Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.12.2009, Qupperneq 13

Stúdentablaðið - 01.12.2009, Qupperneq 13
„Fólk sést prjóna úti um víðan vöíi, í strætó, kennslustundum og yfir kaffinu. Verslanir sem selja garn og prjóna hafa vart unaan.,, Umræðan eftir hrunið Mikil ringulreið hefur ríkt í íslensku samfélagi síðan í október á síðasta ári. Fréttir berast af alls kyns svikum f stórfyrirtækjum og hækkun á matarverði hefur verið töluvert í umræðunni. Fjallað hefur verið um ómögulegar afborganir af lánum sem hafa hækkað upp úr öllu valdi og nýtilkominn sykurskattur fer fyrir brjóstið á mörgum. Bensínverðið hefur lengi verið mönnum mikill hausverkur og ekki var mönnum skemmt þegar ÁTVR hækkaði verð í tvfgang með stuttu millibili rétt fyrirjólin á síðasta ári.Mörg fyrirtæki urðu gjaldþrota eða minnkuðu við sig í kjölfar bankahrunsins í október á síðasta ári. Margt gekk á fyrstu mánuðina eftir hrun bankanna og höfðu margir áhyggjur af þvf hvernig sfðastliðin jól myndu ganga. Margir velta því þó fyrir sér hvort áhrif kreppunnar eigi enn eftir að koma fram. Skellurinn sé kannski ekki að fullu kominn, menn hafi einfaldlega hætt að borga af lánunum og bíði þess að lausn fáist í þeirra málum svo þeir geti farið að aðlaga sig þeim skilyrðum sem þeir geta ráðið við. Slátur og garn í endurnýjun lífdaga Svo virðist sem hugarfarsbreyting sé að eiga sér stað ( samfélaginu í kjölfar hrunsins. Fólk sést prjóna úti um vfðan völl, í strætó, kennslustundum og yfir kaffinu. Verslanir sem selja garn og prjóna hafa vart undan. Starfsmaður hjá Flandprjónasambandi Islands við Skólavörðustíg segir að strax í október í fyrra hafi eftirspurnin aukist og hún hafi vaxið síðan þá. Mikið sláturæði virðist einnig hafa gripið landann. Flagkaup hefur verið með sláturmarkað sfðan um miðjan september og að sögn aðstoðarverslunarstjóra í Skeifunni er fólk vitlaust í slátrið enda sé það ódýr matur. Þrátt fyrir að Nóatúnsverslunum hafi fækkað segir starfsmaður í kjötborði f einni af verslununum að viðskiptin gangi vel og að þeir finni ekki fyrir minni eftirspurn. Flann segir jafnframt að innmatur og slátur sé vinsælt hjá þeim líkt og víða annars staðar. Listinn yfir tíu söluhæstu plötur Skífunnar hefur síðustu ár mestmegnis samanstaðið af plötum erlendra tónlistarmanna Nú telst það hins vegar til tíðinda þegar þangað slæðast erlendar plötur. Á þessu má meðal annars sjá að menn eru að snúa sér að eldri siðum. Ódýr heimaframleiðsla á hlýjum fötum og orkumikilli matvöru auk innlendrar framleiðslu er valin fram yfir innfluttar vörur. Fjárhagsstaðan breytt Aðsókn í Fláskóla fslands jókst töluvert í haust og hefur blaðamaður fengið veður af því að hið sama sé einnig uppi á teningnum í Flúsmæðraskólanum. Þeir nemendur við Fláskólann sem rætt var við sögðu að fleiri nemendur ferðuðust nú með strætó en síðustu ár, að minnsta kosti sé viðhorf til strætós jákvæðara en áður. Enn sem komið er eru tölur um þá sem hafa sótt um námslán hjá LlN nokkuð svipaðar og tölur fyrri ára en námsmenn sögðust telja marga ætla að nota námslánin sem varaáætlun þar sem frestur til að sækja um þau er mjög rúmur. Því gæti umsækjendum um lán átt enn eftir að fjölga. Það verslunarfólk sem blaðamaður ræddi við var almennt jákvætt. Það segir viðskiptin almennt ganga vel og að það hafi Iftið orðið vart við kreppuéhrif f minnkandi viðskiptum. Þar sem litið var við í sólarhringsverslunum sögðu verslunarstjórar að búðirnar stæðu vel undir lengdum afgreiðslutíma og viðskiptin væru jafnari. Einhverjir skyndibitastaðir hafa fundið fyrir minni aðsókn í kjölfar bankahrunsins en starfsfólk segir viðskiptin hafi tekið kipp og séu orðin eins og áður var. Verslunarstjóri Skífunnar f Kringlunni segir að lítið sem ekkert hafi dregið úr sölu þar á bæ. Flann bendir þó réttilega á að mikill straumur ferðamanna hafi verið til landsins frá þvf snemma í vor og langt fram á haust. Flann segir þá hafa verið duglega við að versla hjá sér og að mögulegt sé að það hafi sitt að segja f velgengni verslunarreksturs hérlendis þrátt fyrir efnahagsþrengingar. Flugsanlega hafi áhrif kreppunnar ekki enn komið fram og hefur hann áhyggjur af því hvernig jólin verði. Greinilegt er að menn bregðast við þrengingunum með afturhvarfi til fyrri siða. Þá má líta svo á að fjölgun nema í FHáskóla Islands sé leið fólks til að nýta kreppuna til að skapa sér ný tækifæri. Edda Sigurðardóttir STÚDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.