Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.2009, Side 25

Stúdentablaðið - 01.12.2009, Side 25
þeirra. Auk þess að reyna að hafa upp á manni Díönu, reyna þeir að svara heimspekilegum spurningum á borð við: Hvaðan kemur öll þessi fiskisúpa? Hvar er húfan mín? Má maður spögulera og hver er með minnsta heila I heimi? Höfundar sýningarinnar og leikarar eru þeir Karl Ágúst Úlfsson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason. Þeir sjá einnig um leikstjórn ásamt Kristínu Eysteinsdóttur. Hlutverkin eins og sitt hvor sokkaskúffan í skápnum Björn Thors er einn mest áberandi leikarinn á íslandi í dag. Hann er hefur starfaö sem leikari í um sex ár og hefur verið tilnefndur til hinna eftirsóttu Grímuverðlauna fjórum sinnum. Þar af hefur hann tvisvar hlotið verðlaunin, fyrir leik sinn (leikritunum Græna landinu og Vestrinu eina. Okkur lék forvitni á að vita hvernig líf leikarans er og hvernig æfingar ganga fyrir sig. Hvernig er dagsrútínan hjá leikara eins og þér ? „Þeir eru mjög ólíkir, lungann úr deginum þessa dagana eru æfingar fyrir Gerplu sem verður frumsýnd um miðjan febrúar," segir Björn. „Við byrjum yfirleitt um níu eða tíu á morgnana og erum til svona fjögur á daginn. Þá tekur við einhvers konar undirbúningur fyrir önnur verkefni, núna er ég í undirbúningi fyrir Dag rauða nefsins hjá UNICEF sem verður 4. desember. Þá er peningum safnað handa bágstöddum og um kvöldið verður opin dagskrá á Stöð 2. Þá koma þjóðþekktir einstaklingar fram og hjálpa til við söfnunina. Þetta er svona prógrammið þessa dagana," bætir hann við. Gerir þú eitthvað sérstakt fyrir hverja sýningu? „Maður er með ólíkar aðferðir fyrir hverja sýningu því hlutverkin eru svo misjöfn og krefjast ólíkra hluta af manni. Það vill verða svolítið misjafnt á milli sýninga hvað maður vill gera á undan sýningu til undirbúnings." Björn Thors í hlutverki sínu í Brennuvörgunum. Núna ert þú að leika í Brennuvörgunum og ert á stífum æfingum fyrir Gerplu, kemur aldrei fyrir að þú ruglir persónum í leikritunum saman? „Nei, það gerist ekki. Þetta er eins og sitt hvor sokkaskúffan í skápnum, það blandast ekkert þarna á milli. Það er allt önnur stemmning á stöðunum, þú ert kominn I annan heim þar sem gilda önnur lögmál og allt annað fólk," útskýrir Björn og bætir við:„Hvert verkefnin hefur sterkan og sérstakan karakter. Þú getur tekið upp sýningu, segjum tveggja ára gamla sýningu, og sett á svið. Eftir tvær til þrjár æfingar er komin sama stemmning og var fyrir tveimur árum. Það er svo sérstakt hvað andi hverrar sýningar er sterkur og hvað hann er ólíkur á milli sýninga." Situr hver sýning lengi í leikurum? „Já og nei, því eftir mánuð ertu búinn að gleyma öllu um sýninguna. Svo löngu seinna er leikmyndin sett upp og þú horfir I augun á mótleikaranum þínum og hann segir eitthvað við þig og þá bara kemur textinn ósjálfrátt. Þetta er þá einhvern veginn inni I beinunum á þér." Nú var Kenneth sem þú lékst mjög áberandi karakter í Fangavaktinni. Heldur þú að hann hafi fest svolítið við þig, að fólk sjái hann þegar þú ert að leika til dæmis John í Brennuvörgunum? „Já, það er ábyggilega algengt, sviðsleikur og sjónvarpsleikur fer kannski ekkert sérstaklega vel saman hvað þetta varðar. Það er líklegt að karakterar leki saman við þessar aðstæður. Ég þekki þetta sjálfur sem áhorfandi. En ég hef leikið i sviði I sex ár þannig að ég þekki sviðið betur," segir Björn. Hann segir að helsti munurinn liggi í undirbúningnum. „Æfingatímabilið í sjónvarpi og kvikmyndum er nánast ekki neitt, alla vega fyrir leikarana. (leikhúsinu höfum við oftar en ekki átta vikur til að stilla hópinn saman. En í kvikmyndaumhverfi ertu alltaf að stilla sjálfan þig og það er svo lítil hópvinna á undirbúningstímabilinu. Það er það sem er svo sjarmerandi við leikhúsið. Þar verða verkefnin svo sterk í upplifun fólksins sem vinnur að þeim. En ( kvikmyndunum getur þú verið að leika mjög stórt hlutverk en veist ekki hvernig útkoman verður fyrr en þú horfir á það á tjaldinu. Við leikararnir horfum ekki í gegnum linsuna og vitum ekki hvað leikstjórinn er að hugsa, til dæmis hvaða tónlist hann ætlar að setja undir og hvernig hann ætlar að klippa senuna saman þannig að það myndast allt önnur stemmning. Það er kannski í þessu tvennu sem munurinn felst, undirbúningnum annars vegar og svo stemmningunni hins vegar," segir Björn að lokum. -kók STÚDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.