Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.2009, Síða 15

Stúdentablaðið - 01.12.2009, Síða 15
áhrifum áfengis var 20-24 ára og þar á eftir komu ökumenn á aldrinum 25-29. Svo virðist sem þessi brot séu algengust á vormánuðum en fæst eru þau í janúarmánuði. Talsmenn lögreglu eiga erfitt með að fullyrða um ástæður þessa. Á síðustu þremur árum hafa orðið að jafnaði 87,7 slys á ári sem rekja má til ölvunaraksturs, þar af eru fimm banaslys. Ekki mannleg mistök að setjast ölvaður undir stýri Einar vill minna fólk á að akstur eftir neyslu áfengis verður aldrei afsakaður með því að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Algengt er að ökumenn sem hafi valdið banaslysum eftir neyslu áfengis séu dæmdir fyrir manndráp af gáleysi. Ef þú átt þátt í umferðarslysi og það mælist áfengismagn í blóðinu á viðkomandi tryggingarfélag endurkröfurétt á þig sem ökumann fyrir tjóni og slysakostnaði enda er litið svo á að þú sért ábyrgur með því að vera undir áhrifum vímuefna. Þetta getur gerst jafnvel þótt mælanlegt magn sé lítið. Slík endurkrafa getur numið tugum milljóna króna. „Það eru hins vegar miklar líkur á því að þú sért að bjarga mannslífi ef þú kemur i veg fyrir að einhver setjist undir stýri eftir neyslu áfengis. Ef þér tekst ekki að koma í veg fyrir ölvunarakstur með góðu skaltu gera viðkomandi þann greiða að láta lögregluna vita í síma 112," segir Einar og bætir við: „Það borgar sig aldrei að aka eftir neyslu áfengis, hvort sem er um að ræða einn drykk eða fleiri." Ljóst er að pilsnerfrumvarpið er mjög umdeilt og fjölmargir eru ósáttir við þessa mögulegu lagabreytingu ef marka má umfjöllun í fjölmiðlum og bloggheimum undanfarna daga og vikur. I flestum ríkjum Vestur-Evrópu er miðað við sama leyfilega hámarksmagns áfengis í blóði og hér á landi, eða 0,5%o, og aðeins tvö ríki hafa lækkað umrætt hámarksmagn niður í 0,2%o. Það eru Svíþjóð og Noregur. Lögin eru útfærð á ólíkan hátt I löndunum tveimur og verður fróðlegt að fygjast með hver stefna (slenskra stjórnvalda verður í þeim málum ef frumvarpið verður að lögum. Frekari upplýsingar um frumvarpið má finna á vef samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins, www.samgonguraduneyti.is, og einnig á vef Alþingis, www.althingi.is. Ásdís Auðunsdóttir Framúrstefnulegt strætóskýli við Hringbraut Iðulega er krökkt af stúdentum og öðrum vegfarendum í strætóskýli einu við Hringbraut. Skýli þetta, sem er við Þjóðminjasafnið, hefur veitt skjól í öllum veðrum allt árið um kring. Líklega myndu margir segja þetta eitt huggulegasta strætóskýli á norðurhveli jarðar. Þann 4. nóvember síðastliðinn afhjúpuðu Stúdentaráð Háskóla íslands og Orkusalan endurbætur á umræddu strætóskýli. Nú er það upphitað og upplýst og veitir námsmönnum og öðrum vegfarendur birtu og yl í svartasta skammdeginu. Það er ekki aðeins að skýlið sé upphitað heldur er þar einnig að finna þráðlaust net í boði Símans. Blaðamaður spurði Magnús Kristjánsson, framkvæmdarstjóra Orkusölunnar, út í þetta metnaðarfulla verkefni. Samstarf SHl og Orkusölunnar hófst haustið 2008 og gekk upphaflega út á nýstárlegan afslátt á rafmagni til nemenda Háskóla Islands. Á fundi þeirra um möguleika á frekara samstarfi kom hugmyndin um strætóskýlið. Hugmyndavinna og útfærsla er því unnin ( samstarfi Orkusölunnar og SHÍ en Orkusalan ákvað strax í upphafi að bera allan kostnað af uppsetningu og rekstri skýlisins. „Við nutum góðs af reynslu AFA JCDecaux sem rekur strætóskýli borgarinnar og þeir sáu um tæknilega útfærslu," segir Magnús. Síminn bættist svo í hópinn á lokasprettinum og bauð aðgang að þráðlausu neti í skýlinu. Aðspurður segir Magnús að því fylgi alltaf kostnaður að ryðja braut á hvaða sviði sem er. Hann segir þó kostnað við uppsetningu, hitun og lýsingu skýlisins óverulegan miðað við þann fjölda stúdenta og annarra sem njóti góðs af skýlinu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um frekari útbreiðslu strætóskýla sem þessa. „Við munum halda samstarfi okkar við SHÍ áfram og væntum þess að það leiði af sér frekari skemmtileg verkefni fyrir stúdenta," segir Magnús enn fremur. Hann tekur fram að Orkusalan leiti sifellt að óvenjulegum og gagnlegum hugmyndum um notkun rafmagns og hafi stúdentar góðar hugmyndir eru þeir hvattir til að koma þeim á framfæri. Vel má því vera að við munum sjá þematengd og orkuvædd strætóskýli spretta upp hér og þar á höfuðborgarsvæðinu (framtíðinni. Edda Sigurðardóttir STÚDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.