Stúdentablaðið - 01.12.2009, Side 30
Jón Sigurður Karlsson sálfræðingur
Kvíði
Kvíði er tilfinning sem kviknar þegar eitthvað ógnar okkur, í umhverfinu eða í
huganum. Kvíðinn snýst um það sem gæti gerst í framtíðinni, annaðhvort á næsta
andartaki eða síðar. Þótt mikið sé skrifað um aðferðir til þess að draga úr kvíða
er því yfirleitt ekki haldið því fram að kvíðinn hverfi alveg. Færustu sérfræðingar á
sviði kvíðameðferðar gera ekki ráð fyrir því að kvíðinn hverfi, markmiðið er að ná
valdi á honum. í samræmi við það er talað um kvíðastjórnunarnámskeið en ekki
kvíðaútrýmingarnámskeið.
Algeng líkamleg einkenni kvíða eru ör eða
þungur hjartsláttur, mæði, köfnunartilfinning,
munnþurrkur, spennt raddbönd, vöðvaspenna
eða slappleiki, svimi, sviti, roði, doði, ógleði, tíð
þvaglosun, niðurgangur, lystarleysi, hugsanir á
fleygiferð, einbeitingarerfiðleikar, sjóntruflanir og
óraunveruleikatilfinning. Þessi einkenni geta verið
viðvarandi en geta líka komið í köstum.
Allir hafa einhvern tíma fundið fyrir kvíða. Orðin
streita, áhyggjur, ónot, ótti og skelfing vísa öll í
einhvers konar kviðaástand. Ótti er frekar notað
um það sem er til staðar eða áþreifanlegt, ótti við
eitthvað. Kvíði nær líka yfir það sem er óljósara
og/eða lengra inni í framtíðinni, er eins konar
yfirhugtak. Annars vegar eru líkamleg viðbrögð
sem geta vakið skýrar eða óskýrar hugsanir og
hins vegar hugsanirnar sem geta aftur sett af stað
enn sterkari líkamleg viðbrögð eða dregið úr þeim.
Stundum verður þetta eins konar vítahringur þar
sem hugsunin eykur líkamlegu viðbrögðin enn
frekar sem aftur vekja enn meiri kvíðahugsanir.
Þessu mætti líkja við hross á flótta þar sem þau
fremstu stjórnast af hófatakinu fyrir aftan sig og
allt stóðið fylgir á eftir. Kvíðaviðbrögðin, bæði
líkamleg einkenni og hugsanir, eru tvær hliðar
á sama fyrirbæri sem er innbyggt í dýr í þeim
tilgangi að forða okkur frá raunverulegri hættu.
Vandinn er hins vegar sá að óraunveruleg hætta
getur leitt til svipaðra viðbragða sem geta aftur
hamlað okkur í lífsbaráttunni. Kvíðahugsanir magna
upp (ó)raunverulega hættu, það er betra að vera
öruggur en leiður eftir á.
Dæmi um vafa varðandi raunverulega hættu
eða óraunverulega eru viðbrögð okkar við
efnahagshruninu. Það hefur komið í Ijós að margt
af því sem þjóðin óttaðist fyrir rúmu ári hefur jafnvel
orðið „raunverulegra" en okkur grunaði. Persona.
is gerði netkönnun á því hvaða tilfinningar tengjast
kreppunni (nóvember 2008 - mars 2009) og bárust
alls 1.100 svör. Kvíðinn var í fyrsta sæti, en 33%
sögðust finna til kvíða. Reiðin var í öðru sæti,
depurð/sorg í þriðja sæti en skömmin rak lestina
(11%).
Hvað er til ráða: Hvenær er kvíðinn innan
eðlilegra marka? Það er breytilegt eftir aðstæðum.
Líklega er góð hugmynd að staldra við, taka
eftir kvíðatilfinningunni án þess að forðast hana.
Hversu mikið hamlar kvíðinn þér í daglegu lífi eða
á mikilvægum stundum? Næsta skref er að ræða
við trúnaðarvin m.a. til þess að heyra hvernig aðrir
takast á við kvíðann og læra af þeim. Ef það dugar
ekki þá er vænlegast að leita faglegrar aðstoðar.
Prófkvíði
Flestir háskólanemar hafa einhvern tíma fundið
fyrir kviða fyrir próf. I hófi getur kviðinn verið
kostur að því leyti sem hann hvetur okkur til dáða,
eykur jafnvel einbeitingu og fær okkur til að leggja
harðar að okkur. Þegar það gerist verður árangur í
samræmi við áreynslu og hæfileika. Kviðinn getur
lika snúist gegn okkur, við verðum yfirspennt
þannig að það kemur niður á einbeitingunni. Þá
fylgja oft hugsanir sem draga úr okkur kjark og
„Við höfum tækifæri til þess að nota
jólafríið til þess að hvíla okkur, njóta
samvista við ástvini okkar og lesa
góðar bækur. Það getur margt skyggt á
gleðina t.d. raunverulegar og ímyndaðar
skuldbindingar sem við eigum erfitt með
að standa við. Hvaða jafnvægi er á milli
þess að hugsa um aðra og hugsa um
sjálfan sig?"
mátt. Þegar kvlðinn er á því stigi er það visbending
um að baráttuaðferðirnar í náminu virki ekki.
Þegar kvíðinn verður óþægilegur getur verið erfitt
að halda yfirsýn, það er eins og rökhugsunin
nái ekki fullum styrk eða það jafnvel slokknar á
henni smástund. Ef hugsunin snýst um að það sé
„eitthvað mikið að" okkur og það sé lítið við því
að gera er ástæða til að bregðast við. Þetta getur
m ' v j|w
leitt okkur inn í vítahring þar sem við færumst nær
uppgjöf frekar en að það hvetji okkur til dáða.
Hvað er til ráða: Ef prófkvíðinn er vandamál er
aðalatriði að leita sér upplýsinga og hjálpar.
Margir háskólar eru með námsráðgjöf og þar
vinna náms- og starfsráðgjafar, sálfræðingar
og fleiri sérfræðingar. Þá er oft boðið upp á
námskeið í námstækni sem getur verið almennt
fyrirbyggjandi gagnvart prófkvíða og líka eiginleg
prófkviðanámskeið. Þegar það dugar ekki til er f
boði meiri aðstoð hjá námsráðgjöfinni.
Jólakvíði
Jólafrí er tækifæri til þess að rækta sambandið við
ættingja og vini og hlaða batteríin. Það er margt við
jólin sem stuðlar að jákvæðum tilfinningum, ást og
umhyggju. Jólin eru hátíð þar sem undirbúningur
og tilhlökkun hafa mikil áhrif. Þvf miður er það
þannig að vonum og tilhlökkun geta fylgt streita
og vonbrigði. Margs konar hefðir tengjast jólunum
og Ifklega togast á í huga margra hvort þeir eigi að
spara um þessi jól eða halda jól eins rausnarlega og
þeir eru vanir. Já, það er hugsanlegt að jólahefðir
og kreppan togist á í hugum einhverra. Þegar
efnahagur versnar getur samanburður orðið
vandamál, ef við fáum ekki óskagjöfina erum við þá
minna virði en hinir? Sælla er að gefa en að þiggja
er líklega í fullu gildi. Við tjáum væntumþykju að
einhverju leyti með gjöfum eða okkur finnst það
vera þannig.
Við höfum tækifæri til þess að nota jólafríið til þess
að hvíla okkur, njóta samvista við ástvini okkar og
lesa góðar bækur. Það getur margt skyggt á gleðina
t.d. raunverulegar og ímyndaðar skuldbindingar
sem við eigum erfitt með að standa við. Hvaða
jafnvægi er á milli þess að hugsa um aðra og hugsa
um sjálfan sig?
Hvað er til ráða: Jólakvfðinn snýst um
tilfinningar úr nútíð og fortíð. Við getum reynt
að forgangsraða, hvað er mikilvægast? Er það
kærleikurinn og hugarfarið eða ytri tákn eins og
dýrar gjafir? Við getum valið.
STÚDENTABLAÐIÐ