Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.2009, Page 20

Stúdentablaðið - 01.12.2009, Page 20
Transgender-dagar í Háskóla íslands Á dögunum voru haldnir svokallaðir Transgender-dagar í Háskóla íslands. Um var að ræða samstarfsverkefni Q - félags hinsegin stúdenta og Trans íslands. Af því tilefni voru m.a. haldnar þrjár málstofur um málefni transgender-fólks á íslandi. Blaðamaður tyllti sér niður með Sesselju Maríu Mortensen, formanni Q, og ræddi við hana um félagið og málefni trans-fólks á fslandi. Félag hinsegin stúdenta hefur starfað frá árinu 1998 og á því tiltölulega stutta sögu innan Háskólans. Á heimaslðu samtakanna, queer.is, kemur fram að allir séu velkomnir I samtökin, hvort sem þeir eru samkynhneigðir, tvíkynhneigðir, trans eða óöruggir með kynhneigð sína. Félagið er fyrir alla þá sem láta sig málefni þessara hópa varða. Fólk sem er að stíga sín fyrstu skref, er komið út úr skápnum eða langar að vita meira ætti að hafa samband þar sem félaginu er ætlað að vera óþvingaður vettvangur til að hitta og kynnast fólki á sama reki. Mikilvæg starfsemi „Það hefur alltaf verið þéttur hópur viðloðandi félagið síðan það hóf starfsemi en sá hópur stækkar vissulega og minnkar samhliða því hve mikil starfsemi er í gangi innan samtakanna hverju sinni. Við í stjórninni stefnum að því að hafa ýmsar uppákomur í vetur auk þess sem við höfum regluleg Q-kvöld einu sinni I viku þar sem fólk getur hist og spjallað og gert eitthvað skemmtilegt saman," segir Sesselja sem er full bjartsýni fyrir næstu önn. Það er mjög mikilvægt að félag sem þetta sé starfsrækt innan háskólasamfélagsins. Félagið sér um fræðslu um málefni hinsegin stúdenta og þetta er nauðsynlegur vettvangur fyrir þessa hópa þar sem fólk á svipuðu reki með svipuð áhugamál getur hist og skemmt sér saman," segir Sesselja og bætir við: „Þó svo að staða samkynhneigðra sé tiltölulega góð innan skólans er alltaf mikilvægt að halda uppi umræðu um þessi málefni." Hvað þýðir transgender? Margir vita ekki hvað felst (orðinu „transgender" og kom það þersýnilega í Ijós við vinnslu greinarinnar. Sesselja segir að hugtakið nái í raun yfir alla þá sem eru i óhefðbundinni stöðu með kyn sitt. „Þetta geta verið einstaklingar sem vilja fara í kynleiðréttingu eða lifa í öðru kynhlutverki með því að klæða sig upp, en hugtakið tekur líka til svokallaðra intersex-einstaklinga sem hugsanlega hafa fæðst bæði með kynfæri karls og konu eða hafa óljós kynfæri," segir Sesselja. Aðspurð um stöðu transgender-fólks innan Háskólans segir Sesselja að þar sem þetta sé ekki stór hópur vilji flestir einfaldlega falla inn í fjöldann og komi því ekki sérstaklega fram til að berjast fyrir sínum rétti. Hún treystir sér ekki til þess að tjá sig fyrir þeirra hönd um það hvort að þeir upplifi mikla fordóma innan veggja skólans. Sem fyrr segir voru haldnar á dögunum þrjár málstofur um málefni transgender-fólks. „Markiðið með málstofunum var að varpa Ijósi á stöðu trans- fólks í íslensku samfélagi og vekja athygli á trans- málefnum í tilefni af Alþjóðlegum minningardegi transgender-fólks (Transgender day of remeþrance)," segir Sesselja. Dagurinn hefur verið haldinn hátfðlegur I ýmsum löndum síðastliðin ár til minningar um þá sem látið hafa lífið vegna fordóma í garð trans-fólks. Samkvæmt heimasíðu sem unnin var í tilefni dagsins hafa (ár verið skráð 95 dauðsföll sem rekja má til þessara fordóma. Gera má ráð fyrir að fjölmörg slík tilfelli hafi ekki verið skráð. „Það er mjög mikilvægt að félag sem þetta sé starfsrækt innan háskólasamfélagsins. Félagið sér um fræðslu um málefni hinsegin stúdenta og þetta er nauðsynlegur vettvangur fyrir þessa hópa þar sem fólk á svipuðu reki með svipuð áhugamál getur hist og skemmt sér saman." „Málstofur sem þessar eru mjög mikilvægar, bæði til þess opna umræðuna um málefni trans-fólks og einnig til þess að gefa fólki kost á að ræða þessi mál og spyrja spurninga," segir Sesselja og bætir við að Transgender-dagarnir hafi gengið vonum framar. Segist hún vera sérstaklega ánægð með síðustu málstofuna sem var tileinkuð orðanotkun og því hvernig við tölum um transgender á íslensku. „(slenskunemar og ýmsir fræðimenn mættu á fundinn, sem var vel sóttur, og fólk vildi greinilega vita hvernig bæri að nota þessi hugtök og augljóst að fólk hefur áhuga á þvi hvernig eigi að ræða þessi málefni af virðingu,"segir Sesselja enn fremur. Að lokum bætir Sesselja því við að mikill áhugi sé innan félagsins á því að fylgja þessu verkefni eftir og félagsmenn langi jafnvel að halda sams konar atburð að ári. Til aö afla sér frekari upplýsinga um starf Q - félags hinsegin stúdenta má fara á heimasíðu þess, www.queer.is , senda félaginu tölvupóst á netfangið gay@hi.is eða gerast vinur á Fésbókinni. Ásdís Auðunsdóttir STÚDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.