. En jólalög eru ótrúlega fyndin, lög sem endast
alveg að eilífu.
S: Mér finnst nokkur jólalög vera algjör erkijólalög,
maður kemst bara I jólafíling við að heyra þau eins
og lagið Hátíð ferað höndum ein.
G: Já, það er æðislegt.
S: Og svo líka lagið með henni Ingibjörgu Þorbergs,
Hin fyrstu jóI.
G: Já, það er hugsanlega mitt uppáhaldsjólalag.
Svo held ég líka rosalega mikið upp á jólalag sem
Hjaltalfn samdi sem heitir Mamma kveikir kertaljós.
Þið hafið ekki kveikt á kerti í gær á fyrsta í
aðventu?
G: Nei.
S: Jú, ég kveikti reyndar á ilmkerti.
G: Reyndar var ég að spila með Hjaltalín I
Landnámssetrinu í Borgarnesi. Það voru kerti þar.
G: Við þurfum að fá okkur krans í skúrinn.
S: Já. Á hurðina?
G: Já.
S: Á jólunum eiga að vera skaflar og þykkt lag
af snjó á þakinu og reykur upp úr strompinum
og sykurhúðaðir dyra- og gluggakarmar og
hangikjötslyktin berst eftir dalnum yfir I næsta dal.
S.G.
Afturhvarf til fortíðar
Eitt helsta umræðuefnið síðastliðið ár
hefur verið kreppan, hrun bankanna,
gengisfall krónunnar, niðurskurður
og hvernig eigi að bjarga íslenskum
heimilum. En hver eru raunveruleg áhrif
kreppunnar á daglegt líf almennings og
fyrirtækin í landinu? Heldurfólk að sér
höndum og sparar hverja krónu eða hafa
raunveruleg áhrif efnahagsþrenginganna
ekki enn skollið á almenningi? Þá virðist
hafa orðið einhvers konar afturhvarf
til fortíðar, til fyrri siða og gamals
tíðaranda. Munum við sjá fleiri fyrirtæki
fara á hausinn á næstu mánuðum og
hvernig mun mönnum ganga að halda
jól? Blaðamaður fór á stúfana og ræddi
við starfsfólk hinna ýmsu verslana, hinn
almenna borgara og hóp námsmanna til
þess að reyna að átta sig á því hvernig
landið liggur í þessum efnum.
12
STÚDENTABLAÐIÐ