Stúdentablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 28
Fjórar góðar
kreppuuppskriftir
Þar sem nemendur við
Háskóla íslands hafa
almennt ekki mikið á milli
handanna nú um stundir
voru nokkrir háskólanemar
fengnir til að deila með
okkur góðum en ódýrum
mataruppskriftum með
þeirri von að þær komi að
góðum notum.
Beikonbuff með ofnristuðu rótargrænmeti
(fyrir 1-2)
Beikonbuff
250 g hakk
(gott að kaupa meira magn á tilboði og frysta)
'/2 beikon bréf
1-2 msk rasp eða brauðteningar
1 -2 msk vatn
/2 llítill laukur (geymið hinn helminginn í poka í ísskáp
fyrir annan rétt)
1 egg
1-2 tsk sinnep (mér finnst dijon-sinnep best)
Ferskar eða þurrkaðar kryddjurtir
(er með steinselju í jurtagarðinum mínum)
Salt og svartur pipar
Svo má alveg bæta við hverju sem manni dettur í hug
eða er til í ísskápnum. Ég hef prófað parmesanost,
capers, furuhnetur, sólþurrkaða tómata, ólífur og
fleira.
Meðlæti
Kartöflur (magnið fer eftir stærð kartaflanna og því
hversu mikið maður ætlar að borða)
Rótargrænmeti (ef maður vill, ég hef notað sellerírót,
annars líka gulrætur, rófur eða steinseljurót)
6 hvítlauksgeirar
olla
timjan (eða þurrkaðar kryddjurtir sem eru til á
heimilinu, t.d. rósmarín, oregano, basilíka)
salt
Sósa (ef maður vill)
/2 dós sýrður rjómi (má nota AB-mjólk eða hreina
jógurt ef það er til á heimilinu, ég bæti líka 1 msk af
majónesi út í)
Kryddjurtir eftir smekk (ég átti ferska salvíu (
ísskápnum en þurr virkar líka)
Aðferð
1. Hitið ofninn í 200°C.
2. Skrælið kartöflur og rótargrænmeti og
skerið í báta/bita. Dreifið á bökunarpappír
á ofnplötu. Dreifið heilum afhýddum
hvítlauksgeirum einnig yfir plötuna.
3. Hellið olíu jafnt yfir og kryddið með timjani
og salti. Setjið svo inn í ofn í 45-60 mínútur
eða þangað til kartöflurnar hafa fengið
fallegan lit (gott er að hræra í þeim eftir
u.þ.b. 30 mínútur).
4. Setjið vatnið og raspið (skál. Saltið og piprið
vel. Raspið dregur í sig vökvann.
5. Á meðan beðið er afhýðið og fínsaxið
laukinn. Bætið út (skálina og blandið.
6. Klippið eða skerið beikonið smátt. Flnsaxið
steinselju ef hún er notuð.
7. Bætið hakki, beikoni, sinnepi, eggi og
steinselju (og fleiru sem maður vill) út í
skálina.
8. Blandið vel. Skiptið í fjóra jafn stóra hluta og
búið til buff.
9. Steikjið í olíu á pönnu á meðalhita í 5-10
mínútur á hvorri hlið eða þar til kominn er
litur á buffin og kjötsafinn sem lekur út er
orðinn tær.
10. Á meðan buffin steikjast er gott að búa til
sósu og salat ef maður vill hafa svoleiðis
með.
11. Kryddjurtir geta oft verið dýrar úti í
búð en hægt er að kaupa mikið magn ódýrt
I Tiger fyrir þá sem nota mikið eins og ég.
Afganginn er gott að hita sem hádegismat
daginn eftir.
Kokkur: Sophie Jensen, annars árs doktorsnemi (
lyfjafræði
STÚDENTABLAÐIÐ